Verkfallsrétturinn „óvefengdur“

„Miðstjórn ASÍ hvetur félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna til að virða …
„Miðstjórn ASÍ hvetur félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna til að virða aðgerðir félaganna og koma í veg fyrir að verkfallsbrot verði framin.“ mbl.is/Eggert

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir stuðningi við boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR næstu vikur.

Þetta kemur fram í stuðningsyfirlýsingu ASÍ. Þar segir að það sé grundvallarréttur vinnandi fólks að bindast samtökum og leggja niður vinnu til að knýja á um bætt kjör.

„Sá réttur er óvefengdur og allar tilraunir til að grafa undan honum með verkfallsbrotum er alvarleg árás á mannréttindi vinnandi fólks.“

„Miðstjórn ASÍ hvetur félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna til að virða aðgerðir félaganna og koma í veg fyrir að verkfallsbrot verði framin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert