Aftur í Karphúsið á mánudaginn

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilunni …
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilunni á mánudag kl. 10, en helgina mun hver og einn deiluaðili nýta fyrir sig til undirbúnings. mbl.is/Hari

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta fundar í kjaradeilu Eflingar, VR, VLFA, LÍV, Framsýnar, VLFG við Samtök atvinnulífsins, en hann fer fram á mánudaginn kl. 10.

„Það var niðurstaða mín eftir samtal við aðila að við myndum hittast á formlegum fundi á mánudaginn kl. 10, en að helgin verði nýtt hjá samningsaðilunum hverjum heima hjá sér í frekari undirbúning fyrir þann fund. Við fórum hérna yfir gríðarlega mikið efni á fundinum í gær sem þarf að vinna úr og við munum taka púlsinn aftur á mánudag,“ segir Bryndís.

Hún segir, aðspurð um fund þessara sem fram fór í gær og stóð yfir frá 10 að morgni til um það bil 19:30 í gærkvöldi, að það sé alltaf góður árangur að hennar mati þegar að fólk sé að tala saman og sé í samtali.

„Að því leytinu til var þetta góður fundur, án þess að við séu þó komin á leiðarenda. Við erum ekki komin þangað,“ segir ríkissáttasemjari.

Bryndís setti deiluaðilana í algjört fjölmiðlabann um gang viðræðna í gær og spurð um ástæður þess segir hún að fjölmiðlabann hafi í gegnum tíðina reynst embætti ríkissáttasemjara vel til þess að skapa vinnufrið við samningaborðið, sem þörf sé á þegar að viðræður séu á viðkvæmu stigi.

mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert