Spyr um hjásetu Íslands um mannréttindi

Rósa Björk Brynjólfsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. mbl.is/Hari

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hvort ríkisstjórnin hafi breytt um stefnu þegar kemur að málefnum Palestínu og hernumdu svæðanna.

Rósa Björk spyr hvers vegna Ísland sat hjá þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun um að fylgja skyldi alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum á hernumdu svæðunum í Palestínu og að réttað yrði yfir þeim sem brytu þau.

Í ályktuninni þar sem Ísland sat hjá voru hernaðaraðgerðir fordæmdar sem beinast meðal annars gegn börnum, óbreyttum borgurum og heilbrigðisstarfsfólki.

„Samræmist þessi hjáseta ályktun um viðurkenningu Íslands á Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið 1967?“ spyr Rósa Björk, og vill jafnframt svör hvort um stefnubreytingu af hálfu Íslands sé að ræða þegar kemur að málefnum Palestínu og hernumdu svæðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert