SGS og SA sest við samningaborðið

Fundurinn í dag verður að öllum líkindum örlagaríkur.
Fundurinn í dag verður að öllum líkindum örlagaríkur. mbl.is/Árni Sæberg

Samningafundur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins er hafinn í húsnæði ríkissáttasemjara. Ekkert nýtt hafði borist frá SA fyrir fundinn, en viðbúið er að SGS slíti viðræðunum verði fundurinn árangurslaus.

„Við sjáum hvað gerist á fundinum,“ sagði Björn Snæbjörnsson við mbl.is fyrir fundinn.

Verði viðræðum slitið í dag fer undirbúningur í gang vegna verkfallsaðgerða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert