Klæðalítill með hávaða og læti

Í stað þess að gista í hótelherbergi er maðurinn gestur ...
Í stað þess að gista í hótelherbergi er maðurinn gestur í fangageymslu lögreglunnar. mbl.is/Styrmir Kári

Lögreglan var kölluð út um miðnætti vegna ofurölvaðs gests á hóteli í hverfi 105. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, klæðalítill á stigagangi með hávaða og læti. 

Maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu og sýndi tilburði við að ná búnaði af lögreglumönnum þegar þeir reyndu að ræða við hann. Hann var því handtekinn og er vistaður í fangageymslu þangað til af honum rennur áfengisvíman.

Síðdegis í gær var bifreið ekið á kantstein og síðan á ljósastaur á Helgafellsvegi í Mosfellsbæ. Bílstjórinn var með verki í baki og víðar og var hann fluttur á Landspítalann með sjúkrabifreið. Bifreiðin flutt af vettvangi með Króki og Orkuveitu tilkynnt um staurinn.

För átta ökumanna var stöðvuð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt vegna þess að þeir voru undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Margir þeirra voru einnig sekir um fleiri lögbrot líkt og hér kemur fram að neðan. 

Ökumaður bifreiðar sem var stöðvaður um kvöldmatarleytið í hverfi 101 er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, brot á lyfjalögum, vörslu fíkniefna, þjófnað á skráningarnúmerum og var bifreiðin með stolnu númerin. Bifreiðin var ótryggð.

Um svipað leyti var ökumaður, sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur bifreiðar án þess að hafa öðlast ökuréttindi, stöðvaður í hverfi 201 í Kópavogi af lögreglunni. Sá þriðji var síðan stöðvaður í hverfi 112 grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Á tíunda tímanum var ökumaður, sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og gaf upp rangar persónuupplýsingar við afskipti lögreglu, stöðvaður í hverfi 103. Þessu til viðbótar er hann einnig sviptur ökuréttindum, lögreglan hefur þurft að hafa ítrekað afskipti af honum en hann er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Stuttu síðar var bifreið stöðvuð í hverfi 109 og reyndist ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna. Í nótt voru síðan þrír ökumenn sem reyndust undir áhrifum fíkniefna stöðvaðir af lögreglu. Einn í hverfi 107 en hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og lyfja auk þess að hafa ítrekað ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Bifreiðin reyndist vera ótryggð og skráningarnúmer því klippt af.

Ökumaðurinn sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna var stöðvaður í Kópavoginum og er farþegi í bifreiðinni grunaður um vörslu fíkniefna.

Að lokum stöðvaði lögreglan ökumaðurinn sem er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum í hverfi 109 í nótt.

mbl.is

Innlent »

Vorfæri á skíðasvæðum landsins í dag

09:32 Vel viðrar til skíðaiðkunar víða um land á þessum laugardegi fyrir páskadag. Veður og færð eru ágæt víðast hvar, en höfuðborgarbúar sitja þó eftir þar sem skíðasvæðunum í Bláfjöllum og Skálafelli hefur verið lokað þennan veturinn. Meira »

Jóhann framkvæmdastjóri Keilis

09:06 Jóhann Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, í stað Hjálmars Árnasonar sem lætur af störfum í sumar eftir 12 ára starf. Meira »

Bókanir í útsýnisflugi sumarsins líta vel út

08:18 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson hjá Circle Air á Akureyri, sem býður upp á útsýnisflug og leiguflug um land allt á flugvélum og þyrlum, segir að bókanir í ár líti vel út, þrátt fyrir áberandi tal um samdrátt í ferðaþjónustu. Meira »

Breytt áform ógni enn friðhelgi Saltfiskmóans

07:57 Byggðar verða 50-60 íbúðir við Sjómannaskólann segir í lóðarvilyrði sem borgarstjóri Reykjavíkur undirritaði síðasta mánudag við félagið Vaxtarhús ehf. Þar kemur fram að íbúðirnar á svæðinu skuli flokkast sem „hagkvæmt húsnæði“, sem ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa forgang að kaupum á. Meira »

Birgir og Þorsteinn eru hnífjafnir

07:37 Alþingi kemur saman að nýju 29. apríl næstkomandi að loknu 17 daga páskahléi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins verður síðasti þingfundur fyrir sumarhlé miðvikudaginn 5. júní. Meira »

Báru fyrir sig hnífa í átökum

07:33 Tveir menn voru handteknir í miðborginni laust eftir klukkan fjögur í nótt en þeir höfðu borið fyrir sig hnífa í átökum. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslum í þágu rannsóknar málsins. Meira »

Víða skúrir á landinu

07:10 Í dag er spáð suðvestan 8 til 15 metrum á sekúndu og víða skúrum en bjart verður að mestu norðaustan- og austantil.  Meira »

Hefði átt að vega þyngra

05:30 Niðurstaðan úr mati hæfnisnefndar um umsækjendur um Landsrétt kom sumum nefndarmanna nokkuð á óvart þegar hún lá fyrir.  Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út þriðjudaginn 23. apríl. Fréttaþjónusta verður á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir páskana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Meira »

Ágætt færi í brekkum víða um land

05:30 Víða á landinu viðraði ágætlega til skíðaiðkunar í gær á föstudaginn langa. Fyrir norðan, austan og vestan voru brekkur opnar og var talað um hið besta vorfæri á vefjum skíðasvæðanna. Höfuðborgarbúar sátu þó eftir, því Bláfjöllum og Skálafelli hefur þegar verið lokað þennan veturinn. Meira »

Víkurgarður til ríkissaksóknara

05:30 Sóknarnefnd Dómkirkjunnar hefur með bréfi Ragnars Aðalsteinssonar hrl. til ríkissaksóknara lagt fram kæru á hendur þeim sem hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Víkurkirkjugarði og forsvarsmönnum framkvæmdaraðila, Lindarvatns ehf., fyrir að hafa raskað grafarhelgi. Meira »

Kjósi um lífskjörin í símanum

05:30 „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og engir hnökrar á þessu,“ segir Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), um kosningakerfið Valmund, sem Advania hefur þróað. Meira »

Leita atbeina dómstóla

05:30 Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotu sem fyrirtækið kyrrsetti hinn 28. mars síðastliðinn til tryggingar nærri tveggja milljarða skuld WOW air við Keflavíkurflugvöll. Meira »

Fjórði dýrasti bjórinn á Íslandi

05:30 Bjór á Íslandi er sá fjórði dýrasti í heimi. Hér kostar stór bjór að meðaltali 1.258 krónur, andvirði 8,03 sterlingspunda.   Meira »

Markaðurinn er yfirfullur af plasti

Í gær, 19:45 Heimsmarkaðurinn er yfirfullur af plasti og um þessar mundir er lítil eftirspurn eftir plasti til endurvinnslu. Því er stærstur hluti plasts sem safnað er hér á landi sendur erlendis til orkuendurvinnslu, en Sorpa er eina íslenska fyrirtækið sem tekur við plasti öðru en umbúðaplasti til endurvinnslu. Meira »

Þrír unnu 92 milljónir króna

Í gær, 19:25 Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Meira »

Fer eigin leiðir í veikindunum

Í gær, 18:41 „Ég fann ekki neitt. Ég var í ofsalega fínum gír,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, í viðtali á sjónvarpsstöðunni Hringbraut þar sem hann ræðir veikindi sín en hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli. Meira »

„Loftslagsváin er þögul ógn“

Í gær, 16:23 Níunda loftslagsverkfallið var haldið á Austurvelli í dag. Hingað til hafa verkföllin verið mjög kraftmikil en í dag var ákveðið að verkfallið yrði þögult og sitjandi vegna föstudagsins langa. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að það hafi verið viðeigandi. Meira »

Brýrnar helsti veikleikinn

Í gær, 15:01 Brýrnar eru helsti veikleiki vegakerfisins á Suðurlandi, það blasir við. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur. Ólafur mun sjá um úttekt á umferðaröryggi á Suðurlandi. Meira »
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Bridgestone dekk
Bridgestone 4 sumardekk til sölu Notuð aðeins síðasta sumar. 16 tommu. 195/50 R ...
Skurðarskífur
Eigum til góðar skurðarskífur 125mm*1mm, gott verð 120 kr stk með vsk. Uppl 77...