Brotnar rúður, drasl og skemmdarverk

Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa ...
Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa við Elliðavatn, örskammt frá Vatnsendahverfi í Kópavogi. mbl.is/​Hari

Skemmd húsgögn, brotnar rúður, vínflöskur og matarumbúðir á víð og dreif. Út um glugga eins hússins stendur rúmgafl, fyrir utan annað liggja möppur með bókhaldsgögnum fyrirtækis frá 9. áratugnum og brunninn bíll er skammt frá.

Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa við Elliðavatn, örskammt frá Vatnsendahverfi í Kópavogi. Ástandið hefur varað í marga mánuði og ekkert verið aðhafst þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir íbúa í hverfinu, heilbrigðiseftirlits og umhverfissviðs bæjarins.

Páll Stefánsson, deildarstjóri mengunarvarna og umhverfismats hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir að talsverð slysahætta sé af húsunum og umhverfi þeirra. Eftirlitið hafi leitað allra leiða til að fá húsin rifin og hreinsa til í kringum þau, án árangurs.

Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested.
Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested. mbl.is/​Hari

Opið svæði inni í byggð

Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested, landeiganda á Vatnsenda, en hann lést í desember síðastliðnum. Svæðið er fyrrverandi vatnsverndarsvæði að sögn Páls og þar er vinsælt útivistarsvæði.

Fyrir skömmu sendi heilbrigðiseftirlitið sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með forræði á svæðinu, bréf þar sem farið var fram á að hafist yrði þegar í stað handa við hreinsun á svæðinu. Að sögn Páls barst svar frá sýslumanni fyrr í þessari viku og þar segir að þar sem ekki hafi verið skipaður bústjóri yfir dánarbúinu sé lítið hægt að gera í málinu, hendur sýslumanns séu bundnar þar til það hafi verið gert.

mbl.is/​Hari

„Sýslumaður bað okkur um frest til að reyna að leysa þetta á farsælan hátt. En okkur finnst liggja á að þetta verið hreinsað,“ segir Páll.

Hann segir að málið myndi horfa öðruvísi við ef húsin væru ekki á opnu svæði svo nálægt byggð. „En þetta er ekki afgirt, þetta er opið svæði nánast inni í byggð, það er fokhætta af ýmsu sem þarna er og að auki slysahætta fyrir dýr og börn sem okkur skilst að hafi verið að sækja í þessi hús.“

mbl.is/​Hari

Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, segir málið hafa verið á borði sviðsins í nokkur ár. Bærinn hafi margoft boðið eiganda landsins að hreinsa svæðið, en því boði hafi ekki verið tekið. „Landeigandinn á flestöll húsin, hann leysti nánast öll til sín. Við höfum ekki getað fengið leyfi til að fara inn á svæðið og hreinsa þetta. Enginn nema eigandi getur veitt leyfi til hreinsunar og við megum ekki ryðjast inn á eigur annarra, hversu mikla þörf við teljum vera á því,“ segir Steingrímur. „Við höfum lengi haft áhyggjur af þessu og erum satt best að segja orðin frekar þreytt á þessu ástandi. En á meðan leyfið fæst ekki þá getum við ekkert gert, því miður.“

mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Námskeið í Reiki Heilun.
Lærðu Reiki fyrir sjálfan þig, Reiki iðkun stuðlar að andlegri og líkamlegri vel...