Línur að skýrast hjá mjólkurfræðingum

Ekki er ólíklegt að komist verði að niðurstöðu um uppfærð …
Ekki er ólíklegt að komist verði að niðurstöðu um uppfærð kjör mjólkurfræðinga á næstunni. mbl.is/Árni Sæberg

Mjólkurfræðingafélag Íslands heldur á fund hjá ríkissáttasemjara á morgun en félagið vísaði viðræðum sín­um um nýj­an kjara­samn­ing við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara um miðjan mars sl. 

Í samtali við mbl.is segir Eiríkur Ingvarsson formaður að beðið hafi verið eftir því að iðnaðarmenn myndu semja. Þar sem því sé nú lokið hafi mjólkurfræðingar fengið samningsdrög í hendurnar og hafa verið að fara yfir málin. Eiríkur hljómar nokkuð vongóður og telur líklegt að línur fari að skýrast á næstu dögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert