Biðja Hamrén að veifa ekki vindlum

Guðni Bergsson formaður KSÍ.
Guðni Bergsson formaður KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við tökum þessum athugasemdum frá Krabbameinsfélaginu með jafnaðargeði. Við ræðum það við Erik að hann hafi ekki vindla uppi við á blaðamannafundum. Okkur er það ljúft og skylt að færa það í mál við hann,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um gagnrýni Krabbameinsfélagsins á vindlaþef Erik Hamréns, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi í gær eftir sigur Íslands á Tyrklandi.  

Guðlaug B. Guðjóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Krabba­meins­fé­lags höfuðborg­ar­svæðis­ins, sagði í viðtali við mbl.is fyrr í dag það sýndi dómgreindarleysi af hálfu Eriks að hann skyldi ætla að fagna sigri með tóbaksreykingum.    

Erik Hamrén var kátur í gærkvöld eftir sigur leiksins.
Erik Hamrén var kátur í gærkvöld eftir sigur leiksins. mbl.is/Eggert
mbl.is