Fjögurra manna liðin lögð af stað

Fjórir eru í hverju liði og skiptast á að hjóla …
Fjórir eru í hverju liði og skiptast á að hjóla kílómetrana 1.358. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjólreiðalið í flokki A í WOW Cyclothon eru lögð af stað í hringferð um landið, en ræst var út frá Egilshöll klukkan 18. Níu lið eru skráð til keppni flokki A, en fjórir eru í hverju liði og skiptast á að hjóla kílómetrana 1.358.

Þá verða lið í flokki B ræst út klukkan 19 í kvöld, en þar eru tíu í hverju liði. Þá verða allir keppendur formlega lagðir af stað, en keppendurnir þrír í einstaklingskeppninni lögðu af stað ásamt Hjólakrafti í gærkvöldi.

Keppendur Hjólakrafts, hjólasamtaka til valdeflingar ungs fólks, eru flestir komnir framhjá Mývatni á þessari stundu, en Eiríkur Ingi Jóhannsson, sem hjólar einn síns liðs, er við Mývatn á þessari stundu. Bandaríski kappinn Chris Burkard er kominn til Egilsstaða og Terri Huebler er á Akureyri. Hægt er að fylgjast með staðsetningu keppenda í beinni hér.

Keppendur fá lögreglufylgd út úr höfuðborginni.
Keppendur fá lögreglufylgd út úr höfuðborginni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is