50 milljónir í meðalhraðamyndavélar

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalfjarðargöng hafa verið þrifin mun oftar en áður var eftir að Vegagerðin tók við rekstri þeirra, að því er segir í frétt á vefsíðu Vegagerðarinnar. Vel er fylgst með mengun og mistri í göngunum og unnið er að því að minnka slysahættu með því að minnka umferðarhraða.

„Talið er að meðalhraðamyndavélar séu sá búnaður sem bestur sé til að halda hraðanum stöðugum,“ segir á vef Vegagerðarinnar og vísað til þess að unnið sé að því að setja upp meðalhraðamyndavélar í Norðfjarðargöng og kafla á Grindavíkurvegi.

„Vélarnar eru ekki orðnar virkar og þetta verkefni gengur mjög hægt af ýmsum ástæðum en það mjakast. Þegar fengin verður einhver reynsla af rekstri vélanna á þessum köflum og hún verði eftir vonum mun Vegagerðin panta vélar til uppsetningar í Hvalfjarðargöngum en það verður ekki fyrr en á næsta vetri héðan af. Kostnaður er ekki undir 50 milljónum króna,“ segir þar ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert