Frestun frumvarps um þungunarrof hafnað

Fjöldi fólks fylgist með umræðunni um þungunarrof á þingpöllum.
Fjöldi fólks fylgist með umræðunni um þungunarrof á þingpöllum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþingi felldi rétt í þessu með 44 atkvæðum gegn 16 að fresta frumvarpi um þungunarrof. Mikill fjöldi er á þingpöllum á meðan þingstörf fara fram.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lagði til að frumvarp um þungunarrof yrði tekið af dagskrá þingsins. Sagði hann að biðlað hafi verið til meirihluta velferðarnefndar að reynt yrði að ná breiðari sátt um málið. Þá sagði hann að fullt tilefni væri til að fresta málinu.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tók undir orð Sigmundar og sagði mikilvægt yrði að fá meiri sátt um málið eins og áður hafi verið um málaflokkinn. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þessi sjónarmið og bað um að yrði látið á það reyna að ná sátt. Hann sagði jafnframt að ekki hafi verið gefinn nægilegur tími til umfjöllunar í nefndinni.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigríður Andersen, Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði einnig ástæðu til þess að ræða málið frekar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður flokks fólksins, kvaðst vilja fresta málinu.

Frá umræðunni um þungunarrof á Alþingi.
Frá umræðunni um þungunarrof á Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tók þá Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, til máls og sagði að sátt hafði ekki verið um málið og því væri umrædd tillaga um þungunarrof fyrir þinginu. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, taldi tillöguna ekki fela í sér sátt.

Inga Sæland gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Inga Sæland gerir grein fyrir atkvæði sínu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is