Lundar sestir upp í Hrísey

Árni Halldórsson, Freyr Antonsson og Bjarni Ómar Guðmundsson með lundana …
Árni Halldórsson, Freyr Antonsson og Bjarni Ómar Guðmundsson með lundana kínversku, sem eiga að laða til sín aðra af holdi og blóði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Settir hafa verið upp um 150 plastlundar á þremur stöðum á Hrísey í þeirri von að félagar þeirra, hinir lifandi, sem fljúga orðið í miklum mæli inn í Eyjafjörð til að afla sér fæðu, setjist þar að.

Hugmyndin kviknaði fyrir tveimur árum. Yfir 40 fuglategundir verpa í Hrísey og er vonast til að hin nýja tegund geti – ef þetta heppnast – orðið lyftistöng fyrir túrismann á svæðinu, enda er lundinn með alvinsælustu fuglum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Verkefnið er í höndum Whale Watching Hauganes, Arctic Adventures á Dalvík og heimamanna í Hrísey, með Bjarna Ómar Guðmundsson í broddi fylkingar, og er hugsað til fimm ára. Skili það árangri mun viðvera lunda í Hrísey skapa spennandi tækifæri fyrir heimamenn meðal annars gagnvart ferðamönnum sem sýna þessum einstaka fugli gríðarlegan áhuga, að sögn Aðalsteins Hjelm, markaðsstjóra hjá Whale Watching Hauganes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »