Vegum lokað og foktjón

Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti þremur óveðursútköllum í miklu hvassviðri síðdegis í …
Björgunarfélag Vestmannaeyja sinnti þremur óveðursútköllum í miklu hvassviðri síðdegis í gær. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Við fögnum því að það hefur verið lítið um verkefni vegna óveðursins í kvöld,“ sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, á ellefta tímanum í gærkvöld. Hann benti þó á að ekki væri öll nótt úti enn og spáð miklu hvassviðri í nótt og fram eftir degi.

„Fólk virðist taka mark á viðvörunum Veðurstofu og viðbragðsaðila. Við hvetjum fólk til að halda því áfram og fara ekki í ferðalög þegar varað er við vondu veðri,“ segir Davíð í umfjöllun um illviðrið í Morgunblaðinu í dag.

Björgunarsveitir mönnuðu lokunarpósta vegna lokunar hringvegarins milli Hvolsvallar og Víkur og svo austar milli Lómagnúps og Jökulsárlóns. Þjóðveginum á milli Hvolsvallar og Víkur var lokað síðdegis og átti ekki að opna hann aftur fyrr en í dag. Þá var veginum um Skeiðarársand og Öræfasveit lokað klukkan 20.00 og verður hann opnaður í dag. Einnig gegndu björgunarsveitir nokkrum óveðursútköllum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert