Datt aldrei í hug að þagga niður

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmenn Miðflokksins þökkuðu starfsfólki Alþingis fyrir að hafa staðið vaktina vel undanfarna daga og nætur. Þetta kom fram undir liðnum störf þingsins en umræða um þriðja orkupakkann stóð yfir í alla nótt og fram undir morgun. 

Forsætisnefnd Alþingis hefur ákveðið að bæta við þingfundum síðdegis á fimmtudag og föstudag ef á þarf að halda vegna umræðunnar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, að því hvort hann gæti hagað tímastjórninni betur en gert hafi verið undanfarna daga. Sigmundur nefndi að þegar hann var í ríkisstjórn hafi vinstri fólk verið í stjórnarandstöðu og þeim hafi ekki dottið í hug að þagga niður í því eða reyna að fela það sem það hafði að segja með því að láta það tala kl. 5, 6, 7 eða 8 um morgun.

Hann sagði tímastjórnina ekki vera til þess fallna að skila tæmandi umræðum eða flýta störfum þingsins.

Steingrímur kvaðst þiggja „góð ráð frá mönnum með mikla skipulagshæfileika“ en að lítið annað sé hægt að gera en að lengja þingfundi þegar ræða þarf hlutina vel og lengi. Tók hann jafnframt undir að starfsfólk Alþingis eigi mikinn heiður skilinn fyrir dugnað og ósérhlífni.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. mbl.is/Hari

19 klukkustunda umræður

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði 63% þjóðarinnar vera sammála flokknum varðandi þriðja orkupakkann og þess vegna vilji þeir tala við hópinn og sýna að hluti þingsins hlustar á það sem þjóðin hefur að segja.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, minntist á umræður gærdagsins hafi verið um nítján klukkustundir og lagði til að málið yrði tekið af dagskrá og og að utanríkismálanefnd myndi skoða hvort hægt yrði að svara einhverjum af þeim spurningum sem þingmenn Miðflokksins hafa kallað eftir.

Bergþór Ólason, fyrir miðju.
Bergþór Ólason, fyrir miðju. mbl.is/​Hari

Hrósuðu hver öðrum 

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, lagði til að forseti Alþingis skyldi prenta út þær spurningar sem þingmenn flokksins hafa lagt fram að undanförnu og dreifa þeim til þingmanna, til að hvetja þá til að koma í pontu og liðka fyrir þingstörfum.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, benti á að fyrstu sólarhringana sem umræðan um þriðja orkupakkann stóð yfir hafi þingmenn stjórnarflokkanna tekið virkan þátt í umræðunum. Dregið hafi úr áhuga þeirra þegar þingmenn Miðflokksins notuðu tímann til hrósa hver öðrum og spyrja spurninga sem þeir sjálfir svöruðu. Slíkt sé ekki gefandi. „Efnislegri umræðu um málið var lokið áður en þetta málþóf Miðflokksmanna hófst,“ sagði hann.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Hari

„Algjörlega glatað dæmi“

Að loknum liðnum störf þingsins tók við liðurinn óundirbúinn fyrirspurnartími. Þar spurði Sigmundur Davíð efnahags- og fjármálaráðherra hvort hann hefði kynnt sér átta fyrirvara norska stórþingsins við þriðja orkupakkanum. Fyrirvararnir snúi að atriðum sem menn hafi haft miklar áhyggjur af hérlendis.

Bjarni Benediktsson sagði stöðuna ekki að öllu leyti sambærilega á Íslandi og í Noregi þar sem Noregur hefur tengst evrópska orkunetinu. Hann sagði að Alþingi hefði fengið málið í sínar hendur þegar Sigmundur var forsætisráðherra og spurði hann að því hvaða atriði það væru sem fullnægja ekki samanburðinum við Noreg.

Sigmundur sagði það vera öll atriðin og svaraði Bjarni því þannig að í hvert sinn sem efnisleg umræða um þriðja orkupakkann fari fram við þingmenn Miðflokksins „afhjúpa þeir sig með rakaleysinu“.

„Dæmið sem er tekið hér er það að Norðmenn hafi áskilið sér rétt til þess að ráða því sjálfir hvort þeir leggi sæstreng,“ sagði Bjarni og nefndi að verið væri að leggja fyrir Alþingi þingmál sem einmitt kveður á um að það sé Alþingis að ráða í framtíðinni hvort hér verði lagður sæstrengur eða ekki.

„Hvernig fær þingmaðurinn það út að við séum að gera þetta með allt öðrum hætti en norska þingið. Þetta er algjörlega glatað dæmi,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Innlent »

Litla Grá og Litla Hvít komnar heim

23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu Hvítrar og Litlu Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít

21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

19:11 Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin. Meira »

7 sekúndna grænt ljós „algjörlega ólíðandi“

18:59 Bæjarstjóri Seltjarnarness ætlar að óska eftir svörum frá starfsbróður sínum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, vegna knapps græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýta sér á leið heim úr vinnu og daglegum störfum. Meira »

Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

18:45 Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð. Meira »

Magnús fær Tesluna ekki aftur

18:21 Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi. Meira »

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

17:38 Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira »

Vísa yfirlýsingum VR til föðurhúsanna

17:13 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu ætíð teknar með „hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga.“ Meira »

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

17:13 Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux. Meira »

Endurskoða löggjöf um réttarstöðu brotaþola

16:54 Tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis voru til umfjöllunar á ráðherranefndarfundi um jafnréttismál í dag, á kvenréttindadeginum. Dómsmálaráðherra mun hefja endurskoðun á löggjöf og lagaframkvæmd þegar í stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Kröfu um ógildingu vísað frá

16:52 Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna. Meira »

Sameiginleg samþykkt í fyrsta sinn

16:49 Nýverið tók ný lögreglusamþykkt gildi fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er samþykktin sú fyrsta í umdæminu sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði að því er fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar, en þar segir einnig að fyrir gildistöku samþykktarinnar hafi ekki verið gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Meira »

Greip fast um brjóst konu á dansleik

16:43 Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur. Meira »

Skoða afnám skerðinga lífeyris

16:03 Velferðarnefnd hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem biður um að lagt verði mat á kostnaði við að afnema tekjuskerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Feli slíkt ekki í sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð er hvatt til þess að lagt verði frumvarp fyrir Alþingi um afnám skerðinganna. Meira »

Læknar veri vakandi fyrir einkennum

15:50 „Læknar þurfa að vera vakandi fyrir sjaldgæfum sjúkdómum sérstaklega hjá Íslendingum sem ferðast erlendis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um þrjá íslenska ferðamenn sem greindust með chik­ung­unya-sótt eftir ferðalag á Spáni. Meira »

Bítast á um tillögur fjárlaganefndar

15:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að dökk tíðindi séu í breytingartillögum meirihluta nefndarinnar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segir að gagnrýni og vinna minnihlutans og Öryrkjabandalagsins hafi aftur á móti skilað heilmiklum árangri og haft áhrif á breytingartillögurnar. Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
4 herb Íbúð til leigu
Til leigu er 4 herbergja íbúð í Laufengi, hverfi 112, Reykjavík. Verð 260 þús má...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. Fullbókað er til 23.7. en hægt er...
Bang & Olufsen hljómtæki til sölu
til sölu um 10 ára gömul Bang og Olufsen hljómtæki. Beosound 4000, Beolab 4000 s...