Munu bananar bjarga ferðaþjónustunni?

Á þessari þrívíddarmynd má sjá hvernig svæðið við Stekkjarbakka gæti ...
Á þessari þrívíddarmynd má sjá hvernig svæðið við Stekkjarbakka gæti litið út gangi hugmyndin um gróðurhvelfingarnar eftir. Teikning/Landslag

„Einn Íslendingur hefur uppi djörf áform um að hrista upp í ferðaþjónustunni og gera lífið ánægjulegra fyrir heimamenn með því að reisa upphitaðar gróðurhvelfingar þar sem hægt verður að rækta matvæli og bjóða upp á ýmiss konar þægindi.“

Svona er áformum Hjördísar Sigurðardóttur, frumkvöðuls og framkvæmdastjóra Spor í sandinn, lýst í grein Bloomberg undir yfirskriftinni: „Bananar gætu orðið næsta stórmálið á Íslandi.“

Hvelfingin mun fá nafnið ALDIN Biodome og þar verður gestum, að sögn Hjördísar, boðið upp á fjöl­breytta nátt­úru­upp­lif­un und­ir sam­felld­um hvolfþökum. Hugmyndin er að hvelfingin verði staðsett í Löngugróf, norðan Stekkjarbakka og sunnan þeirra marka sem skilgreina hugmyndir um svokallaðan borgargarð í Elliðaárdal.

Undirbúningur hefur staðið yfir í fjögur ár og í janúar auglýstu skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík nýtt deili­skipu­lag fyr­ir þró­un­ar­svæðið Stekkj­ar­bakki Þ73. Í skipulaginu, sem nú fer í opna kynn­ingu, er gert ráð fyr­ir að ALD­IN Bi­odome rísi. Svæðið er alls um 4.500 fermetrar.

Hugmyndin er að í hvelfingunni verði gróðursælt umhverfi undir glerþökum þar sem íbúar og gestir geti sótt ýmiss konar þjónustu og upplifanir í þægilegum hita og gróðurilm allt árið um kring. Sjálf lýsti Hjördís ALDIN Biodome með eftirfarandi hætti á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu: „Mark­miðið er að fólk geti sótt sér orku í ALD­IN Bi­odome en jafn­framt sinnt fjöl­breytt­um verk­efn­um dag­legs lífs. Þar verður hægt að stunda vinnu og sækja fundi, versla á græn­um markaði og njóta afþrey­ing­ar. Þá er hugað að heils­unni t.a.m. með ljósameðferð og hug­leiðslujóga. Einnig verða í ALD­IN Bi­odome veit­ingastaðir og kaffi­hús sem fram­reiða mat­væli beint af beði.“

Hjördís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Spor í sandinn, við líkan gróðurhvelfinganna. Undirbúningur ...
Hjördís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Spor í sandinn, við líkan gróðurhvelfinganna. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í fjögur ár. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Um 300-400 þúsund gestir á ári

Hjördís segir í samtali við Bloomberg að til verksins verði jarðvarmaorka notuð til að reisa þrjár hvelfingar og verður sú stærsta á stærð við fótboltavöll, á sex hæðum. „Við getum gert svo margt við þessa orku,“ segir Hjördís.  

Áætlað er að verkið kosti alls tæpan fjóran og hálfan milljarð króna. Meðal fjárfesta eru Arion banki og arkítektarfyrirtækið WilkinsonEyre. Hjördís segist sannfærð um að ALDIN-hvelfingin verði arðbær og muni hjálpa til við að blása lífi í ferðaþjónustu á Íslandi. Áætlað er að um 300-400 þúsund gestir heimsæki hvelfingarnar árlega. Ef allt gengur eftir mun ALDIN Biodome taka á móti fyrstu gestum árið 2021.

„Ástríða mín er að sjá þetta [gróðurhvelfingarverða að nútímainnviðum í borgum framtíðarinnar. Til að komast út úr steypta frumskóginum sem við búum í,“ segir Hjördís í samtali við Bloomberg.

Hvelfingin mun fá nafnið ALDIN Biodome og þar verður gestum ...
Hvelfingin mun fá nafnið ALDIN Biodome og þar verður gestum boðið upp á fjöl­breytta nátt­úru­upp­lif­un und­ir sam­felld­um hvolfþökum. Teikning/Landslag
Hugmyndin er að í hvelfingunni verði gróðursælt umhverfi undir glerþökum ...
Hugmyndin er að í hvelfingunni verði gróðursælt umhverfi undir glerþökum þar sem íbúar og gestir geti sótt ýmiss konar þjónustu og upplifanir í þægilegum hita og gróðurilm allt árið um kring. Teikning/Landslag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hafa rætt orkupakkann í um 50 tíma

Í gær, 23:52 Þriðja kvöldið í röð stefnir í að næturumræður fari fram á Alþingi um þriðja orkupakkann. Síðustu sólarhringa hafa nær eingöngu þingmenn Miðflokksins haldið ræður í síðari umræðu um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann og þessa stundina eru eingöngu þingmenn Miðflokksins á mælendaskrá. Meira »

Bílvelta í Hörgárdal

Í gær, 23:33 Ung kona var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir að hafa velt bifreið sinni á Staðarbakkavegi, skammt við bæinn Staðartungu, í Hörgárdal í kvöld. Meira »

Hugsi yfir stöðu uppljóstrara

Í gær, 22:30 Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru Halldórsdóttur, segir umbjóðanda sinn nokkuð sátta með úrskurð Persónuverndar og að hún sé reiðubúin að eyða upptökunum frá því á Klaustri 20. nóvember síðastliðinn. Þetta kom fram í viðtali við lögmann Báru í tíufréttum á RÚV. Meira »

Borðtennis í blóðinu

Í gær, 22:15 Systkinin Gestur, Eiríkur Logi og Guðbjörg Vala, börn Guðrúnar Gestsdóttur og Gunnars Skúlasonar, urðu samtals fimmfaldir Íslandsmeistarar í borðtennis á dögunum. Meira »

„Bjóða ódýrasta dropann sem er í boði“

Í gær, 21:59 Tvö ár verða á morgun frá því að Costco hóf starfsemi á Íslandi. Hver hafa „Costco-áhrifin“ verið á hinn almenna neytanda síðan þá? mbl.is ræddi við einstaklinga sem gæta að hagsmunum neytenda og allir eru þeir sammála um að mestu muni um samkeppnina sem Costco veitir á eldsneytismarkaði. Meira »

Gengu með dýragrímur á Dýradaginn

Í gær, 20:30 „Þetta gekk vonum framar. Við stefnum að því að þetta verði árlegur viðburður og Jane Goodall hefur sýnt því áhuga að mæta á næsta ári,“ segir Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd. Landvernd stóð fyrir Dýradeginum sem haldinn var hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, á degi líffræðilegs fjölbreytileika. Meira »

Var farin að ímynda mér það versta

Í gær, 20:20 „Það ríkti aldrei nein óeining innan Hatara. Við vorum öll á sömu blaðsíðu, jafnvel þó ég hafi verið hrædd eftir þetta,“ segir Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara. Greint var frá óeiningu eftir að Hatari veifaði palestínska fánanum á Eurovision en Sólbjört segir það af og frá. Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun, kúgun og blekkingu

Í gær, 19:50 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa á um 20 mánaða tíma­bili villt á sér heim­ild­ir í sam­skipt­um við konu á sam­fé­lags­miðlin­um Snapchat, fengið hana hana til að senda sér nekt­ar­mynd­ir og notað þær til að kúga hana til kyn­maka með öðrum mönn­um. Meira »

Bára braut af sér

Í gær, 19:37 Stjórn Persónuverndar komst að þeirri niðurstöðu í dag að Bára Halldórsdóttir hefði brotið af sér þegar hún tók upp samtal þingmanna Miðflokksins á Klaustri í lok nóvember á síðasta ári. Henni var ekki gert að greiða sekt. Meira »

Verði stærsta timburhús landsins

Í gær, 19:24 Samkvæmt vinningstillögu fyrir skipulag á lóð við Malarhöfða og Sævarhöfða, þar sem nú er Malbikunarstöðin, er gert ráð fyrir að reisa stærsta timburhús landsins með sem samtals verður um 22 þúsund fermetrar að stærð, þar af um 17 þúsund fermetrar af íbúðum. Meira »

Mótmælti Katrínu og Jóni Atla

Í gær, 19:08 Mótmælandi með gjallarhorn setti svip sinn á opnun ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag þegar hún mótmælti stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum innflytjenda. Meira »

Úrskurðaður í nálgunarbann og gæsluvarðhald

Í gær, 18:42 Karlmaður sem var á mánudag úrskurðaður í sex mánaða nálgunarbann vegna rökstudds gruns um að hafa beitt fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu sína lík­am­legu, and­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í eina viku. Meira »

„Hinn besti reytingur“

Í gær, 18:30 „Það var jafn og góður afli allan túrinn, hinn besti reytingur. Við vorum einungis að veiðum í rétt rúmlega þrjá sólarhringa þannig að aflinn fór yfir 30 tonn á sólarhring. Við vorum í ýsu og þorski á Lónsbugtinni og síðan héldum við í Berufjarðarálinn og enduðum túrinn í Hvalbakshallinu.“ Meira »

Hafi enn tíma til að sjá að sér

Í gær, 18:19 Efling stendur fast á því að rifta kjarasamningi við hótelstjórann Árna Val Sólonsson vegna þess sem stéttarfélagið segir að séu ólöglegar hópuppsagnir á hótelunum Capital-Inn, Park Hotel og City Center Hotel sem Árni rekur. Meira »

Ekki hagkvæm lausn á sorphirðu

Í gær, 17:55 „Mitt mat er það að staðan er ekki góð. Það er greinilegt að þarna erum við með opna hauga,“ segir formaður Landverndar eftir ferð að urðun­ar­stöðinni í Fífl­holti á Mýr­um til að skoða aðstæður. Ljóst sé þó að góður vilji og þekking sé þó til að bregðast við. Meira »

300 íbúðir við Lágmúla

Í gær, 17:39 Vinningstillaga fyrir skipulag á lóð við gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar gerir ráð fyrir 4-8 hæða byggingu sem verður samtals 10.360 fermetrar, þar af verslanir á fyrstu tveimur hæðunum, skrifstofur á næstu tveimur og 300 íbúðir í svokölluðu „co-living“ umhverfi þar fyrir ofan. Meira »

Eitt stórfellt fíkniefnalagabrot í apríl

Í gær, 17:20 Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða í aprílmánuði og fjölgaði innbrotum í fyrirtæki og stofnanir þar af hlutfallslega mest. Þá fjölgaði tilkynningum um eignaspjöll á milli mánaða og voru alls 124 í aprílmánuði. Meira »

„Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi“

Í gær, 17:06 „Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is innt eftir viðbrögðum hennar við þeirri ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í morgun að lækka vexti um 0,5% í 4%. Meira »

Drífa á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga

Í gær, 16:29 Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði þing Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC) í gær þar sem rætt var um þann kafla í aðgerðaráætlun ETUC sem fjallar um „Traustara lýðræði og betri framtíð í Evrópu fyrir vinnandi fólk“. Meira »
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Verð ekki við vinnu fyr en um eða eftir miðjan mars . SIMI 863-2909...
Jöklar - Hús fyrir ferðaþjónustu
Jöklar hafa átt miklu fylgi að fagna frá því þau komu fyrst á sjónarsviðið, vori...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...