Þrír unnu 92 milljónir króna

AFP

Fyrsti vinningur í Eurojackpot-lottóinu, upp á tæpa 7 milljarða króna, gekk ekki út í kvöld en þrír heppnir lottóspilarar eru hins vegar rúmum 92 milljónum króna ríkari eftir að hafa unnið annan vinninginn. Vinningsmiðarnir þrír voru keyptir í Noregi, Póllandi og Finnlandi.

Enn fremur unnu níu spilarar tæpar 11 milljónir króna hver í þriðja vinning. Fjórir miðarnir voru keyptir í Þýskalandi en hinir í Danmörku, Tékklandi, Svíþjóð, Finnlandi og á Ítalíu.

mbl.is