Sjá tækifæri í breytingunum

Fossvogsskóli í Reykjavík.
Fossvogsskóli í Reykjavík. mbl.is/Eggert

„Við erum mjög sátt við þessa niðurstöðu. Við fengum að fylgjast vel með öllu og finnum eindrægan vilja til að standa vel að málum og halda öllu uppi á yfirborðinu. Það eru allir að róa í sömu átt,” segir Karl Óskar Þráinsson, varaformaður foreldrafélags Fossvogsskóla. 

Foss­vogs­skóla verður lokað eft­ir kennslu á miðviku­dag vegna raka- og loft­gæðavanda­mála. Kennt verður í skól­an­um í dag og fram á miðviku­dag. Kennsla á að hefjast að nýju ann­ars staðar á mánu­dag. Ekki liggur fyrir hvar nemendum í 1. -3. bekk og 5. - 7. verður komið fyrir og þeir sitji kennslustundir þær 12 vikur sem eftir eru af skólaárinu.  

Karl segist ánægður með að heilsu barnanna sé borgið og að það sé mikilvægast í þessu máli. Hann er ánægður með að farið verði tafarlaust í framkvæmdir á húsnæðinu. Reiknað er með að skólahald hefjist að nýju í Fossvogsskóla næsta haust eftir úrbætur á húsnæðinu.   

„Núna er stórt verkefni að koma upp faglegu starfi á nýjum stað. Við leggjum áherslu á að tala þetta niður hjá börnunum og viljum ekki ýta undir ugg og ótta. Við þurfum að sjá tækifærin í þessu og kenna þeim að gera það líka. Þau fá mögulega tækifæri til að kynnast nýjum krökkum og kennurum ef þau fara í aðra skóla,“ segir Karl. 

Foreldrar hafa verið vel upplýstir um gang mála, að sögn Karls. Í gær sat hann fund meðal annars með skólastjórnendum og fulltrúum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Í kvöld verður annar fundur þar sem farið verður yfir stöðuna eftir daginn í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert