„Óraunhæf og óábyrg“ fjármálastefna

Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að nú sé rétti tíminn ...
Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, segir að nú sé rétti tíminn til að auka fjárfestingar en ekki draga úr þeim. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aukin áhersla á fjárfestingu var þemað á fundi Viðreisnar í húsakynnum hreyfingarinnar að Ármúla 42 laust fyrir hádegi í dag. Þar fóru formaður og varaformaður yfir gagnrýni flokksins á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar og kynntu tillögur Viðreisnar í málinu. Þorsteinn Víglundsson varaformaður sagði m.a. gagnrýnivert að ríkisstjórnin hefði þurft að endurskoða fjármálaáætlun hennar svo skjótu eftir að hún var sett og sagði hana bæði hafa verið „óraunhæfa og óábyrga“. Lagði hann áherslu á að einnig væri óábyrgt ef ríkisstjórnin setti nú fram endurskoðaða fjármálaáætlun sem aftur byggðist á of bjartsýnum spám um framtíðina.

Forsendur byggðar á „draumsýn“

Eins og áður segir var á fundinum lögð áhersla á að nú þegar „kólnun í hagkerfinu“ væri að eiga sér stað væri brýnt að ríkið réðist í auknar fjárfestingar frekar en að draga úr þeim, eins og ríkisstjórn áætlaði nú. Í samtali við mbl.is að fundi loknum sagði Þorsteinn spurður hvers vegna hann teldi að Viðreisn og ríkisstjórn hefðu svo ólíkar skoðanir á stefnunni sem nú ætti að taka í ríkisfjármálum: „Þessi ríkisstjórn var stofnuð utan um stóraukin ríkisútgjöld, ef svo mætti að orði komast. Það sem frá upphafi sameinaði þessa þrjá flokka voru áform um að „blása til stórsóknar“, eins og það var orðað, á öllum sviðum ríkisrekstrarins. Við gagnrýndum það strax í upphafi að efnahagslegar forsendur slíkra útgjalda væru mjög veikar. Þær væru byggðar á of bjartsýnum hagspám, draumsýn í raun og veru, því þar var gert ráð fyrir fjórtán ára samfelldum hagvexti, sem hefur aldrei gerst í hagsögu Íslands. Við höfum frá upphafi sagt að þetta sé óábyrg stefna, og það er að koma á daginn.“

Þá bætti hann við að því miður væri það svo að fyrsta viðbragð væri ætíð að skera niður framkvæmdir, því það væri auðveldast. „Það er það sem er alltaf auðveldast að gera, að slá af eða fresta framkvæmdum. Nú erum við búin að fara í gegnum tímabil þar sem við brugðumst við efnahagshruninu með því að skera opinberar framkvæmdir algjörlega niður. [Í hlutfalli af landsframleiðslu hafa] þær hafa aldrei náð sér almennilega á strik aftur, og eru enn langt undir langtímameðaltali okkar. Þess vegna teljum við algjörlega óraunsætt, og einfaldlega ekki ganga upp, að ætla að bregðast við þessari niðursveiflu núna með sama hætti og áður.“

Í tillögum Viðreisnar sem kynntar voru var lögð áhersla á fjárfestingar í vegakerfinu. Spurður hvers vegna honum þætti skynsamlegast að fjárfesta á því sviði sagði Þorsteinn: „Fjárfestingar í vegakerfinu hafa engan veginn haldist í hendur við þá miklu aukningu sem hefur fylgt ferðamannastraumi. Við erum einfaldlega farin að sjá í hendi okkar mjög brýn verkefni þar. Um leið eru þetta framkvæmdir sem tiltölulega auðvelt er að grípa til hratt.“ Þá bætti hann við að mannvirkjagerð kallaði yfirleitt á lengri framkvæmdatíma en ýmsar vegaframkvæmdir, sem ekki hefði verið ráðist í, hefðu þegar verið undirbúnar að töluverðu leyti og því hægt að koma í útboð með sæmilega fljótlegum hætti.

Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði fjármálastefnu ekki vera að fá ...
Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar, sagði fjármálastefnu ekki vera að fá þá umræðu sem hún verðskuldaði. mbl.is/Eggert

Tillögurnar „seint fram komnar“

Í upphafi fundar tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðresinar, til máls og talaði um „herkví Miðflokksins“, sem eins og víða hefur komið fram hefur síðustu vikur haldið uppi málþófi á Alþingi vegna orkupakkamálsins svokallaða. Af þessu leiddi að fjármálaáætlun væri ekki að fá þá umræðu sem hún verðskuldaði. Spurður hvort hann teldi að þær tillögur sem Viðreisn legði nú fram, og fjármálaáætlunin öll, færi að fá athygli eða umræðu fljótlega svaraði Þorsteinn: „Það er auðvitað mjög gagnrýnivert hvernig málþóf Miðflokksins hefur farið með þingstörfin, og þar af leiðandi takmarkað þann tíma sem þingið hefur til að fjalla önnur mjög mikilvæg mál. Það er hins vegar líka gagnrýnivert hversu langan tíma það tók fyrir ríkissstjórnina að horfast í augu við veruleikann, að fjármálastefna og áætlun ríkisstjórnarinnar byggðist á óraunhæfum áætlunum. Endurskoðun og breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjármálaætlun eru mjög seint fram komnar. Þar af leiðandi er þinginu mjög þröngur stakkur skorinn til að ræða þær. En ég vona að á næstu dögum fáum við gott svigrúm til að ræða okkar tillögur og auðvitað áherslur ríkisstjórnarinnar í þessum efnum.“  

Þorsteinn vonar að fljótlega verði hægt að ræða tillögur Viðreisnar ...
Þorsteinn vonar að fljótlega verði hægt að ræða tillögur Viðreisnar og áherslur ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Mánaðarbið eftir grænni tunnu

21:04 Sífellt fleiri kjósa að flokka sorp, einkum plastumbúðir, frá almennum úrgangi og setja í þartilgerða tunnu. Vegna mikillar eftirspurnar eftir grænni tunnu undir plast eru þær einfaldlega búnar í bili hjá Reykjavíkurborg. Biðtími eftir slíkri tunnu er um mánuður, samkvæmt upplýsingum frá borginni. Meira »

„Skiptir fyrirtækið miklu máli“

21:00 Fyrirtækið Sjótækni ehf. á Tálknafirði hefur staðist öryggisvottun samkvæmt alþjóðlegum staðli ISO-45001 og endurnýjun á umhverfisstaðlinum ISO-14001, eftir að norska vottunarstofan DNV-GL tók út starfsemi þess. Meira »

Samþykktu að afturkalla umboðið

20:37 Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í kvöld að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og tilnefna nýja í þeirra stað. Þetta herma heimildir mbl.is. Meira »

Gera ráð fyrir frábærri hátíð

20:30 Undirbúningur fyrir Secret Solstice-hátíðina hefur gengið vonum framar að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að koma til móts við kvartanir íbúa og mikil ánægja er með þá tónlistarmenn sem hlaupa í skarðið fyrir þá sem hafa forfallast. Meira »

Ævintýri á gönguför

20:25 Sagt hefur verið að Kristján Sveinsson stýrimaður sé eini maðurinn sem hafi gengið frá Vestmannaeyjum að Landeyjasandi. „Það man þetta ekki nokkur maður því þeir eru allir farnir sem voru með mér en strákarnir sögðu þetta og sagan er góð,“ segir Kristján dulur. Meira »

Þingi formlega frestað

20:06 Þingi var frestað þegar breytt fjármálaáætlun og -stefna höfðu verið samþykktar með meirihluta atkvæða þingmanna. Helga Bernódussyni fráfarandi skrifstofustjóra Alþingis voru þökkuð störfin. Meira »

Heimahjúkrun að óbreyttu lögð niður

19:30 Eftir að Sjúkratryggingar Íslands sögðu upp samningi við Heimahjúkrun barna stefnir í að starfsemin verði lögð af. Að sögn hjúkrunarfræðings eru foreldrar langveikra barna uggandi yfir stöðunni. Meira »

Coats fundaði með Guðlaugi Þór

19:28 Daniel Coats, yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið og átti stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi. Meira »

Götum lokað vegna Miðnæturhlaups

19:03 Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í kvöld, en þetta í 27. skipti sem hlaupið er haldið. Á þriðja þúsund hlauparar eru skráðir og þar af eru erlendir hlauparar yfir eitt þúsund talsins. Truflanir verða á umferð í Laugardal vegna hlaupsins, sem ræst verður kl. 21 í kvöld. Meira »

Þröngt en þægilegt í gámum mjaldranna

18:36 „Þetta var ótrúlega mikil upplifun að sjá þetta,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem horfði á mjaldurinn Litlu-Grá synda af stað í lauginni sinni í Vestmannaeyjum í gær. Meira »

Fengu 50 kjamma á Alþingi

18:25 „Þetta er í kringum 2010 sem menn fóru að taka sér saman um sviðaveislu um þau tímamót þegar fór að koma að lokum þings. Þetta hefur haldist, með einhverjum undantekningum, óslitið síðan,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um sviðaveislu þingmanna. Meira »

Fær 9,9 milljónir í skaðabætur

17:11 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Deloitte og Vátryggingafélag Íslands til þess að greiða útgerðar- og athafnamanninum Magnúsi Kristinssyni tæpar 9,9 milljónir króna í skaðabætur, vegna mistaka sem Deloitte gerði við vinnslu skattframtala Magnúsar fyrir tekjuárin 2007 og 2009. Meira »

Katrín fékk fyrstu íbúð íbúðafélagsins

17:09 Mörkuð voru tímamót í dag þegar Bjarg leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni sem fer á leigu. Greiðslubyrðin á ekki að verða meiri en 25% af heildartekjum. Meira »

Enn stefnt að skuldalækkun

16:56 Skuldir ríkissjóðs munu áfram lækka, en þó hægar en upphaflega var gert ráð fyrir, samkvæmt breyttri fjármálaáætlun sem lögð var fram á alþingi í dag. Í stað þess að hlutfallið fari niður í 20,9% árið 2022 er nú gert ráð fyrir að það verði 22,4% enda verði afgangur að rekstri ríkissjóðs minni en áður var lagt upp með. Meira »

Barnaníðsmál ekki fyrir Hæstarétt

16:49 Beiðni Kjartans Adolfssonar um að Hæstiréttur taki fyrir dóm Landsréttar um að hann sæti sjö ára fangelsisvistar fyrir að nauðga dætrum sínum hefur verið hafnað. Hæstiréttur taldi ekki tilefni til þess að endurskoða mat á sönnunargildi vitnisburðar hans, brotaþola eða vitna. Meira »

„Málið er bara ekki lengur pólitískt“

16:42 „Málið er bara ekki lengur pólitískt,“ segir formaður borgarráðs um eineltisásakanir á hendur Vigdísi Hauksdóttur borgarfulltrúa sem borist hafa eineltis- og áreitniteymis ráðhússins. Meira »

ÁTVR opið fyrir nýju neftóbaki

16:37 Sölubann ÁTVR á öðru neftóbaki en því sem stofnun framleiðir sjálf var aflagt um mánaðamót og verður það ekki tekið upp að nýju nema með aðkomu stjórnvalda. Viðskiptablaðið greinir frá þessu, fyrst fjölmiðla. Meira »

Sameining SÍ og FME samþykkt

16:19 Alþingi samþykkti í dag lög sem sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið og verða stofnanirnar sameinaðar frá næstu áramótum. „Breytingar eru ekki gerðar á þeim verkefnum sem eru á ábyrgð þessara tveggja stofnana heldur lúta breytingarnar að sameiningu verkefna hjá einni stofnun.“ Meira »

Aðstoðuðu vélarvana bát sem rak að landi

16:15 Björgunarskip var kallað út klukkan 15:30 í dag þegar Rib-bátur, fullur af fólki, var vélarvana og rak að landi rétt við Sæbraut í Reykjavík. Beiðni um björgunarbát var afturkölluð 15 mínútum síðar þegar nærliggjandi bátur tók þann vélarvana í tog. Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...