Skoða leka- og mygluvanda í fleiri skólum

Fossvogsskóla var lokað vegna myglu og rakaskemmda, en þaðan mun ...
Fossvogsskóla var lokað vegna myglu og rakaskemmda, en þaðan mun kennsla flytjast í Laugardal út skólaárið. mbl.is/​Hari

Staðfest hefur verið að myglu sé að finna í tveimur grunnskólum í Reykjavík, en til viðbótar er til skoðunar hvort lekamál í tveimur öðrum skólum hafi leitt til myglu. Þá á að fara í heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar í sumar til að skoða leka sem vafi leikur á. Þetta segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en í kvöldfréttum Rúv var greint frá því að líkur væru á myglu í fjórum skólum.

Ein álma í Breiðholtsskóla og allur Fossvogsskóli

Í samtali við mbl.is segir Helgi að aðgerðir standi nú þegar yfir í Breiðholtsskóla og Fossvogsskóla. Í fyrrnefnda skólanum þurfti að rýma eina álmu þar sem lekið hafði með gluggum og vatn runnið á milli útveggja og einangrunar í innveggjum. Helgi segir að ekki hafi sést nein ummerki um myglu að innanverðu og það hafi ekki verið fyrr en einkenni hafi komið fram hjá starfsfólki og nemendum sem myglan og lekinn hafi fundist. Hann segir að rýmingin hafi haft áhrif á nokkra tugi nemenda.

Í Fossvogsskóla var greint frá myglu nýlega, en ákveðið var að rýma allan skólann og finna nýjan kennslustað út skólaárið. Verður notast við höfuðstöðvar KSÍ í Laugardal og aðstöðu Þróttar og Ármanns. Til viðbótar verður til skamms tíma notast við bráðabirgðastofur sem eru á skólalóðinni við Fossvogsskóla og voru settar upp í haust. Helgi segir hins vegar að fljótlega muni þeir nemendur sem verði þar færast yfir í Laugardalinn þannig að öll starfsemin verði á svipuðum stað. Bráðabirgðastofurnar verði hins vegar notaðar sem frístundaheimili.

Mygla kom upp í einni álmu í Breiðholtsskóla.
Mygla kom upp í einni álmu í Breiðholtsskóla. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Flytja starfsemi Fossvogsskóla á morgun

Flutningur hefst á morgun úr Fossvogi í Laugardal, en gert er ráð fyrir að kennsla hefjist á þriðjudaginn. Segir Helgi að stjórnendur og aðrir starfsmenn skólans hafi unnið alla helgina að því að setja upp skipulag fyrir flutninginn sem og að undirbúa breytt skipulag skólastarfs og rútuferðir sem verða á milli Fossvogs og Laugardals. „Það verður ákveðin kúnst að laga kennslu og starf að nýjum aðstæðum,“ segir hann og tekur fram að þó að húsnæðið sé ekki fullkomið fyrir skólastarf, þá sé það hins vegar gott miðað við aðstæður.

Segir hann að um sé að ræða meðal annars fundaraðstöðu og því sé einhver búnaður þegar til staðar sem minnki magn þess sem þarf að flytja. Þá verði talsverðu fargað og nefnir hann að aðeins verði flutt lágmarksmagn pappírsgagna. Helgi þakkar KSÍ, Þrótti og Ármanni sérstaklega fyrir viðbrögðin og segir að borgaryfirvöld hafi mætt miklum velvilja hjá þessum félögum.

Í Fossvogsskóla er ástæða myglu mismunandi eftir álmum, en Helgi segir að í elsta húsinu sé gallað milliloft og þar hafi komið raki og mygla. Í miðhúsi skólans hafi verið kominn tími á þakið og því verði skipt út vegna leka sem og millilofti. Í austustu byggingunni sé um að ræða leka meðfram gluggum og þar þurfi að fara í stórtækar aðgerðir og taka af klæðningu. Segir hann að í raun þurfi að fara yfir veggina frá A til Ö og hreinsa burt skemmdir að innanverðu. Í heild hefur rýmingin áhrif á 340 börn.

Skoða Ártúnsskóla og Seljaskóla

Í Ártúnsskóla og Seljaskóla hafa svo komið fram einkenni um raka eða leka. Í Ártúnsskóla er verið að fara yfir hvort eitthvað hafi skemmst og kalli á hreinsun, en þar hefur lekið á nokkrum stöðum. Helgi segir að vitað sé um raka í Seljaskóla, en þar þurfi að athuga betur með myglu.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Rekja vandann til niðurskurðar eftir hrun

Helgi segir að rekja megi leka og lélegt viðhald til þess að eftir hrun hafi fjármunir í viðhald verið skornir niður. Sem dæmi nefnir hann að fljótlega eftir hrun hafi borgin sett um 400 milljónir í viðhald, en í ár sé það komið upp í 2,5 milljarða. „Við erum komin á rétt ról núna, en enn er verið að vinna við að ná í skottið á sér,“ segir hann og tekur fram að hann geti ekki sagt hversu langan tíma það muni taka að vinna á uppsöfnuðum vanda.

Umhverfis- og skipulagssvið mun að sögn Helga fara í heildarúttekt á stöðu skólahúsnæðis í borginni í sumar og þá mun koma betur í ljós hver uppsafnaður vandi er.

mbl.is

Innlent »

Utanlandsferðum fjölgar

10:15 Hlutfall íslendinga sem ferðast erlendis hefur farið stigvaxandi frá árinu 2009 þegar aðeins 44% Íslendinga fóru í utanlandsferð, en árið 2018 ferðuðust 83% landsmanna erlendis og var meðalfjöldi utanlandsferða 2,8. Meira »

50 undir áhrifum vímuefna

10:10 Yfir páskahelgina hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af um 50 ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og eða ávana- og fíkniefna. Meira »

Verður vonandi bara skammtímavandamál

10:05 Sala á ferskum íslenskum sjávarafurðum til Bandaríkjanna er háð flutningum með flugi. Með gjaldþroti WOW kom babb í bátinn og gæti fiskurinn þurft að fara lengri leið á markað vestanhafs. Meira »

Rykmökkur frá Sahara á leiðinni

07:57 „Nú hefur mikill rykmökkur tekið sig upp úr Sahara-eyðimörkinni og leggst yfir Miðjarðarhafið“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í pistli á bloggsíðu sinni Hungurdiskum. Meira »

Snjókoma á Egilsstöðum

07:10 Í nótt nálguðust hitaskil landið úr austri. Fremst í skilunum er úrkoman ýmist snjókoma eða slydda og sem dæmi má nefna að í veðurathugun nú kl. 6 var snjókoma bæði á Egilsstöðum og Dalatanga. Meira »

Sóttu veikan sjómann

06:49 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann um borð í erlendu skipi í um 30 sjómílna fjarlægð frá landi seint í gærkvöldi. Meira »

Dópaðir og drukknir ökumenn á ferðinni

06:27 Flest málanna sem rötuðu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og í nótt tengjast akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn ökumaður er vistaður í fangageymslum lögreglunnar en hann var stöðvaður í miðborginni í nótt.   Meira »

Geymsla dekkja í fjölbýli varasöm

05:30 Talið er að eldsvoði í fjölbýli við Sléttuveg 7 hafi átt upptök sín í dekkjum eða rusli. Slökkviliðið segir varasamt að geyma mikið af dekkjum saman þar sem þau séu mikill eldsmatur. Slökkviliðið fær reglulega útköll þar sem kviknað hefur í dekkjum. Meira »

Mikið eftir í kjaraviðræðum

05:30 „Þeir albjartsýnustu segja að við semjum í byrjun júní en ég er hræddur um að við gefum þessu tíma fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður stéttarfélagsins Sameykis. Meira »

Aukningin mest frá Þeistareykjum

05:30 Þeistareykjavirkjun framleiddi 671 GWh af raforku á árinu 2018 en virkjunin komst í fullan rekstur á því ári. Fyrri vélasamstæðan var tekin í notkun í nóvember 2017 og samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar framleiddi virkjunin um 71 GWh á því ári. Meira »

Hætta á árekstrum

05:30 Kauphöllin, Nasdaq Iceland hf., leggst gegn því að eftirlit með hegðun á fjármálamarkaði verði fært undir Seðlabankann.  Meira »

Katrín í 17. sæti þeirra launahæstu

05:30 Katrín Jakobsdóttir er í 17. sæti lista bandaríska dagblaðsins USA Today yfir tuttugu launahæstu þjóðarleiðtoga heimsins.  Meira »

Árásirnar á Srí Lanka ráðgáta

Í gær, 22:31 Jón Óskar Sólnes, sjónvarpsmaður og fyrrverandi yfirmaður norrænu friðargæslunnar á Srí Lanka, segir í samtali við mbl.is að hryðjuverkin í landinu koma sér mjög á óvart, sérstaklega vegna þess hversu mikið skipulag þarf að vera að baki samstilltum árásum eins og á Srí Lanka í gær. Meira »

Tvö ár á leiðinni til Þorbjargar

Í gær, 21:12 „Við fórum í göngutúr í fjörunni á Mýrum í Borgarfirði fyrir neðan Akra. Við vorum þarna í sumarbústað,“ segir Þorbjörg Erla Jensdóttir. Í göngutúrnum fannst flöskupóstur frá sex ára stúlku og var hann ritaður á norsku. Sendandinn er fundinn, en skeytið var sent fyrir tveimur árum. Meira »

Sex vikna leysingar á tíu dögum

Í gær, 21:10 „Þetta er óvenjulega snemmt, það er óhætt að segja það. Yfirleitt er enn þá verið að ganga á snjó,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við mbl.is um snögga leysingu í Jökulsárgljúfri nálægt Dettifossi. Meira »

Töluverðar reykskemmdir í sumarhúsi

Í gær, 18:59 Búið er að slökkva eld sem kom upp í sumarhúsi við Tjarn­ar­götu, Grafn­ings­meg­in við Þing­valla­vatn á fimmta tím­an­um. Húsið verður vaktað fram eftir kvöldi til að tryggja að engar glæður lifi þar enn. Meira »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

Í gær, 17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

Í gær, 17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

Í gær, 17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Ný Bridgestone dekk
Ný Bridgstone ónotuð 4 sumardekk til sölu 18 tommu, 225/40 R 18, Verð aðeins 60 ...