Brotnar rúður, drasl og skemmdarverk

Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa ...
Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa við Elliðavatn, örskammt frá Vatnsendahverfi í Kópavogi. mbl.is/​Hari

Skemmd húsgögn, brotnar rúður, vínflöskur og matarumbúðir á víð og dreif. Út um glugga eins hússins stendur rúmgafl, fyrir utan annað liggja möppur með bókhaldsgögnum fyrirtækis frá 9. áratugnum og brunninn bíll er skammt frá.

Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa við Elliðavatn, örskammt frá Vatnsendahverfi í Kópavogi. Ástandið hefur varað í marga mánuði og ekkert verið aðhafst þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir íbúa í hverfinu, heilbrigðiseftirlits og umhverfissviðs bæjarins.

Páll Stefánsson, deildarstjóri mengunarvarna og umhverfismats hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir að talsverð slysahætta sé af húsunum og umhverfi þeirra. Eftirlitið hafi leitað allra leiða til að fá húsin rifin og hreinsa til í kringum þau, án árangurs.

Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested.
Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested. mbl.is/​Hari

Opið svæði inni í byggð

Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested, landeiganda á Vatnsenda, en hann lést í desember síðastliðnum. Svæðið er fyrrverandi vatnsverndarsvæði að sögn Páls og þar er vinsælt útivistarsvæði.

Fyrir skömmu sendi heilbrigðiseftirlitið sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með forræði á svæðinu, bréf þar sem farið var fram á að hafist yrði þegar í stað handa við hreinsun á svæðinu. Að sögn Páls barst svar frá sýslumanni fyrr í þessari viku og þar segir að þar sem ekki hafi verið skipaður bústjóri yfir dánarbúinu sé lítið hægt að gera í málinu, hendur sýslumanns séu bundnar þar til það hafi verið gert.

mbl.is/​Hari

„Sýslumaður bað okkur um frest til að reyna að leysa þetta á farsælan hátt. En okkur finnst liggja á að þetta verið hreinsað,“ segir Páll.

Hann segir að málið myndi horfa öðruvísi við ef húsin væru ekki á opnu svæði svo nálægt byggð. „En þetta er ekki afgirt, þetta er opið svæði nánast inni í byggð, það er fokhætta af ýmsu sem þarna er og að auki slysahætta fyrir dýr og börn sem okkur skilst að hafi verið að sækja í þessi hús.“

mbl.is/​Hari

Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, segir málið hafa verið á borði sviðsins í nokkur ár. Bærinn hafi margoft boðið eiganda landsins að hreinsa svæðið, en því boði hafi ekki verið tekið. „Landeigandinn á flestöll húsin, hann leysti nánast öll til sín. Við höfum ekki getað fengið leyfi til að fara inn á svæðið og hreinsa þetta. Enginn nema eigandi getur veitt leyfi til hreinsunar og við megum ekki ryðjast inn á eigur annarra, hversu mikla þörf við teljum vera á því,“ segir Steingrímur. „Við höfum lengi haft áhyggjur af þessu og erum satt best að segja orðin frekar þreytt á þessu ástandi. En á meðan leyfið fæst ekki þá getum við ekkert gert, því miður.“

mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. Fullbókað er fram yfir verslunarm...
Gefins rúm.
Ameríst rúm 152 x 203. Upplýsingar í síma 898 4207...
til sölu nokkrar fágætar bækur
til sölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2, frumútgáfur með kápum ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...