Of ölvaður til að vera úti

Lögreglan handtók ofurölvi mann í hverfi 101 um miðnætti. Þar sem maðurinn gat ekki sagt lögreglu heimilisfang sitt og var ekki hæfur til að vera úti sökum ástands er hann vistaður í fangageymslu lögreglu þangað til ástand hans batnar.

Maður veittist að lögreglumönnum við störf í hverfi 101 í nótt. Lögreglumenn voru að ræða við dyravörð veitingastaðar þegar maðurinn kom að og veittist að þeim. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Einn ökumaður var stöðvaður í nótt grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda, það er hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Maðurinn var stöðvaður í Kópavoginum, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert