„Óraunhæf og óábyrg“ fjármálastefna

Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að nú sé rétti tíminn ...
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að nú sé rétti tíminn til að auka fjárfestingar en ekki draga úr þeim. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aukin áhersla á fjárfestingu var þemað á fundi Viðreisnar í húsakynnum hreyfingarinnar að Ármúla 42 laust fyrir hádegi í dag. Þar fóru formaður og varaformaður yfir gagnrýni flokksins á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og kynntu tillögur Viðreisnar í málinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður sagði m.a. gagnrýnivert að ríkisstjórnin hefði þurft að endurskoða fjármálaáætlun hennar svo skjótu eftir að hún var sett og sagði hana bæði hafa verið „óraunhæfa og óábyrga“. Lagði hann áherslu á að einnig væri óábyrgt ef ríkisstjórnin setti nú fram endurskoðaða fjármálaáætlun sem aftur byggðist á of bjartsýnum spám um framtíðina.

Forsendur byggðar á „draumsýn“

Eins og áður segir var á fundinum lögð áhersla á að nú þegar „kólnun í hagkerfinu“ væri að eiga sér stað væri brýnt að ríkið réðist í auknar fjárfestingar frekar en að draga úr þeim, eins og ríkisstjórn áætlaði nú. Í samtali við mbl.is að fundi loknum sagði Þorsteinn spurður hvers vegna hann teldi að Viðreisn og ríkisstjórn hefðu svo ólíkar skoðanir á stefnunni sem nú ætti að taka í ríkisfjármálum: „Þessi ríkisstjórn var stofnuð utan um stóraukin ríkisútgjöld, ef svo mætti að orði komast. Það sem frá upphafi sameinaði þessa þrjá flokka voru áform um að „blása til stórsóknar“, eins og það var orðað, á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Við gagnrýndum það strax í upphafi að efnahagslegar forsendur slíkra útgjalda væru mjög veikar. Þær væru byggðar á of bjartsýnum hagspám, draumsýn í raun og veru, því þar var gert ráð fyrir fjórtán ára samfelldum hagvexti, sem hefur aldrei gerst í hagsögu Íslands. Við höfum frá upphafi sagt að þetta sé óábyrg stefna, og það er að koma á daginn.“

Þá bætti hann við að því miður væri það svo að fyrsta viðbragð væri ætíð að skera niður framkvæmdir, því það væri auðveldast. „Það er það sem er alltaf auðveldast að gera, að slá af eða fresta framkvæmdum. Nú erum við búin að fara í gegnum tímabil þar sem við brugðumst við efnahagshruninu með því að skera opinberar framkvæmdir algjörlega niður. [Í hlutfalli af landsframleiðslu hafa] þær hafa aldrei náð sér almennilega á strik aftur, og eru enn langt undir langtímameðaltali okkar. Þess vegna teljum við algjörlega óraunsætt, og einfaldlega ekki ganga upp, að ætla að bregðast við þessari niðursveiflu núna með sama hætti og áður.“

Í tillögum Viðreisnar sem kynntar voru var lögð áhersla á fjárfestingar í vegakerfinu. Spurður hvers vegna honum þætti skynsamlegast að fjárfesta á því sviði sagði Þorsteinn: „Fjárfestingar í vegakerfinu hafa engan veginn haldist í hendur við þá miklu aukningu sem hefur fylgt ferðamannastraumi. Við erum einfaldlega farin að sjá í hendi okkar mjög brýn verkefni þar. Um leið eru þetta framkvæmdir sem tiltölulega auðvelt er að grípa til hratt.“ Þá bætti hann við að mannvirkjagerð kallaði yfirleitt á lengri framkvæmdatíma en ýmsar vegaframkvæmdir, sem ekki hefði verið ráðist í, hefðu þegar verið undirbúnar að töluverðu leyti og því hægt að koma í útboð með sæmilega fljótlegum hætti.

Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði fjármálastefnu ekki vera að fá ...
Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði fjármálastefnu ekki vera að fá þá umræðu sem hún verðskuldaði. mbl.is/Eggert

Tillögurnar „seint fram komnar“

Í upphafi fundar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðresinar, til máls og talaði um „herkví Miðflokksins“, sem eins og víða hefur komið fram hefur síðustu vikur haldið uppi málþófi á Alþingi vegna orkupakkamálsins svokallaða. Af þessu leiddi að fjármálaáætlun væri ekki að fá þá umræðu sem hún verðskuldaði. Spurður hvort hann teldi að þær tillögur sem Viðreisn legði nú fram, og fjármálaáætlunin öll, færi að fá athygli eða umræðu fljótlega svaraði Þorsteinn: „Það er auðvitað mjög gagnrýnivert hvernig málþóf Miðflokksins hefur farið með þingstörfin, og þar af leiðandi takmarkað þann tíma sem þingið hefur til að fjalla önnur mjög mikilvæg mál. Það er hins vegar líka gagnrýnivert hversu langan tíma það tók fyrir ríkissstjórnina að horfast í augu við veruleikann, að fjármálastefna og áætlun ríkisstjórnarinnar byggðist á óraunhæfum áætlunum. Endurskoðun og breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjármálaætlun eru mjög seint fram komnar. Þar af leiðandi er þinginu mjög þröngur stakkur skorinn til að ræða þær. En ég vona að á næstu dögum fáum við gott svigrúm til að ræða okkar tillögur og auðvitað áherslur ríkisstjórnarinnar í þessum efnum.“  

Þorsteinn vonar að fljótlega verði hægt að ræða tillögur Viðreisnar ...
Þorsteinn vonar að fljótlega verði hægt að ræða tillögur Viðreisnar og áherslur ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Allt að 900 milljónir í rannsóknir

15:51 Auglýst verður eftir umsóknum um styrki í markáætlun um samfélagslegar áskoranir fyrir allt að 300 milljónir króna árlega á komandi árum. Vísinda- og tækniráð samþykkti tillögu forsætisráðherra um þetta á fundi sínum í Norræna húsinu í dag. Meira »

Flestir sóttu um í Verzló

15:47 Flestir nemenda sem luku við grunnskóla í vor sóttu um skólavist í Verzlunarskóla Íslands, en alls sóttu rúm 95% nemenda sem luku grunnskóla í vor um skólavist í framhaldsskóla. Meira »

Hafís með borgarísjaka færist í austur

15:37 Hafísinn norðvestur af landinu er nú um 35 sjómílur undan Kögri og færist nú heldur í austur. Hann er allþéttur og borgarísjakar eru innan þekjunnar. Meira »

Eitt leyfisbréf þvert á skólastig

14:24 Svokallað kennarafrumvarp var samþykkt á Alþingi í gær en markmið laganna, sem fjalla um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, er að stuðla að sveigjanlegra skólakerfi – nemendum og kennurum til hagsbóta. Meira »

„Mjög villandi málflutningur“

14:08 „Ég vísa henni algjörlega á bug,“ svarar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar mbl.is leitar viðbragða hennar við gagnrýni minnihlutans er snýr að meintum niðurskurði í fjármálaáætlun til þess að mæta breyttum efnahagshorfum. Hún segir málflutning þeirra sem tala um niðurskurð villandi. Meira »

Þróunaraðstoð langt undir markmiði

14:00 Framlög til þróunarsamvinnu verða skorin niður um 1,8 milljarða á árunum 2020-2024 miðað við fyrri tillögur fjármálaráðherra að fjármálaáætlun áranna 2020-2024. Þetta er meðal þess sem finna má í breytingartillögu meirihluta fjármálanefndar að fjármálaáætlun. Meira »

Ráðherrar í helli við Hellu

13:53 Norræna ráðherranefndin hittist í gær á Hellu og ræddi framtíðarsýn norræns samstarfs. Í kjölfarið munu forsætisráðherrar Norðurlandanna fjalla um framtíðarsýni á fundi í ágúst. Meira »

Slasaðist við flug á svifvæng í Búrfelli

13:34 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt vegna slasaðs manns í norðanverðu Búrfelli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Maðurinn var að fljúga svifvæng (e. paraglider) og þurfti að nauðlenda honum í fjallinu. Meira »

Stefna á að ljúka störfum í kvöld

13:33 Alþingi samþykkti tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að fundum þingsins verði frestað frá 20. júní eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 28. ágúst. vonir eru um að takist að afgreiða fjármálaáætlun 2020 til 2024 og tæma dagskrá þingsins í kvöld. Meira »

Dæmdur fyrir að beita dóttur sína ofbeldi

13:24 Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að beita dóttur sína ofbeldi. Auk þess var manninum gert að greiða dóttur sinni 400.000 krónur í miskabætur. Meira »

Snýst „um mannréttindi“

13:23 „Meginatriðið er að þetta snýst fyrst og fremst um mannréttindi en ekki um íslensku. Ég hef aldrei séð nein rök fyrir því að aukið frelsi í þessu hafi neikvæð áhrif á íslenskuna,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, sem furðar sig á því að mannanafnafrumvarpið hafi verið fellt á Alþingi í nótt. Meira »

Samlokur fyrir örvhenta

12:28 Nýjar samlokur fyrir örvhenta eru komnar á markaðinn. Það er fyrirtækið „Jömm“ sem framleiðir samlokurnar en þar sem lítið er hugsað um sérþarfir örvhentar ákáðu forsvarsmenn fyrirtækisins að þessu þyrfti að breyta. Samlokunum er pakkað með þeim hætti að einstaklega þægilegt er fyrir örvhenta að neyta þeirra. Meira »

Landsrýniskýrsla um heimsmarkmiðin birt

12:26 Sameinuðu þjóðirnar hafa birt skýrslu íslenskra stjórnvalda um innleiðingu heimsmarkmiða SÞ um sjálfbæra þróun.  Meira »

Framhaldsskólar fá ekki skerðingu

12:12 Framlög til framhaldsskólastigsins hafa hækkað um tæpa fimm milljarða frá árinu 2017 til 2019, eða 15,8%. Sú hækkun mun haldast inni í fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 þó að framlög hækki ekki eins og stóð til, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Meira »

„Við viljum verja velferðina“

11:59 „Við viljum verja velferðina og fjárfesta í framtíðinni, en ríkisstjórnarflokkarnir eru að gera hvorugt,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við mbl.is um breytingartillögur flokksins við fjármálaáætlun sem nú er til umræðu á Alþingi. Meira »

Varað við töfum á umferð

11:53 Stefnt er að því að fræsa Nýbýlaveg í kvöld, um það bil 60 metra á báðum akreinum næst gatnamótum við Dalveg. Annarri akreininni verður lokað í einu og viðeigandi merkingar settar upp meðan á framkvæmd stendur. Meira »

Nýir grænir skattar skili 2,5 milljörðum

11:53 Gert er ráð fyrir að nýir grænir skattar verði lagðir á almenna urðun sorps frá heimilum og fyrirtækjum og gjald verði lagt á flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, sem meðal annars er að finna í sumum kæliskápum. Áætlaðar tekjur nema 2,5 milljörðum króna árið 2021, þegar skattarnir verða komnir í gagnið. Meira »

Lögreglan með öryggisvakt í Stjórnarráðinu

11:36 Embætti ríkislögreglustjóra hefur auglýst þrjár stöður varðstjóra í nýrri deild sem mun annast öryggisgæslu en auglýsingin birtist í Lögbirtingarblaðinu á þriðjudag. Ríkislögreglustjóri mun taka við öryggisvakt í húsnæði æðstu stjórnar ríkisins. Meira »

„Þarf að stoppa í velferðargötin“

11:26 Þingflokkur Samfylkingarinnar leggur til að útgjöld í fjármálaáætlun 2020 til 2024 verði hækkuð um 113 milljarða og tekjur auknar um 115 milljarða miðað við upphaflega tillögu ríkisstjórnarinnar. Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í morgun. Meira »
Glæsilegt 6 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík. H...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...