Einar Ben á Alþingi

Þorsteinn Sæmundsson.
Þorsteinn Sæmundsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þriðju nóttina í röð ræða þingmenn Miðflokksins um þriðja orkupakkann og hefur umræðan farið víða. Á öðrum tímanum í nótt bað Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, menn um að halda sig við umræðuefnið og sleppa upplestri á kveðskap Einars Benediktssonar nema þá á kvæðinu Dettifossi.

Vísaði Steingrímur til þingskaparlaga og sagðist fúslega fallast á að upprifjun á virkjunarsögunni sé orkutengd og gerir ekki athugasemd við að hún sé rifjuð upp í ræðustól á Alþingi. Hið sama eigi við um stórmerkilegar teikningar sem gerðar voru á vegum Einars Ben á mögulegu stöðvarhúsi við Búrfellsvirkjun fyrir um 100 árum. En tæplega kveðskapur Einars almennt. Vísar Steingrímur þar til þess að Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, boðaði að koma með ljóðasafn hans í ræðustól. Taldi Steingrímur að þar mætti helst heimfæra kvæðið Dettifoss inn í umræðuna en vandinn væri sá að það væri lakara en kvæði Kristjáns fjallaskálds um sama foss. 

Fundi var slitið klukkan 6:01 í morgun og hefst að nýju klukkan 15:30.

Þingmenn Miðflokksins sátu að mestu einir að ræðustólnum í nótt líkt og í gær. Þingfundurinn stóð raunar frá klukkan 13.30, eða í rúmar 19 klukkustundir í gær. Er þetta sá þingfundur sem staðið hefur lengst fram á morgun frá því Alþingi var gert að einni málstofu. Fyrra metið var 19. desember 1996 þegar fundi var slitið kl. 7.59 morguninn eftir. Næturfundurinn fór í að ræða öryggi raforkuvirkja og fleiri mál. Dæmi eru um lengri fundi í deildum Alþingis á árum áður, til dæmis um kvótafrumvarpið 1984.

„Það hefur vissulega farið mikill og dýrmætur tími í þetta eina mál sem enn er til umræðu. Það er aðeins farið að setja áætlanir okkar úr skorðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, spurður um þinghaldið fram undan. Forsætisnefnd hefur brugðist við með því að lengja fundi fram á nótt og bæta við þingfundum, eftir nefndafundi í dag og á morgun. „Þetta fer fljótlega að bitna á þeim málum sem við annars hefðum verið að vinna með. Það verður enn þá verra ef ekki tekst að leysa málið fyrir helgi.“

Á meðan rætt er um þriðja orkupakkann afgreiða nefndirnar frá sér mál sem sett eru á dagskrá þingsins til síðustu umræðu en komast ekki að. Á fundi þingsins í gær voru 20 mál á dagskránni. Búist er við að það bætist á þann hlaða á nefndafundum í dag og á morgun en þá eiga nefndirnar að vera búnar að afgreiða helstu mál.

Steingrímur segir að staðan skýrðist betur undir lok vikunnar. Ef það mál sem nú tefur afgreiðslu annarra mála verður þá frá reiknar Steingrímur með að farið verði að ræða alvarlega um það hvernig hægt verði að ljúka þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun er stefnt að þingfrestun 5. júní. Fram til þess tíma eru 4 þingfundardagar, auk þeirra tveggja kvöldfunda sem boðaðir hafa verið, og svo eldhúsdagur fyrir almennar stjórnmálaumræður. Steingrímur segir að ef ekki takist að ljúka vinnunni á þessum tíma gæti þurft að funda eitthvað lengur.

Miðflokksmenn „reykspóla“ upp ræðulistann

Þingmenn Miðflokksins hafa nánast verið einráðir í þessum umræðum. Þeir flytja hverja ræðuna af annarri um málið og fara svo í andsvör hver við annan.

Þetta hefur orðið til þess að þingmenn flokksins hafa rokið upp listann yfir þá þingmenn sem lengst hafa talað á yfirstandandi þingi, 149. löggjafarþinginu.

Birgir Þórarinsson í Miðflokki er í nokkrum sérflokki og stefnir hraðbyri að titlinum „Ræðukóngur Alþingis.“ Þegar fundi var slitið í gærmorgun hafði Birgir flutt 518 ræður og athugasemdir á yfirstandandi þingi og talað samtals í 1.505 mínútur, eða 25 klukkustundir.

Þegar staðan var tekin fyrir rúmum mánuði, 19. apríl, voru þeir svo að segja hnífjafnir Birgir og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Þorsteinn heldur enn 2. sætinu, hefur talað í 1.108 mínútur. Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki hefur talað í 1.076 mínútur og nálgast nafna sinn óðfluga. Björn Leví Gunnarsson Pírati hefur talað í 907 mínútur og í 5. sæti er Ólafur Ísleifsson Miðflokki, sem hefur talað í 858 mínútur. Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki hefur talað lengst þingkvenna, eða í 847 mínútur. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki hefur talað lengst ráðherra eða í 790 mínútur.

Þingmenn Miðflokksins eru enn á mælendaskrá þegar þetta er skrifað á sjötta tímanum og óvíst hvenær þingfundi lýkur.

mbl.is

Innlent »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...