Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði.
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður var sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudaginn í síðustu viku. Eiginkona hans kom fyrir dóminn og naut aðstoðar túlks við að lýsa því yfir að hún hefði ekki greint rétt frá atvikum málsins fram að þessu og hefði hug á því að draga kæru sína í málinu til baka.

Henni var þá tjáð að það væri ekki hægt, en þá sagðist hún ekki vilja ræða málið frekar, þetta hefi verið erfiður tími fyrir hana og eiginmann hennar, þar sem þau hefðu bæði gert mistök sem þau hefðu lært af.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, 7. janúar 2017, kýlt konuna nokkrum höggum með krepptum hnefa í andlit og rifið í hár hennar, þannig að hún flúði út á svalir íbúðar þeirra, sem eru á þriðju hæð og hékk þar þar til að nágranni á hæðinni fyrir neðan greip í hana og kippti henni inn á sínar svalir. Konan hlaut bólgur og hruflur við hægra auga og mjög bólgið hægra hné, eftir fall á svalirnar fyrir neðan. Konan tilkynnti um þetta og kærði eiginmann sinn eftir atvikið og var maðurinn handtekinn.

Konan fór síðar fram á nálgunarbann gagnvart manninum, sem var í gildi til 3. júlí 2017, auk þess sem hann sætti brottvísun af heimili þeirra í sjö mánuði eftir atvikið, að því er fram kemur í dómnum. Þau búa þó saman í dag.

Nágranninn, sem hjálpaði konunni inn á svalirnar á 2. hæð, lýsti því í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði setið heima með fjölskyldu sinni er hann heyrði öskur, líkt og væri verið að meiða einhvern. Hann hafi þá litið út og séð konuna hanga niður af svölunum fyrir ofan. Hann sagðist hafa gripið um fætur hennar og dregið hana inn á svalirnar og að hún hefði sýnilega verið í miklu uppnámi, en síðan farið úr íbúð hans. Ákærði í málinu hefði svo komið að leita að konu sinni, verið bæði reiður og ógnandi að sjá og megn áfengisþefur hefði verið af honum.

Læknir sagði konuna hafa óttast um líf sitt

Lögreglumenn sem töluðu við konuna eftir að hún kom á lögreglustöð og kærði eiginmann sinn sögðu báðir fyrir dómi að hún hefði verið í miklu uppnámi. Hið sama sagði læknir sem tók á móti konunni á sjúkrahúsi HSS eftir atvikið.

Læknirinn kvaðst muna hversu hrædd konan hefði verið og að hún hefði lýst því fyrir honum að hún óttaðist um líf sitt og þess vegna kastað sér fram af svölunum. Læknirinn gat fyrir dómi ekki útilokað að áverkarnir sem konan hlaut, þar á meðal á gagnauga, hefðu komið til við fall niður af svölunum.

Ákærði í málinu neitaði því að hafa lagt hendur á konu sína, en sagði þau hafa verið að rífast og hún hlaupið út á svalir og ætlað að stökkva niður. Hann hefði þá farið á eftir henni og gripið í jakka hennar og haldið henni þannig í nokkra stund áður en nágranninn kom aðvífandi og togaði hana inn á neðri svalirnar. Hann sagðist telja að allir áverkar konunnar stöfuðu af því að hún hefði hangið utan á svölunum.

Mat dómara við Héraðsdóm Reykjaness var að þar sem konan hefði breytt framburði sínum fyrir dómi og engir aðrir sjónarvottar væru að því ofbeldi sem lýst er í ákæru, auk þess sem ekki væri hægt að útiloka að áverkar hennar hefðu einungis stafað af því að fara fram af svölunum, þætti sekt mannsins ekki nægilega sönnuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

12:19 Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

11:50 Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

10:50 Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »

Tímaferðalag Ævars á svið

10:00 Ævar Þór Benediktsson hefur samið við Þjoðleikhúsið um að ný gerð af Þínu eigin leikriti verði frumsýnd á næsta leikári í leikstjórn Stefáns Halls Stefánssonar. Nýja leikritið verður byggt á bók Ævars Þitt eigið ævintýri – Tímaferðalag. Meira »

Skíðafærið á skírdag

09:24 Þrátt fyrir að skíðasnjó sé því miður ekki lengur að finna á suðvesturhorni landsins og búið sé að loka Bláfjöllum og Skálafelli endanlega þennan veturinn, er enn eitthvað af skíðasnjó í brekkunum fyrir norðan, austan og vestan. mbl.is tók saman stöðuna. Meira »

Sprett úr skíðaspori á Ísafirði í aðdraganda páskanna

09:07 Gleðin skein úr hverju andliti á Ísafirði í gær þegar sprettskíðaganga Craftsport hófst, en gangan markaði upphaf hinnar árlegu skíðaviku á Ísafirði. Meira »

250 þúsund króna munur vegna aldurs

08:18 Um 250 þúsund króna munur getur verið á ábyrgðartryggingu ökutækis á milli tryggingarfélaga, miðað við tilboð sem ungur ökumaður fékk í ökutækjatryggingu frá tveimur tryggingarfélögum. Meira »

Ekki gerðar tímakröfur á flugmenn

08:13 Þegar Icelandair ræður flugmenn til starfa er ekki gerð grunnkrafa um tiltekinn fjölda flugtíma, heldur hafa þær kröfur með tímanum vikið fyrir öðruvísi kröfum. Meira »

Færri fara á fjöll um páska en áður

07:57 Páskarnir eru tími sem fólk nýtir gjarnan í ferðalög um landið. En hvert liggur straumur Íslendinga í páskafríinu?  Meira »

Eldur kviknaði á hjúkrunarheimili

07:51 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var sent af stað um kl. 7 í morgun vegna tilkynningar um eld í matsal á hjúkrunarheimili í Boðaþingi í Kópavogi. Eldurinn reyndist minniháttar. Meira »

Handalögmál vegna starfa bingóstjóra

07:17 Kona var slegin í andlitið eftir að hún reyndi að koma manni sem stýrði bingóleik á Gullöldinni í Grafarvogi til varnar, en sá hafði verið sakaður um svindl. Að öðru leyti byrjar páskahelgin vel hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Fréttaþjónusta mbl.is um páskana

05:30 Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 20. apríl. Fréttaþjónusta verður um páskana á mbl.is. Hægt er að koma ábendingum um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskrifendaþjónustan er opin í dag frá kl. 8-12. Meira »
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Svartar Fjaðrir, 1919, Davíð Stefánsson, frumútg., Det Höje Nord ...
til sölu volvo
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Þreyttur á geymslu- ólykt í ferðavagni.
Eyðir flestri ólykt. Ertu búinn að sækja bílinn úr vetrargeymslu, er ólykt í bíl...