Fjármálaráðherra boðar þingflokksfund

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræðir við fjölmiðla í dag eftir ríkisstjórnarfundinn.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræðir við fjölmiðla í dag eftir ríkisstjórnarfundinn. mbl.is/Kristinn

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað þingflokk Sjálfstæðisflokksins á fund í Alþingishúsinu þar sem næstu skref í tilnefningu nýs dómsmálaráðherra verða rædd.

Fundurinn hefur verið boðaður klukkan 14.30, en Bjarni sagði við mbl.is eftir fund ríkisstjórnarinnar í Stjórnarráðinu í hádeginu að ekkert hefði verið rætt um skipan nýs dómsmálaráðherra á þeim fundi.

Sigríður Á. Andersen steig sem kunnugt er til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra í gær. Hún mun formlega láta af embætti á ríkisráðsfundi sem boðaður hefur verið á Bessastöðum klukkan 16.

Búast má við því að á þingflokksfundi sjálfstæðismanna nú fyrir fund ríkisráðs muni Bjarni bera upp tillögu sína um nýjan dómsmálaráðherra.

Bjarni sagði í gær að tvær leiðir væru lík­leg­ast­ar. Annaðhvort að ein­hver nú­ver­andi ráðherra taki að sér dóms­mál­in til viðbót­ar við nú­ver­andi verk­efni eða að ein­hver úr þing­flokki Sjálf­stæðis­flokks­ins sem ekki er ráðherra taki við embætt­inu.

Mbl.is fylgist grannt með gangi mála í allan dag.

mbl.is