Þingfundi slitið á fimmta tímanum

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/​Hari

Þingfundi, sem hófst klukkan 10 í morgun, var slitið rétt rúmlega fjögur síðdegis. Þá var atkvæðagreiðslum um 25 mál lokið en eins og kom fram í morgun voru 47 mál á dagskrá.

Þingfundur í dag var óvenju stuttur, ef miðað er við síðustu daga og vikur. Þeir hafa oft staðið langt fram á nótt og morgun í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann.

„Þetta gekk ágætlega seinni partinn í gær og í dag,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við mbl.is. Hann segist sáttur við ganginn en vissulega sé mikið verk óunnið.

„Þetta er ágætur áfangi í bili. Miðað við það hvernig gærdagurinn byrjaði þá lauk þessu alveg ágætlega,“ segir Steingrímur.

Ekkert samkomulag liggur enn fyrir um þinglok en næsti þingfundur verður á þriðjudagsmorgun, eftir hvítasunnuhelgi. „Auðvitað hafa menn eitthvað verið að tala saman og ég vona að það verði búið að gera meira af því áður en við komum saman aftur á þriðjudag,“ segir Steingrímur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert