Óvissustig vegna hættu á gróðureldum

Gróðureldar eru ekki algengir hér á landi. Þeir geta verið …
Gróðureldar eru ekki algengir hér á landi. Þeir geta verið hættulegir ef þeir ná sér á strik og ógnað lífi fólks og eignum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Óvissustigi vegna hættu á gróðureldum hefur verið lýst yfir á Vesturlandi. Jafnframt hefur viðbragðsáætlun vegna gróðurelda í Skorradal verið virkjuð.

Vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Sérstaklega er litið til Skorradals þar sem mikil sumarhúsabyggð er í skógi og þröng aðkoma. Ekki er búist við úrkomu á svæðinu í þessari eða næstu viku en áframhaldandi hlýindum.

Pétur Davíðsson, bóndi á Grund og fulltrúi í sveitarstjórn Skorradalshrepps, segir að ekki hafi rignt frá 10. maí og gróður og jarðvegur orðinn mjög þurr. Hættuástand skapaðist ef glóð kæmist í sinu í norðanáttinni. Pétur telur rétt að slökkviliðið setji á vakt í helstu sumarhúsahverfum eða fari þar um á slökkviliðsbílum. Það myndi vekja fólk til umhugsunar um hættuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »