Hví kólnaði slóð elskhugans?

Boris Quatram rannsakaði Geirfinnsmálið.
Boris Quatram rannsakaði Geirfinnsmálið. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Í lögregluskýrslum kemur fram að eiginkona Geirfinns hafi haldið við annan mann þegar maður hennar hvarf. Þessi maður var aldrei skoðaður sérstaklega og ekki tekin af honum formleg skýrsla.  Mér segir svo hugur að flestir lögreglumenn hefðu gert það, til að eyða allri óvissu. Í svona málum eru elskhugar sjálfsögð slóð að fylgja. Var þetta gáleysi eða vildi einhver halda hlífiskildi yfir þessum manni?“

Þetta segir þýski rannsóknarblaðamaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Boris Quatram en glæný heimildarmynd eftir hann í fjórum hlutum, Skandall, kemur í heilu lagi inn í Sjónvarp Símans Premium á þriðjudaginn kemur.

Í lögregluskýrslu, sem Sunnudagsblað Morgunblaðsins hefur undir höndum, kemur meðal annars fram að téður maður hafi komið heim til eiginkonu Geirfinns sunnudagskvöldið 17. nóvember 1974 eftir að Geirfinnur hafði farið á dansleik í Klúbbnum. Mun hann hafa verið hjá henni til kl. 2 um nóttina en þá var von á Geirfinni til baka. Þá mun elskhuginn hafa farið heim til vinkonu eiginkonu Geirfinns.

Geirfinnur hvarf 19. nóvember 1974.

Ómar Ragnarsson fréttamaður, Sævar Ciesielski og fleiri í réttarsal vegna ...
Ómar Ragnarsson fréttamaður, Sævar Ciesielski og fleiri í réttarsal vegna Geirfinnsmálsins. Ljósmynd/Emilía Björg Björnsdóttir

Sjálfur stóðst Boris ekki mátið og fór að grennslast fyrir um manninn. Kom þá í ljós að hann hafði flutt af landi brott árið 1976 og ekki snúið aftur. Hófst nú leit að manninum sem eftir japl, jaml og fuður skilaði árangri. Hann fannst í Þýskalandi. Af öllum löndum.

 „Við þurftum að kafa djúpt til að hafa uppi á þessum manni og fá staðfest að þetta væri í raun og veru hann. Leitin var mjög spennandi. Það er mikilvægt að skoða alla fleti og möguleika þegar svona mikið er í húfi og fyrir vikið mátti ég til með að hitta hann. Veit hann eitthvað sem komið gæti að gagni við rannsóknina?“

Maðurinn, sem verður hvorki nafngreindur hér né í myndinni, veitti Boris og Ingvari Þórðarsyni, framleiðanda myndarinnar, áheyrn. „Hann kemur ekki fram í mynd en við heyrum í honum.“

– Og?

„Það er ekki mitt hlutverk sem blaðamanns að bera menn sökum og mögulega kemur ekkert út úr því en nú er boltinn hjá lögreglu. Í ljósi þess hvernig Geirfinnsmálið hefur þróast hlýtur hún að vilja ná tali af þessum manni. Hvort sem hann býr yfir gagnlegum upplýsingum eður ei. Hann hefur aldrei verið yfirheyrður að neinu gagni. Hér er augljóslega um nýja slóð að ræða sem gæti verið tilefni til að opna málið að nýju. Hvort það leiðir síðan til þess að málið leysist er önnur saga.“

Ítarlega er rætt við Boris Quatram í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Boris Quatram ræðir við Erlu Bolladóttur í mynd sinni.
Boris Quatram ræðir við Erlu Bolladóttur í mynd sinni. Stilla
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða ofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

Í gær, 11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

Í gær, 11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

Í gær, 11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »