Hættir sem skólastjóri Fossvogsskóla

Nýr skólastjóri mun taka við í Fossvogsskóla á næsta ári.
Nýr skólastjóri mun taka við í Fossvogsskóla á næsta ári. mbl.is/Hallur Már

Aðalbjörg Ingadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, mun róa á önnur mið á næsta ári en hún hefur verið ráðinn skólastjóri við Norðlingaskóla frá og með 1. janúar 2020. Hún greinir frá þessu í tölvupósti til starfsfólks og foreldra nemenda í Fossvogsskóla.

Þar segir hún meðal annars að tímasetningin sé ekki sú heppilegasta í ljósi þeirra aðstæðna sem skólastarf Fossvogsskóla býr við um þessar mundir en Aðalbjörg hefur verið skólastjóri undanfarin tvö ár.

Fossvogsskóla var lokað í mars vegna raka- og mygluskemmda og sóttu nemendur skólann í öðru húsnæði þar sem eftir lifði skóla árs. Fyrir viku kom í ljós að ástand þaksins í vesturálmu skólans er verra en áður var talið.

Hugsanlega þarf að skipta um þak í heild sinni en ekki hluta eins og talið var. Það gæti sett skólastarf, sem átti að hefjast í ágúst í skólanum, í uppnám.

Ákvörðun mín að sækja um skólastjórastöðu Norðlingaskóla var mér um margt erfið þar sem ég hef átt mjög gott og gefandi samstarf við ykkur, ekki síst í verkefnum síðustu mánuði,“ skrifar Aðalbjörg.

Hún hafi hins vegar áður unnið við Norðlingaskóla í tíu ár og bjóðist nú tækifæri að taka við stjórn skólans þar sem hún hefur átt hvað lengsta starfsaldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert