Vonar að markaðurinn haldi sig á tánum

Verðstríð á eldsneytismarkaði er hafið á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdastjóri FÍB ...
Verðstríð á eldsneytismarkaði er hafið á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdastjóri FÍB telur að það gæti varað um nokkurt skeið. mbl.is/​Hari

„Það er aðeins meiri viðleitni til samkeppni á markaðnum, sem er jákvætt,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) um eldsneytisverðstríð olíufélaganna sem braust út á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Í samtali við mbl.is segist Runólfur vonast til þess að markaðurinn verði áfram á tánum.

Hann segir greinilegt að sú ákvörðun Atlantsolíu að lækka verð á stöð sinni við Sprengisand, niður í hið sama og hefur um nokkurt skeið verið í boði á stöð félagsins við Kaplakrika, hafi haft áhrif á aðra á markaðnum. Rót þessa liggi í Costco-áhrifunum á bensínverð, en Atlantsolía lækkaði verð sitt til þess að bregðast við verðlagningu Costco, handan við athafnasvæðið sem liggur í Hafnarfjarðarhrauni.

„Við erum að sjá að Dælan er að fara niður í mun lægra verð en áður var á öllum stöðvunum sínum. Við erum að sjá þar ekkert ósvipaða álagningu og víða annarsstaðar í nágrannalöndunum,“ segir Runólfur, en Dælan er þessa stundina að bjóða bensínlíterinn á 211,2 kr. á öllum sínum stöðvum og díselolíulíterinn á 201,8 kr. og einstaka stöðvar Atlantsolíu og Orkunnar bjóða upp á sambærileg verð.

Runólfur segir jákvæð tákn á lofti fyrir neytendur á eldsneytismarkaði, ...
Runólfur segir jákvæð tákn á lofti fyrir neytendur á eldsneytismarkaði, ekki síst vegna samruna verslunarkeðja og olíufélaga. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vonar að verðstríð dreifist um landið

Runólfur segir að heimsmarkaðsverð á olíu hafi verið að gefa aðeins eftir að undanförnu og því komi verðstríðið á heppilegum tíma.

„Þetta er bara vel og við bara vonum að markaðurinn verði áfram á tánum, það er það sem neytendur vilja. En svo verðum við líka að vonast til þess að þetta dreifist aðeins betur um landið, þetta sé ekki bara rígbundið við stór-Garðabæjarsvæðið,“ segir Runólfur, en algengt verð á eldsneyti í landsbyggðunum er um 25-30 kr. hærra en það lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Runólfur segir þó jákvæð tákn á lofti fyrir neytendur á eldsneytismarkaði. „Við erum að sjá að það eru komnir fleiri söluaðilar á markaðinn, til dæmis Dæluna sem er nýtt fyrirtæki. Þau virðast vilja marka sér spor sem félag sem selur orkuna á lægra verði.“

Fleiri muni taka upp þjónustutengingar

Spurður hvort að lækkandi álagning á eldsneyti sé það sem búast megi við á næstu misserum, segir Runólfur að hann telji svo vera, ekki síst vegna samruna á markaði.

„Ég held að þetta sé eitthvað sem við munum sjá breiðast meira út. Við getum átt von á því að við samruna þessara verslunarkeðja og stóru olíufyrirtækjanna, eins og N1 og Festis og Olís og Haga, þá verði meiri viðleitni til þess að hafa svona þjónustutengingu eins og er hjá Costco og er mjög algengt í nágrannalöndum okkar, að bjóða upp á lágt eldsneytisverð á þjónustusvæði stórverslana. Þannig að ég hef trú á því, já.“

mbl.is

Innlent »

Sumir kalla hann Ástarvitann

21:30 Eiginkonur sjómanna komu í vitann til að fara með bænir. Þær báðu fyrir því að þær myndu njóta hverrar stundar og hvers dags á meðan þær höfðu mennina sína á lífi. Enn kemur fólk til að biðja fyrir góðu. Meira »

Mánaðarbið eftir grænni tunnu

21:04 Sífellt fleiri kjósa að flokka sorp, einkum plastumbúðir, frá almennum úrgangi og setja í þartilgerða tunnu. Vegna mikillar eftirspurnar eftir grænni tunnu undir plast eru þær einfaldlega búnar í bili hjá Reykjavíkurborg. Biðtími eftir slíkri tunnu er um mánuður, samkvæmt upplýsingum frá borginni. Meira »

„Skiptir fyrirtækið miklu máli“

21:00 Fyrirtækið Sjótækni ehf. á Tálknafirði hefur staðist öryggisvottun samkvæmt alþjóðlegum staðli ISO-45001 og endurnýjun á umhverfisstaðlinum ISO-14001, eftir að norska vottunarstofan DNV-GL tók út starfsemi þess. Meira »

Samþykktu að afturkalla umboðið

20:37 Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í kvöld að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og tilnefna nýja í þeirra stað. Meira »

Gera ráð fyrir frábærri hátíð

20:30 Undirbúningur fyrir Secret Solstice-hátíðina hefur gengið vonum framar að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að koma til móts við kvartanir íbúa og mikil ánægja er með þá tónlistarmenn sem hlaupa í skarðið fyrir þá sem hafa forfallast. Meira »

Ævintýri á gönguför

20:25 Sagt hefur verið að Kristján Sveinsson stýrimaður sé eini maðurinn sem hafi gengið frá Vestmannaeyjum að Landeyjasandi. „Það man þetta ekki nokkur maður því þeir eru allir farnir sem voru með mér en strákarnir sögðu þetta og sagan er góð,“ segir Kristján dulur. Meira »

Þingi formlega frestað

20:06 Þingi var frestað þegar breytt fjármálaáætlun og -stefna höfðu verið samþykktar með meirihluta atkvæða þingmanna. Helga Bernódussyni fráfarandi skrifstofustjóra Alþingis voru þökkuð störfin. Meira »

Heimahjúkrun að óbreyttu lögð niður

19:30 Eftir að Sjúkratryggingar Íslands sögðu upp samningi við Heimahjúkrun barna stefnir í að starfsemin verði lögð af. Að sögn hjúkrunarfræðings eru foreldrar langveikra barna uggandi yfir stöðunni. Meira »

Coats fundaði með Guðlaugi Þór

19:28 Daniel Coats, yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið og átti stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi. Meira »

Götum lokað vegna Miðnæturhlaups

19:03 Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í kvöld, en þetta í 27. skipti sem hlaupið er haldið. Á þriðja þúsund hlauparar eru skráðir og þar af eru erlendir hlauparar yfir eitt þúsund talsins. Truflanir verða á umferð í Laugardal vegna hlaupsins, sem ræst verður kl. 21 í kvöld. Meira »

Þröngt en þægilegt í gámum mjaldranna

18:36 „Þetta var ótrúlega mikil upplifun að sjá þetta,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem horfði á mjaldurinn Litlu-Grá synda af stað í lauginni sinni í Vestmannaeyjum í gær. Meira »

Fengu 50 kjamma á Alþingi

18:25 „Þetta er í kringum 2010 sem menn fóru að taka sér saman um sviðaveislu um þau tímamót þegar fór að koma að lokum þings. Þetta hefur haldist, með einhverjum undantekningum, óslitið síðan,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um sviðaveislu þingmanna. Meira »

Fær 9,9 milljónir í skaðabætur

17:11 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Deloitte og Vátryggingafélag Íslands til þess að greiða útgerðar- og athafnamanninum Magnúsi Kristinssyni tæpar 9,9 milljónir króna í skaðabætur, vegna mistaka sem Deloitte gerði við vinnslu skattframtala Magnúsar fyrir tekjuárin 2007 og 2009. Meira »

Katrín fékk fyrstu íbúð íbúðafélagsins

17:09 Mörkuð voru tímamót í dag þegar Bjarg leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni sem fer á leigu. Greiðslubyrðin á ekki að verða meiri en 25% af heildartekjum. Meira »

Enn stefnt að skuldalækkun

16:56 Skuldir ríkissjóðs munu áfram lækka, en þó hægar en upphaflega var gert ráð fyrir, samkvæmt breyttri fjármálaáætlun sem lögð var fram á alþingi í dag. Í stað þess að hlutfallið fari niður í 20,9% árið 2022 er nú gert ráð fyrir að það verði 22,4% enda verði afgangur að rekstri ríkissjóðs minni en áður var lagt upp með. Meira »

Barnaníðsmál ekki fyrir Hæstarétt

16:49 Beiðni Kjartans Adolfssonar um að Hæstiréttur taki fyrir dóm Landsréttar um að hann sæti sjö ára fangelsisvistar fyrir að nauðga dætrum sínum hefur verið hafnað. Hæstiréttur taldi ekki tilefni til þess að endurskoða mat á sönnunargildi vitnisburðar hans, brotaþola eða vitna. Meira »

„Málið er bara ekki lengur pólitískt“

16:42 „Málið er bara ekki lengur pólitískt,“ segir formaður borgarráðs um eineltisásakanir á hendur Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa sem borist hafa eineltis- og áreitniteymis ráðhússins. Meira »

ÁTVR opið fyrir nýju neftóbaki

16:37 Sölubann ÁTVR á öðru neftóbaki en því sem stofnun framleiðir sjálf var aflagt um mánaðamót og verður það ekki tekið upp að nýju nema með aðkomu stjórnvalda. Viðskiptablaðið greinir frá þessu, fyrst fjölmiðla. Meira »

Sameining SÍ og FME samþykkt

16:19 Alþingi samþykkti í dag lög sem sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og verða stofnanirnar sameinaðar frá næstu áramótum. „Breytingar eru ekki gerðar á þeim verkefnum sem eru á ábyrgð þessara tveggja stofnana heldur lúta breytingarnar að sameiningu verkefna hjá einni stofnun.“ Meira »
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Biskupstungur- sól og sumar..
Eigum lausa daga í sumar. Gisting fyrir 5-6. Heitur pottur, leiksvæði í nágrenni...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Bókalind - antikbókabúð
Erum með fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matreiðslubæku...