Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý.

Flugan getur ekki athafnað sig nema í koppalogni og hægur andvari frá viftu getur komið í veg fyrir bit í hendur eða fætur sem standa undan sæng að nóttu.

Samkvæmt upplýsingum frá Byko er sala á viftum tífalt meiri en undanfarin ár. Salan í Húsasmiðjunni er tvöföld. Í verslun Heimilistækja hefur viftusalan stóraukist og búið að selja um 1.000 viftur. Sums staðar eru viftur uppseldar en víða er von á aukasendingum til að bæta úr brýnni þörf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »