Vilja ekki vörtur ferðafólks

Landvörður fjarlægir steinahrúgu ferðamanna.
Landvörður fjarlægir steinahrúgu ferðamanna. Ljósmynd/Umhverfisstofnu

„Þetta er nokkuð sem hefur fylgt ferðaþjónustunni alla tíð og virðist vera erfitt að stöðva, en að taka niður svona vörður eru dagleg verkefni hjá landvörðum,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, við Morgunblaðið.

Umhverfisstofnun vakti nýverið athygli á því hvimleiða vandamáli þegar ferðalangar taka upp á því að raða steinum í hrúgur sem svipar nokkuð til þeirra fornu varða sem eitt sinn vísuðu fólki veginn um sveitir og hálendi landsins. Steinahrúgur ferðamanna, sem landverðir kalla gjarnan „vörtur“, hafa þó engan tilgang og segir Hákon þær geta skaðað viðkvæma náttúru landsins.

„Þetta veldur skemmdum á umhverfinu, sérstaklega grónum svæðum, og getur komið af stað rofi þegar steinar eru teknir úr grónum svæðum,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag. „Ef við fjarlægjum ekki þessar vörður ýtir það undir að fleiri myndi svona steinahrúgur. Þetta er bara eins og með utanvegaaksturinn; það er mikilvægt að afmá förin svo aðrir fylgi ekki á eftir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »