Starfsfólk á frívakt fær greitt

Greint hafði verið frá því Icelandair hótel hefðu dregið laun …
Greint hafði verið frá því Icelandair hótel hefðu dregið laun af öllu því starfsfólki sem vinnur störf sem féllu undir verkfallsaðgerðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsvarsmenn Icelandair hótela hafa tekið ákvörðun um að greiða starfsfólki sem var á frívakt verkfallsdagana 8. og 22. mars laun fyrir umrædda daga í ljósi þess að Efling og VR ætli ekki að greiða starfsfólki á frívakt launamissi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Magneu Þóreyju Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, til starfsfólks.

Greint hafði verið frá því að Icelandair hótel hefðu dregið laun af öllu því starfsfólki sem vinnur störf sem féllu undir verkfallsaðgerðir stéttarfélaga í mars óháð því hvort það hefði verið á vakt þá daga sem aðgerðirnar stóðu yfir. Efling fordæmdi ákvörðunina harðlega og skoraði á hótelkeðjuna að leiðrétta mistökin.

„Við hörmum framgöngu forsvarsmanna Eflingar í fjölmiðlum, enda er hún í þversögn við yfirlýstar sáttarumleitanir þeirra við þau fyrirtæki sem verkfallið náði til,“ segir í tilkynningu Margrétar til starfsfólks. 

„Tekið skal fram að forsvarsmenn Eflingar hafa ekki leitað til okkar beint til að leiðrétta túlkun Icelandair hótela á greiðslum félagsins til stéttarfélagsmanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert