„Satt best að segja er það snargalið“

Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði, sagði margt gott í kjarasamningunum, ...
Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði, sagði margt gott í kjarasamningunum, en þar væri einnig ýmislegt skrítið að finna. mbl.is/Hari

Það er misskilningur að lækkun vaxta komi heimilunum til góða og galið að takmarka lánstíma verðtryggðra lána, sagði Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, í þættinum Þingvöllum á K100 í morgun.

„Flest lán til heimilanna eru lán frá öðrum heimilum og þar fyrir utan eru heimilin að lána fyrirtækjum og hinu opinbera. Þannig að það er stórfurðulegt að horfa á vaxtalækkun sem tekjubót fyrir heimilin,“ sagði hann.

Tilefni orða Gylfa var að hann var inntur álits á nýgerðum kjarasamningum. Telur hann misskilning fólginn í því að telja að vaxtalækkun færi heimilunum mikinn ávinning þar sem heimilin eru einnig eigendur vaxtaberandi eigna. „Almennt er eiginlega allt sem að þarna er sagt um vexti og lánamarkað mjög skrítið og erfitt að sjá að það sé til bóta.“

Misskilningur

Hann segir byggt á misskilningi að hægt sé að lækka vexti með samningum og bendir á að vextir séu ákvarðaðir með hliðsjón af verðbólgu. Þó tók hann fram að um er að ræða hóflega samninga sem ættu ekki að leiða til verðbólgu sem gerir það að verkum að vextir þyrftu ekki að hækka og gætu jafnvel lækkað.

„Mér finnst nú allt eins líklegt að stýrivextir gætu eitthvað lækkað í ljósi þess að það stefnir í vissa ró á vinnumarkaði.“

Þessi mikla áhersla á lægstu laun í kjarasamningunum er stór sigur fyrir Eflingu, að sögn Gylfa. „Ég held þetta nýtist þeim best. Skattabreytingarnar og hækkun barnabóta nýtist líka þeim lægst launuðu.“

Þjóni ekki hagsmunum neins

Spurður um verðtrygginguna vísaði Gylfi rökum um að verðtrygging valdi verðbólgu á bug, en sagði verðtrygginguna draga úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans sérstaklega þar sem meirihluti lána til heimilanna sé verðtryggður.

Er umræður sneru að tillögum starfshóps félagsmálaráðherra að úrræðum fyrir tekjulága og ungt fólk til þess að lækka þröskuld inn á húsnæðismarkað, sagði Gylfi þær geta verið tekjulægsta hópnum til bóta. „Þær tillögur miða sérstaklega að þeim sem standa verst. Þannig að kannski mun staða þess hóps lagast.“

Hins vegar geta þær einnig skilið eftir talsvert stóran hóp fólks sem ekki getur nýtt úrræðin en nýta vertryggð jafngreiðslulán, að mati hans.

„En næsti hópur fyrir ofan sem uppfyllir ekki skilyrðin sem verða sett fyrir þessum startlánum og hvað þetta á nú allt að heita, sá hópur getur lent í verulegum vandræðum ef löngu verðtryggðu lánin verða bönnuð. Satt best að segja er það snargalið og ég get ekki séð að það þjóni hagsmunum neins.“

Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til að lánstími verðtryggðra lána verði takmarkaður við 25 ár í stað 40.

mbl.is

Innlent »

Skilyrði til endurgreiðslu verði þrengd

19:13 Áformað er að þrengja þau skilyrði sem uppfylla þarf til að fá endurgreiðslu kostnaðar vegna kvikmyndaframleiðslu hér á landi, að því er fram kemur á vef samráðsgáttar stjórnvalda. Þannig stendur til að leggja aukna áherslu á að laða erlenda aðila til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis hér á landi. Meira »

Vatnsleki á stúdentagörðum

18:48 Tveir dælubílar frá slökkviliði voru kallaðir út að stúdentagörðum á Eggertsgötu 24 á fimmta tímanum í dag. Vatnslögn á fimmtu hæð hússins hafði farið í sundur og vatn lekið alveg niður á jarðhæð. Garðarnir sem um ræðir eru þeir sömu og kviknaði í fyrir viku. Meira »

Grunaðir um smygl á metamfetamíni

18:44 Þrír karlmenn eru í gæsluvarðhaldi en þeir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Mennirnir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli 28. júní. Meira »

Kynnti innleiðingu heimsmarkmiða

18:16 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í dag. Meira »

Ekki bjartsýn á að smitleiðin finnist

17:44 Ábending barst Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að opið hafi verið að kálfastíu með þremur kálfum á laugardeginum 6. júlí sem greindust með E.coli í Efstadal II þrátt fyrir tilmæli Heilbrigðiseftirlitsins um að loka fyrir umgengni að kálfunum á fimmtudeginum 4. júlí. Meira »

Ekkert barn á spítala vegna E. coli

16:15 Enginn greindist með E. coli í dag að því er fram kemur á vef landlæknis. Þar segir að sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu hafi verið rannsökuð og greindist enginn með sýkinguna. Því er heildarfjöldi barna sem greinst hafa frá því E. coli faraldurinn hófst, enn 19. Meira »

Nýtur ekki almenns trausts innan flokksins

16:08 Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd til að sitja í trúnaðarráði Pírata en hlaut ekki nægan stuðning á félagsfundi Pírata í gær. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segir þá sem sitja í trúnaðarráði þurfi að njóta almenns trausts innan flokksins og það sé ekki hægt að segja um Birgittu. Meira »

Met slegið hjá HB Granda

15:40 „Við vorum með alls rúmlega 1.500 tonna afla upp úr sjó í túrnum og þar af voru um 1.400 tonn í rússnesku landhelginni. Við kláruðum kvótann þar og eftir siglinguna heim til Íslands vorum við að veiðum djúpt úti af Vestfjörðum,“ segir Ævar Jóhannsson, skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE. Meira »

Fleiri EES-tilskipanir í bið en áður

15:36 Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segir að ef til vill hafi aldrei verið mikilvægara en nú að auka möguleika Íslands á að hafa áhrif á lagasetningu á fyrri stigum innan EES. Innleiðingarhallinn er 0,7%. Meira »

Afmynduð hlíð „svolítið alvarlegt mál“

15:15 Fyrir tveimur vikum uppgötvaði vísindamaður hjá Landmælingum Íslands verulegt skrið í fjallshlíð sem gengur út af vestanverðum Mýrdalsjökli. Áhyggjuefni, segir jarðfræðingur. Meira »

Starfshópur skipaður en ekki dýralæknir

14:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Hópurinn á að skila tillögum í október næstkomandi. Meira »

Tekjur af göngunum undir áætlun

14:03 Það sem af er sumri hafa tekjur af Vaðlaheiðargöngum verið um 35%-40% lægri en áætlanir gera ráð fyrir. Búist var við því að 90% umferðarinnar myndi fara í gegnum göngin en það hlutfall er einungis um 70%, sem þýðir að þrír af hverjum tíu bílum kjósa frekar að fara Víkurskarðið. Meira »

Mislingasmit greinist í Reykjavík

13:50 Fullorðinn einstaklingur, sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu, greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum, en hann hafði verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Meira »

„Typpið er farið úr fjallinu“

13:35 Tveir vel mannaðir og vaskir hópar gengu fylktu liði upp á Helgafell í morgun áður en þeir skiptu sér upp og fóru að pússa mannakrot úr móberginu. Reðurtáknið tröllaukna er horfið á vit feðra sinna. Meira »

Hrækt og hvæst á múslimafjölskyldu

13:32 Þórunn Ólafsdóttir hringdi á lögreglu vegna árásar á múslima í Breiðholti í gærkvöldi og segir konu hafa veist að þeim, hrækt á og reynt að rífa í klæði þeirra. „Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi,“ segir Þórunn. Meira »

Dyngjufjallaleið lokuð vegna vatnavaxta

13:14 Dyngjufallaleið hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna vatnavaxta, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Fólk sér CE og heldur að allt sé í lagi

11:58 Sérfræðingur í öryggi barna segir tilefni til að vera „mjög á varðbergi“ gagnvart sumum öryggisbúnaði fyrir börn í sundlaugum. Álíka vesti og það sem sást í sláandi myndbandi frá Noregi eru til á Íslandi. Meira »

Nýjum smitum fari vonandi fækkandi

11:30 „Ég bind allavega enn vonir við að það hylli undir að þetta fari dvínandi,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, inntur um stöðu mála vegna e.coli-sýkingar sem greinst í nítján börnum hér á landi. Þá er uppi grunur um að bandarískt barn sé einnig smitað, en það var á sömu slóðum og þar sem nær öll börnin voru. Meira »

Leki í báti úti fyrir Hornströndum

11:08 Björgunarskip á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á áttunda tímanum í morgun vegna báts sem var í vanda þremur sjómílum norður af Kögri á Hornströndum. Leki hafði komið að bátnum í morgun vegna bilunar og þurfti að koma dælum um borð í hann. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
BOLIR -1800
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi BOLIR - 1800 ST.14-30 Sími 588 8050. - ...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...