Munu bananar bjarga ferðaþjónustunni?

Á þessari þrívíddarmynd má sjá hvernig svæðið við Stekkjarbakka gæti …
Á þessari þrívíddarmynd má sjá hvernig svæðið við Stekkjarbakka gæti litið út gangi hugmyndin um gróðurhvelfingarnar eftir. Teikning/Landslag

„Einn Íslendingur hefur uppi djörf áform um að hrista upp í ferðaþjónustunni og gera lífið ánægjulegra fyrir heimamenn með því að reisa upphitaðar gróðurhvelfingar þar sem hægt verður að rækta matvæli og bjóða upp á ýmiss konar þægindi.“

Svona er áformum Hjördísar Sigurðardóttur, frumkvöðuls og framkvæmdastjóra Spor í sandinn, lýst í grein Bloomberg undir yfirskriftinni: „Bananar gætu orðið næsta stórmálið á Íslandi.“

Hvelfingin mun fá nafnið ALDIN Biodome og þar verður gestum, að sögn Hjördísar, boðið upp á fjöl­breytta nátt­úru­upp­lif­un und­ir sam­felld­um hvolfþökum. Hugmyndin er að hvelfingin verði staðsett í Löngugróf, norðan Stekkjarbakka og sunnan þeirra marka sem skilgreina hugmyndir um svokallaðan borgargarð í Elliðaárdal.

Undirbúningur hefur staðið yfir í fjögur ár og í janúar auglýstu skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík nýtt deili­skipu­lag fyr­ir þró­un­ar­svæðið Stekkj­ar­bakki Þ73. Í skipulaginu, sem nú fer í opna kynn­ingu, er gert ráð fyr­ir að ALD­IN Bi­odome rísi. Svæðið er alls um 4.500 fermetrar.

Hugmyndin er að í hvelfingunni verði gróðursælt umhverfi undir glerþökum þar sem íbúar og gestir geti sótt ýmiss konar þjónustu og upplifanir í þægilegum hita og gróðurilm allt árið um kring. Sjálf lýsti Hjördís ALDIN Biodome með eftirfarandi hætti á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu: „Mark­miðið er að fólk geti sótt sér orku í ALD­IN Bi­odome en jafn­framt sinnt fjöl­breytt­um verk­efn­um dag­legs lífs. Þar verður hægt að stunda vinnu og sækja fundi, versla á græn­um markaði og njóta afþrey­ing­ar. Þá er hugað að heils­unni t.a.m. með ljósameðferð og hug­leiðslujóga. Einnig verða í ALD­IN Bi­odome veit­ingastaðir og kaffi­hús sem fram­reiða mat­væli beint af beði.“

Hjördís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Spor í sandinn, við líkan gróðurhvelfinganna. Undirbúningur …
Hjördís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Spor í sandinn, við líkan gróðurhvelfinganna. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir í fjögur ár. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Um 300-400 þúsund gestir á ári

Hjördís segir í samtali við Bloomberg að til verksins verði jarðvarmaorka notuð til að reisa þrjár hvelfingar og verður sú stærsta á stærð við fótboltavöll, á sex hæðum. „Við getum gert svo margt við þessa orku,“ segir Hjördís.  

Áætlað er að verkið kosti alls tæpan fjóran og hálfan milljarð króna. Meðal fjárfesta eru Arion banki og arkítektarfyrirtækið WilkinsonEyre. Hjördís segist sannfærð um að ALDIN-hvelfingin verði arðbær og muni hjálpa til við að blása lífi í ferðaþjónustu á Íslandi. Áætlað er að um 300-400 þúsund gestir heimsæki hvelfingarnar árlega. Ef allt gengur eftir mun ALDIN Biodome taka á móti fyrstu gestum árið 2021.

„Ástríða mín er að sjá þetta [gróðurhvelfingarverða að nútímainnviðum í borgum framtíðarinnar. Til að komast út úr steypta frumskóginum sem við búum í,“ segir Hjördís í samtali við Bloomberg.

Hvelfingin mun fá nafnið ALDIN Biodome og þar verður gestum …
Hvelfingin mun fá nafnið ALDIN Biodome og þar verður gestum boðið upp á fjöl­breytta nátt­úru­upp­lif­un und­ir sam­felld­um hvolfþökum. Teikning/Landslag
Hugmyndin er að í hvelfingunni verði gróðursælt umhverfi undir glerþökum …
Hugmyndin er að í hvelfingunni verði gróðursælt umhverfi undir glerþökum þar sem íbúar og gestir geti sótt ýmiss konar þjónustu og upplifanir í þægilegum hita og gróðurilm allt árið um kring. Teikning/Landslag
mbl.is

Bloggað um fréttina