Refsilækkun ekki útskýrð

Frá Heiðmörk.
Frá Heiðmörk. mbl.is/Brynjar Gauti

Ekki kemur fram í dómi Landsréttar á föstudag hvers vegna refsing yfir Þórði Ju­hasz er milduð en þrír dómarar Landsréttar staðfestu dóm héraðsdóm yfir honum en lækkuðu refsinguna úr fjórum árum í þrjú og hálft ár. Þórður var sakfelldur fyrir að nauðga 14 ára stúlku.  

Landsréttur vísar í dómi sínum til 205 gr. og a liðar 1. mgr. 195. gr. almennra hegningarlaga auk 1. mgr. 70 gr. sömu laga. Þar segir: Þegar hegning er tiltekin, á einkum að taka til greina eftirtalin atriði: Hversu mikilvægt það er, sem brotið hefur beinst að. 

Í greinum 194, 195 og 205 segir svo:

 194. gr. 
 [[Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.] 
 Það telst einnig nauðgun og varðar sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. [að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða] að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans.] 
 195. gr. 
 [Þegar refsing fyrir brot gegn 194. gr. er ákveðin skal virða það til þyngingar: 
    a. ef þolandi er barn yngra en 18 ára.

205. gr. 
 [Nú hefur sá sem sæta skal refsingu fyrir eitthvert þeirra kynferðisbrota sem að framan greinir áður verið dæmdur sekur um slíkt brot og má þá hækka refsingu svo að bætt sé við hana allt að helmingi hennar.] 

Í niðurstöðu dómaranna þriggja, Aðalsteins E. Jónassonar, Ragnheiðar Harðardóttur og Hervarar Þorvaldsdóttur segir: Brot ákærða er alvarlegt og beindist að 14 ára barni. Á hann sér engar málsbætur.

Líkt og rakið var í frétt mbl.is í gær þá kynntist Þórður stúlkunni á Snapchat árið 2016 og í kjöl­far fyrstu kynna ákváðu þau að hitt­ast í per­sónu. Þórður sótti stúlk­una og ók með hana upp í Heiðmörk. Að því er fram kem­ur í dóm­in­um nýtti hann sér þar yf­ir­burðastöðu sína vegna ald­urs- og þroskamun­ar og neyddi stúlk­una til að hafa munn­mök við sig. Þegar hún reyndi að hætta hélt hann höfði henn­ar niðri. Stúlkan greindi fyrst frá ofbeldinu í viðtali við félagsráðgjafa í byrjun árs 2017.

Þórður er fæddur árið 1984 og var áður Jósteinsson. Árið 2008 var hann dæmdur í árs fangelsi í Hæstarétti 

fyr­ir að valda með víta­verðu gá­leysi um­ferðarslysi á Suður­lands­vegi með þeim af­leiðing­um að þrítug­ur karl­maður og 5 ára göm­ul stúlka létu lífið og faðir stúlk­unn­ar og átta ára gam­all bróðir slösuðust al­var­lega. Hann hefur einnig ítrekað hlotið dóma fyrir umferðalagabrot. 

Þá var hann 9. október 2009 dæmdur í 3ja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tólf ára gömlu barni líkt og rakið er í

frétt mbl.is.
Í dómi héraðsdóm er haft eftir föður stúlkunnar en fjölskyldan upplifði mikla breytingu á líðan hennar eftir brot mannsins gegn henni. Hún glími enn við eftirköst ofbeldisins og leitar á erfiðum stundum í slæman félagsskap og sýnt áhættuhegðun. Foreldrar hennar fengu ekki vitneskju um hvað hafði gerst fyrr en árið 2017. Stúlkan hefur meðal annars þurft að leggjast inn á Barna- og unglingageðdeild í fyrra. 
Í viðtölum við sálfræðing hafi komið fram einkenni sem hafi bent til þess að stúlkan hafi
orðið fyrir kynferðisbroti. Hún hafi mælst mjög hátt á kvarða um áfallastreituröskun og kvíða og hafi tengt einkenni við það atvik sem ákært væri fyrir í þessu máli. Stúlkan hafi misst sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Einstaklingar sem þannig væri ástatt fyrir væru oft útsettir fyrir eldri einstaklingum. Tekist hafi að vinna nokkuð vel með mál hennar og töluverðar framfarir hafi orðið. Það hefði orðið bakslag vegna aðalmeðferðar málsins fyrir dómi, er haft eftir sálfræðingi stúlkunnar.

Saksóknari fór fram á að dómur héraðsdóms yrði staðfestur um sakfellingu Þórðar og að refsing hans yrði þyngd. Dómarar í Landsrétti staðfestu sakfellinguna en milduðu refsinguna eins og áður sagði um sex mánuði.

mbl.is

Innlent »

Skólahald leggst niður í Grímsey

17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »

Hatrið hvílist ekki lengi

16:08 Hatari heldur í tónleikaferð á fimmtudag með viðkomu á fimm stöðum á landinu. Í samtali við mbl.is segir trommugimpið Einar Stef að það hafi komið sér mest á óvart hvursu fáir þátttakendur í Eurovision tjáðu sig um málefni Ísraels og Palestínu. Meira »

Tæpur stuðningur við samninga hjá RSÍ

15:48 Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá fimm félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna liggja fyrir. Athygli vekur að í Rafiðnaðarsambandi Íslands stóð mjög tæpt að samningurinn yrði samþykktur. Meira »

Þristar til sýnis í kvöld

15:39 Fimm svo­kallaðar þrista­vél­ar, DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, verða til sýnis á Reykjavíkurflugvelli í kvöld milli klukkan 18 og 20. Hægt er að komast að vélunum á stæðinu norðan við Loftleiðahótelið (byggingu Icelandair) um hlið á girðingunni þar sem fánaborg er sjáanleg. Meira »

„Baráttan marklaus ef svona er liðið“

15:24 „Okkur hjá Landvernd var brugðið þegar við sáum fréttina og myndirnar frá urðunarstöðinni í Fíflholti á Mýrum,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, í samtali við mbl.is. Meira »

Umræða um orkupakkann aftur hafin

14:56 Önnur umræða um þriðja orkupakkann er aftur hafin á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa staðið í málþófi síðustu þingfundi, að sögn stuðningsmanna pakkans. Umræðan gæti staðið fram á kvöld og jafnvel nótt. Meira »

Á 164 km hraða og of seinn á hótelið

14:43 Tveir erlendir ferðamenn voru á ofsaakstri í Eldhrauni skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gær. Annar var að 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Lögreglan á Suðurlandi svipti hann ökuréttindum á staðnum. Meira »

Björn fór „ósæmilegum orðum“ um Ásmund

14:37 „Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hafi dregið að sér fé, almannafé,“ sagði Björn Leví Gunnarsson í ræðu á þingi í dag. Fyrir nákvæmlega sömu orð var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir dæmd brotleg af siðanefnd. Meira »

Synjaði 50 Bangladessum um skólavist

13:54 Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í gær að Útlendingastofnun hafi ekki verið heimilt að banna 50 manns frá Bangladess að koma til landsins til að stunda nám við Háskólann á Bifröst. Fólkið hafði ætlað að hefja nám við skólann, en Útlendingastofnun hafnaði öllum umsóknunum á grundvelli þjóðernis. Meira »

„Þetta eru bara góðar umræður“

13:15 Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, vísar því á bug að um málþóf sé að ræða á Alþingi um þessar mundir. Hann tók sjö sinnum til máls í gær og Inga Sæland samflokkskona hans 5 sinnum. Meira »

Umsóknum um kennaranám fjölgar um 30%

13:04 Umsóknum um framhaldsnám til kennsluréttinda í leik- og grunnskólakennaranámi við Háskóla Íslands hefur fjölgað um 30% miðað við meðaltal síðustu fimm ára samkvæmt upplýsingum frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Meira »

„Bersýnilega málþóf“

12:32 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og 6. varaforseti Alþingis, og Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telja Miðflokk og Flokk fólksins vera farna að þæfa umræðuna um þriðja orkupakkann í þinginu. Stutt er eftir af þessu þingi. Meira »

Engin raunhæf úrræði í boði

12:26 Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, segir í viðtali við mbl.is að hann sé hissa á dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í morgun og að með honum sé „útilokað“ að skjólstæðingar hans hafi raunhæf úrræði til að leita réttar síns m.t.t. dóms MDE í máli þeirra. Meira »

Farið yfir aðgerðir gegn mansali og félagslegu undirboði

11:56 Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega stöðu aðgerða stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Fiskistofa bendir lögreglu á stórlaxafrétt

11:12 Fiskistofa hefur vakið athygli lögreglu á frétt sem birt var á mbl.is í gær, þar sem fjallað er um stórlax sem veiddist í grásleppunet undir Skálanesbjargi í síðustu viku. Bendir stofnunin á að ekki megi veiða lax í sjó. Meira »

Segja vanefndir á nýundirrituðum kjarasamningi

10:52 Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi. Meira »