Einar Ben á Alþingi

Þorsteinn Sæmundsson.
Þorsteinn Sæmundsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þriðju nóttina í röð ræða þingmenn Miðflokksins um þriðja orkupakkann og hefur umræðan farið víða. Á öðrum tímanum í nótt bað Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, menn um að halda sig við umræðuefnið og sleppa upplestri á kveðskap Einars Benediktssonar nema þá á kvæðinu Dettifossi.

Vísaði Steingrímur til þingskaparlaga og sagðist fúslega fallast á að upprifjun á virkjunarsögunni sé orkutengd og gerir ekki athugasemd við að hún sé rifjuð upp í ræðustól á Alþingi. Hið sama eigi við um stórmerkilegar teikningar sem gerðar voru á vegum Einars Ben á mögulegu stöðvarhúsi við Búrfellsvirkjun fyrir um 100 árum. En tæplega kveðskapur Einars almennt. Vísar Steingrímur þar til þess að Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, boðaði að koma með ljóðasafn hans í ræðustól. Taldi Steingrímur að þar mætti helst heimfæra kvæðið Dettifoss inn í umræðuna en vandinn væri sá að það væri lakara en kvæði Kristjáns fjallaskálds um sama foss. 

Fundi var slitið klukkan 6:01 í morgun og hefst að nýju klukkan 15:30.

Þingmenn Miðflokksins sátu að mestu einir að ræðustólnum í nótt líkt og í gær. Þingfundurinn stóð raunar frá klukkan 13.30, eða í rúmar 19 klukkustundir í gær. Er þetta sá þingfundur sem staðið hefur lengst fram á morgun frá því Alþingi var gert að einni málstofu. Fyrra metið var 19. desember 1996 þegar fundi var slitið kl. 7.59 morguninn eftir. Næturfundurinn fór í að ræða öryggi raforkuvirkja og fleiri mál. Dæmi eru um lengri fundi í deildum Alþingis á árum áður, til dæmis um kvótafrumvarpið 1984.

„Það hefur vissulega farið mikill og dýrmætur tími í þetta eina mál sem enn er til umræðu. Það er aðeins farið að setja áætlanir okkar úr skorðum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, spurður um þinghaldið fram undan. Forsætisnefnd hefur brugðist við með því að lengja fundi fram á nótt og bæta við þingfundum, eftir nefndafundi í dag og á morgun. „Þetta fer fljótlega að bitna á þeim málum sem við annars hefðum verið að vinna með. Það verður enn þá verra ef ekki tekst að leysa málið fyrir helgi.“

Á meðan rætt er um þriðja orkupakkann afgreiða nefndirnar frá sér mál sem sett eru á dagskrá þingsins til síðustu umræðu en komast ekki að. Á fundi þingsins í gær voru 20 mál á dagskránni. Búist er við að það bætist á þann hlaða á nefndafundum í dag og á morgun en þá eiga nefndirnar að vera búnar að afgreiða helstu mál.

Steingrímur segir að staðan skýrðist betur undir lok vikunnar. Ef það mál sem nú tefur afgreiðslu annarra mála verður þá frá reiknar Steingrímur með að farið verði að ræða alvarlega um það hvernig hægt verði að ljúka þingstörfum. Samkvæmt starfsáætlun er stefnt að þingfrestun 5. júní. Fram til þess tíma eru 4 þingfundardagar, auk þeirra tveggja kvöldfunda sem boðaðir hafa verið, og svo eldhúsdagur fyrir almennar stjórnmálaumræður. Steingrímur segir að ef ekki takist að ljúka vinnunni á þessum tíma gæti þurft að funda eitthvað lengur.

Miðflokksmenn „reykspóla“ upp ræðulistann

Þingmenn Miðflokksins hafa nánast verið einráðir í þessum umræðum. Þeir flytja hverja ræðuna af annarri um málið og fara svo í andsvör hver við annan.

Þetta hefur orðið til þess að þingmenn flokksins hafa rokið upp listann yfir þá þingmenn sem lengst hafa talað á yfirstandandi þingi, 149. löggjafarþinginu.

Birgir Þórarinsson í Miðflokki er í nokkrum sérflokki og stefnir hraðbyri að titlinum „Ræðukóngur Alþingis.“ Þegar fundi var slitið í gærmorgun hafði Birgir flutt 518 ræður og athugasemdir á yfirstandandi þingi og talað samtals í 1.505 mínútur, eða 25 klukkustundir.

Þegar staðan var tekin fyrir rúmum mánuði, 19. apríl, voru þeir svo að segja hnífjafnir Birgir og Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Þorsteinn heldur enn 2. sætinu, hefur talað í 1.108 mínútur. Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki hefur talað í 1.076 mínútur og nálgast nafna sinn óðfluga. Björn Leví Gunnarsson Pírati hefur talað í 907 mínútur og í 5. sæti er Ólafur Ísleifsson Miðflokki, sem hefur talað í 858 mínútur. Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki hefur talað lengst þingkvenna, eða í 847 mínútur. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokki hefur talað lengst ráðherra eða í 790 mínútur.

Þingmenn Miðflokksins eru enn á mælendaskrá þegar þetta er skrifað á sjötta tímanum og óvíst hvenær þingfundi lýkur.

mbl.is

Innlent »

Costco sýknað af bótakröfu vegna tjóns

19:05 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Costco af kröfu konu um bætur vegna innkaupakerru sem rann á bíl hennar framan við verslunina í Garðabæ. Fór konan fram á rúmar 262 þúsund krónur í bætur vegna viðgerðar. Meira »

Fara í Garðabæ eftir 80 ár í Borgartúni

18:25 Vegagerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sínar frá Borgartúni í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Reginn og framkvæmasýsla ríkisins hafa gert samning um uppbyggingu og leigu á nýjum höfuðstöðvum á þessum stað, en þangað verður einnig flutt þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Meira »

Engin lending komin um þinglok

18:13 Enn þá virðist engin lending komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Viðræðurnar eru í gangi en hljóðið í mönnum er á þá leið að ekki sé mikill kraftur í viðræðunum. Meira »

Fjórir mjög hæfir í starf seðlabankastjóra

18:05 Hæfisnefnd hefur metið fjóra umsækjendur um starf seðlabankastjóra mjög hæfa, en það eru þeir Gylfi Magnússon, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­son, pró­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­son, ráð­gjafi seðla­banka­stjóra. Meira »

„Besta vor sem ég hef upplifað“

17:40 „Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anna Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu. Meira »

Forsetinn mætir á Packardinum á morgun

16:25 Á opnu húsi á Bessastöðum í dag voru gamlar forsetabifreiðar til sýnis. Gestir fengu líka að skoða sig um í vistarverum forsetans. Forsetinn verður á bíl frá 1942 á morgun, 17. júní. Meira »

Víkingar njóta lífsins í blíðunni

15:50 Víkingahátíð er enn í fullum gangi á Víðistaðatúni í Hafnarfirði, en þar hafa gestir, líkt og aðrir landsmenn, notið veðurblíðunnar um helgina. Meira »

Heiðrún komin í leitirnar

14:02 Heiðrún Kjartansdóttir, sem lýst var eftir seint í gærkvöld, er komin í leitirnar heil á húfi. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð. Meira »

Úr Sævarhöfða í Álfsnesvík

13:20 Björgun og Reykjavíkurborg hafa undirritað samkomulag um að fyrirtækið fái lóð undir starfsemi sína í Álfsnesvík á Álfsnesi, skammt frá urðunarsvæði Sorpu. Skipulagsferli er hafið og jafnframt er unnið að umhverfismati á svæðinu. Meira »

Varðeldur skapaði stórhættu

12:23 „Það er mjög alvarlegt að gera þetta og við erum að skoða málið. Þetta er inni í skógi og það er tilræði við almannahagsmuni að gera svona,“ segir Þórður Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, í samtali við mbl.is. Hann staðfestir að eldur hafi verið kveiktur á tjaldsvæði í Selskógi í nótt. Meira »

Segir húsmæðraorlof tímaskekkju

11:28 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segir að orlof húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu sé „algjör tímaskekkja“ en bærinn greiddi um þrjú hundruð þúsund kr. fyrir orlof húsmæðra í fyrra. Meira »

Gekk 100 kílómetra á 36 klukkutímum

10:36 „Þetta var miklu erfiðara en ég átti von á. Ástandið á líkamanum er eiginlega skelfilegt og sársauki allstaðar en allt í góðu samt,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is eftir að hann lauk 100 kílómetra göngu nú fyrr í morgun. Meira »

Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

10:15 Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Meira »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er vitað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
35 " Toyota LandC árg. sept. 2002
Dísel 164 hestöf sjálfskiptur. Akstur 256 þús: gott viðhald. Búið að sjóða í s...