Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði.
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður var sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudaginn í síðustu viku. Eiginkona hans kom fyrir dóminn og naut aðstoðar túlks við að lýsa því yfir að hún hefði ekki greint rétt frá atvikum málsins fram að þessu og hefði hug á því að draga kæru sína í málinu til baka.

Henni var þá tjáð að það væri ekki hægt, en þá sagðist hún ekki vilja ræða málið frekar, þetta hefi verið erfiður tími fyrir hana og eiginmann hennar, þar sem þau hefðu bæði gert mistök sem þau hefðu lært af.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, 7. janúar 2017, kýlt konuna nokkrum höggum með krepptum hnefa í andlit og rifið í hár hennar, þannig að hún flúði út á svalir íbúðar þeirra, sem eru á þriðju hæð og hékk þar þar til að nágranni á hæðinni fyrir neðan greip í hana og kippti henni inn á sínar svalir. Konan hlaut bólgur og hruflur við hægra auga og mjög bólgið hægra hné, eftir fall á svalirnar fyrir neðan. Konan tilkynnti um þetta og kærði eiginmann sinn eftir atvikið og var maðurinn handtekinn.

Konan fór síðar fram á nálgunarbann gagnvart manninum, sem var í gildi til 3. júlí 2017, auk þess sem hann sætti brottvísun af heimili þeirra í sjö mánuði eftir atvikið, að því er fram kemur í dómnum. Þau búa þó saman í dag.

Nágranninn, sem hjálpaði konunni inn á svalirnar á 2. hæð, lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði setið heima með fjölskyldu sinni er hann heyrði öskur, líkt og væri verið að meiða einhvern. Hann hafi þá litið út og séð konuna hanga niður af svölunum fyrir ofan. Hann sagðist hafa gripið um fætur hennar og dregið hana inn á svalirnar og að hún hefði sýnilega verið í miklu uppnámi, en síðan farið úr íbúð hans. Ákærði í málinu hefði svo komið að leita að konu sinni, verið bæði reiður og ógnandi að sjá og megn áfengisþefur hefði verið af honum.

Læknir sagði konuna hafa óttast um líf sitt

Lögreglumenn sem töluðu við konuna eftir að hún kom á lögreglustöð og kærði eiginmann sinn sögðu báðir fyrir dómi að hún hefði verið í miklu uppnámi. Hið sama sagði læknir sem tók á móti konunni á sjúkrahúsi HSS eftir atvikið.

Læknirinn kvaðst muna hversu hrædd konan hefði verið og að hún hefði lýst því fyrir honum að hún óttaðist um líf sitt og þess vegna kastað sér fram af svölunum. Læknirinn gat fyrir dómi ekki útilokað að áverkarnir sem konan hlaut, þar á meðal á gagnauga, hefðu komið til við fall niður af svölunum.

Ákærði í málinu neitaði því að hafa lagt hendur á konu sína, en sagði þau hafa verið að rífast og hún hlaupið út á svalir og ætlað að stökkva niður. Hann hefði þá farið á eftir henni og gripið í jakka hennar og haldið henni þannig í nokkra stund áður en nágranninn kom aðvífandi og togaði hana inn á neðri svalirnar. Hann sagðist telja að allir áverkar konunnar stöfuðu af því að hún hefði hangið utan á svölunum.

Mat dómara við Héraðsdóm Reykjaness var að þar sem konan hefði breytt framburði sínum fyrir dómi og engir aðrir sjónarvottar væru að því ofbeldi sem lýst er í ákæru, auk þess sem ekki væri hægt að útiloka að áverkar hennar hefðu einungis stafað af því að fara fram af svölunum, þætti sekt mannsins ekki nægilega sönnuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða ofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »

Kólnar smám saman í veðri

Í gær, 20:51 Það gengur í norðan og norðaustan 8-13 m/s með rigningu eða slyddu á austanverðu landinu seint í kvöld og nótt, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá. Það mun snjóa á fjallvegum og því má búast við versnandi færð þar. Meira »

Aldrei fóru fleiri vestur

Í gær, 20:20 „Það var ekkert drama, allt gekk upp og meira til, og aðsóknin hefur aldrei verið meiri,“ segir Kristján Freyr Hall­dórs­son, rokk­stjóri tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Aldrei fór ég suður. Meira »

Innnes hækkar ekki vöruverð

Í gær, 18:49 Engar verðhækkanir vegna nýrra kjarasamninga eru í farvatninu hjá Innnesi, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir samningamenn hafa sýnt skynsemi og að hinn nýi kjarasamningur sé góður. Meira »

Fiskeldi svar við risavöxnum áskorunum

Í gær, 18:23 Útflutningsverðmæti fiskeldis á ársgrundvelli hér á landi gæti komið til með að slaga hátt upp í útflutningsverðmæti þorskaflans, þegar okkur tekst að nýta burðarþol fjarðanna samkvæmt fyrirliggjandi burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Ekki hótun hjá ÍSAM

Í gær, 18:03 „Ég skil vel að þetta hafi vakið eftirtekt, en ég skil ekki að menn skuli líta á þetta sem einhverja hótun eða klofning hjá SA. Þá er búið að snúa hlutunum svolítið á hvolf,“ segir Hermann Stefánsson, forstjóri ÍSAM. Meira »

Humarpizza er ekkert pizza!

Í gær, 17:30 Á Glóð á Egilsstöðum má nú fá eldbakaða pizzu sem að sögn eigandans er nákvæmlega eins og þú myndir fá hana í Róm. Hann flutti inn menntaðan pizzubakara, sem tekur sér 50 klukkustundir í að gera deigið. Meira »

Klifraði ölvaður upp á þak

Í gær, 17:25 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í einu og öðru að snúast á þessum páskadegi. Snemma í morgun barst lögreglu tilkynning frá fjölbýlishúsi í Hlíðunum í Reykjavík um að ölvaður ungur maður hefði farið út á svalir á fjórðu hæð og þaðan upp á þakið. Meira »

Skelfileg sjón blasti við eigandanum

Í gær, 16:55 „Eigandi þessarar bifreiðar lenti í því að hjólbarði sprakk á bifreiðinni í gærkvöldi. Bifreiðin var skilin eftir á Stapavegi rétt hjá Stofnfiski í Vogum á Vatnsleysuströnd. Er eigandinn kom að bifreiðinni í morgun blasti þessi sjón við honum,“ skrifar lögreglan á Suðurnesjum í færslu á Facebook. Meira »

Íslendingar á Sri Lanka óhultir

Í gær, 14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru á Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

Í gær, 14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

Í gær, 14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

Í gær, 14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

Í gær, 12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

Í gær, 11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

Í gær, 11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

Í gær, 11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...