Meindýraeyðir man eftir fyrsta lúsmýinu

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir er búinn að vera að eltast ...
Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir er búinn að vera að eltast við lúsmý síðan 2013. mbl.is/Kristinn Magnússon

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir man enn eftir fyrsta tilfellinu hans af lúsmý. „Það var í norðanverðum Grafarvogi árið 2013. Þá kom ég til húsmóður þar og það var í raun hún sem bar kennsl á kvikindið. Hún hafði búið á Norðurlöndunum, ég mætti þarna og hún sagði sem var: Þetta er þetta helvítis lúsmý,“ segir Steinar. 

Hún sagði að vísu ekki lúsmý, heldur skandinavískt orð yfir fyrirbærið, sem eitthvað hefur skolast til með árunum. Þarna var hins vegar lúsmý á ferð og árið var 2013. Og það var ekki fyrr en 2015 sem það hafði breitt úr sér víða um sveitir landsins og alla leið inn í fjölmiðla, en frá þeim tíma eru fyrstu dæmi um orðið í blöðum.

Lúsmý. Fáum líkar þessi gestur. Hann kom fyrst í blöðin ...
Lúsmý. Fáum líkar þessi gestur. Hann kom fyrst í blöðin 2015. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lúsmý er komið til að vera, að mati Steinars, sem hefur unnið sem meindýraeyðir frá því 2005 og hefur lagt sérstaka áherslu á kvikindið í störfum sínum. Lúsmýið er mest frá byrjun júní og alveg fram í júlí eða ágúst. Og það er ekki á leiðinni neitt, nema „veðurfarið breytist á verri veginn“ telur Steinar.

Gæti borist til Akureyrar

Þegar Steinar tekur hús eitrar hann fyrst á utanvert húsið, setur eitur á valda staði í kringum það og lætur síðan eitur á vissa staði inni í húsinu. Það bægir varginum að mestu frá.

Fólk sem býr nærri Elliðaá, til dæmis, á hálfpartinn í ...
Fólk sem býr nærri Elliðaá, til dæmis, á hálfpartinn í vök að verjast gegn lúsmýinu, þar sem lúsmý fjölgar sé auðveldlega á vatni. mbl.is/Valgarður Gíslason

Hann fer út um allar trissur að eitra fyrir lúsmýinu. „Árið 2013 voru þetta tvö tilfelli í Grafarvoginum og tvö í Mosfellsbænum. Árið á eftir var ég farinn að fara í Hvalfjörð og Kjós. Núna í ár hef ég farið út um nánast allt suðvesturhornið: Reykholt, Gullfoss- og Geysissvæðið, Borgarfjörðinn, Flúðir, Hafnarfjörð. Svo er þetta komið í Voga á Vatnsleysuströnd en ekki alla leið í Keflavík sýnist mér,“ segir hann.

Óvinur lúsmýssins er vindurinn. „Þetta er ekki komið á Selfoss, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, ekki Hellu, eða Hvolsvöll. Þar sem er mikið sléttlendi fýkur þetta bara,“ segir Steinar, kjörlendi lúsmýssins er í skógum, dalverpum og lægðum ýmsum. Þannig gæti þetta borist til Akureyrar, þess vegna, telur Steinar.

„Þetta er að éta fólk frekar illa“

Steinar segir misskilnings gæta um það hvernig lúsmýið hagar sér. Stundum hitti maður fyrir hjón þar sem kerling er stokkbólgin en karl við hestaheilsu. „Ég er ekkert bitinn,“ segir sá en Steinar vísar því á bug.

Þar sem er lúsmý, þar bítur lúsmý. „En karlinn er bara ekki að sýna viðbrögð. Hann hefur verið bitin en húðin hans bregst bara ekki eins ofsafengið við,“ segir Steinar.

„Núna er þetta að éta fólk frekar illa. Fólk sem ég hef hitt hefur átt við vanda að stríða einfaldlega í 4-6 vikur eftir að bitin koma,“ segir meindýraeyðirinn.

Steinar Smári er sjálfur með bráðaofnæmi fyrir stungusárum mýflugna.
Steinar Smári er sjálfur með bráðaofnæmi fyrir stungusárum mýflugna. mbl.is

Bent hefur verið á ýmis ráð gegn lúsmýinu, hér er meira að segja sérstök Facebook-síða sem hefur það hlutverk, og Steinar hefur ýmislegt til málanna að leggja. Eitt er að kveikja í kolagrilli á vettvangi því það á að fæla mýið frá. Svo er að kaupa alls kyns efni í apótekum. Svo má nota flugnanet til að verjast og einnig skal muna að hafa ekki krukkur eða fötur í kringum húsið þar sem vatn getur safnast, því vatn þarf lúsmýið til að fjölga sér.

En það er þó þannig, segir Steinar, að „besta ráðið við þessu, ef þú ætlar ekki að láta eitra hjá þér, er að sætta sig við kvikindið. Jafnvel þó sumum finnist það erfitt,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

31 þúsund tonn í sérstakar aðgerðir

17:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða samtals 23.316 þorskígildistonnum. Meira »

Sóttu veikan mann í Drottninguna

16:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í skipið Queen Mary 2, skip breska skipa­fé­lag­sins Cun­ard í gærkvöldi. Beiðni barst Landhelgisgæslunni um klukkan sjö í gærkvöldi þegar skipið var um 80 sjómílum sunnan af Vík í Mýrdal. Meira »

Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

16:34 Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »

Viðræður um Boeing-bætur standa yfir

15:36 Ekkert liggur fyrir um fjárhæð þeirra bóta sem Icelandair mun fá frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna galla í Boeing 737 Max-vélunum, sem hafa verið kyrrsettar síðan í mars. Meira »

„Vona að þetta séu bara eftirhreytur“

15:05 Greining E.coli bakteríunnar í tveimur fullorðnum einstaklingum sem greint var frá í dag kom heilbrigðisyfirvöldum á óvart, bæði að smit hafi komið upp eftir að gripið var til aðgerða sem og að bakterían væri útbreiddari en áður hafi verið talið. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Sterkur grunur um sýkingu í barni

14:59 Sterkur grunur er um E. coli sýkingu í rúmlega þriggja ára barni sem er með faraldsfræðilega tengingu við Efstadal. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum varðandi mögulega E. coli sýkingu og gaf niðurstaða frá barninu sterkan grun um smit. Meira »

„Þessi óreiða bjó til einræðisherra“

14:30 „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni um umræðu í röðum Pírata um samstarf í þingflokki flokksins við Birgittu Jónsdóttur. Hafa þingmenn flokksins dregið upp dökka mynd af samskiptum sínum við hana. Meira »

Mikilvægt „að anda með nefinu“

14:12 „Miklir hagsmunir geta auðvitað verið fyrir okkur í því að sumar jarðir séu í einhvers konar nýtingu. Það mætti auðvitað setja einhverjar reglur um það hvaða starfsemi eigi að vera á hvaða jörðum. En það ætti þá frekar að vera á könnu sveitarfélaganna.“ Meira »

Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna

13:38 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra í skoðanakönnunum fyrirtækisins MMR, en samkvæmt niðurstöðum þeirrar nýjustu er fylgi flokksins nú 19%. Lægst fór fylgið áður í 19,5% í janúar 2016. Meira »

Heyrði óp og allt varð rafmagnslaust

13:21 „Ég heyrði bara einhver óp og svo varð allt rafmagnslaust,“ segir Dagur Tómas Ásgeirsson stærðfræðingur, sem staddur er í miðborg Aþenu. Stór jarðskjálfti skók borgina í morgun og mældist 5,3 á Richter. Meira »

Nýi Herjólfur í slipp vegna galla

12:55 Taka þarf nýja Herjólf í slipp vegna galla sem reyndist vera í öðrum jafnvægisugganum. Þetta staðfestir G. Pétur Mattíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is en ferjan kom til landsins um miðjan síðasta mánuð. Meira »

Hagkvæms húsnæðis senn að vænta

12:47 Framkvæmdir geta nú hafist við byggingu fjölda íbúða sem eiga að vera ódýrar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Sex aðilar eru komnir með fullgild lóðarvilyrði. Fleiri bíða þess að fá sitt staðfest. Meira »

Ekki búið að uppræta E.coli bakteríuna

12:31 Gerðar hafa verið auknar kröfur um úrbætur vegna E.coli í Efstadal II. Þetta kemur fram í frétt á vef embættisins. 21 hefur nú greinst með E.coli bakteríuna og var einn þeirra á ferð í Efstadal eftir að gripið var til aðgerða til að uppræta smit og smitleiðir. Meira »

Stöðvi tafarlaust innheimtu smálánaskulda

12:31 Neytendasamtökin skora á Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum. Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Meira »

Þyrftu þyrlu til að komast á staðinn

11:59 Það þyrfti þyrlu til að koma vísindamönnum á þann stað í Löngufjörum þar sem tugi grindhvala rak á land og því horfir ekki vel með sýnatöku. Þetta segir Gísli Arnór Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Er þetta mesti fjöldi grindhvala sem hefur drepist hér við land frá 1986. Meira »

Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki

11:50 Miðflokkurinn er hástökkvari nýrrar skoðanakönnunar sem MMR birti í dag. Flokkurinn mælist með 14,4% fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn ef boðað yrði til kosninga í dag. Að sama skapi lækkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um rúm 3 prósentustig og mælist hann nú með 19,0% fylgi. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 324.000,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...