Brotnar rúður, drasl og skemmdarverk

Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa ...
Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa við Elliðavatn, örskammt frá Vatnsendahverfi í Kópavogi. mbl.is/​Hari

Skemmd húsgögn, brotnar rúður, vínflöskur og matarumbúðir á víð og dreif. Út um glugga eins hússins stendur rúmgafl, fyrir utan annað liggja möppur með bókhaldsgögnum fyrirtækis frá 9. áratugnum og brunninn bíll er skammt frá.

Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa við Elliðavatn, örskammt frá Vatnsendahverfi í Kópavogi. Ástandið hefur varað í marga mánuði og ekkert verið aðhafst þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir íbúa í hverfinu, heilbrigðiseftirlits og umhverfissviðs bæjarins.

Páll Stefánsson, deildarstjóri mengunarvarna og umhverfismats hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir að talsverð slysahætta sé af húsunum og umhverfi þeirra. Eftirlitið hafi leitað allra leiða til að fá húsin rifin og hreinsa til í kringum þau, án árangurs.

Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested.
Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested. mbl.is/​Hari

Opið svæði inni í byggð

Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested, landeiganda á Vatnsenda, en hann lést í desember síðastliðnum. Svæðið er fyrrverandi vatnsverndarsvæði að sögn Páls og þar er vinsælt útivistarsvæði.

Fyrir skömmu sendi heilbrigðiseftirlitið sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með forræði á svæðinu, bréf þar sem farið var fram á að hafist yrði þegar í stað handa við hreinsun á svæðinu. Að sögn Páls barst svar frá sýslumanni fyrr í þessari viku og þar segir að þar sem ekki hafi verið skipaður bústjóri yfir dánarbúinu sé lítið hægt að gera í málinu, hendur sýslumanns séu bundnar þar til það hafi verið gert.

mbl.is/​Hari

„Sýslumaður bað okkur um frest til að reyna að leysa þetta á farsælan hátt. En okkur finnst liggja á að þetta verið hreinsað,“ segir Páll.

Hann segir að málið myndi horfa öðruvísi við ef húsin væru ekki á opnu svæði svo nálægt byggð. „En þetta er ekki afgirt, þetta er opið svæði nánast inni í byggð, það er fokhætta af ýmsu sem þarna er og að auki slysahætta fyrir dýr og börn sem okkur skilst að hafi verið að sækja í þessi hús.“

mbl.is/​Hari

Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, segir málið hafa verið á borði sviðsins í nokkur ár. Bærinn hafi margoft boðið eiganda landsins að hreinsa svæðið, en því boði hafi ekki verið tekið. „Landeigandinn á flestöll húsin, hann leysti nánast öll til sín. Við höfum ekki getað fengið leyfi til að fara inn á svæðið og hreinsa þetta. Enginn nema eigandi getur veitt leyfi til hreinsunar og við megum ekki ryðjast inn á eigur annarra, hversu mikla þörf við teljum vera á því,“ segir Steingrímur. „Við höfum lengi haft áhyggjur af þessu og erum satt best að segja orðin frekar þreytt á þessu ástandi. En á meðan leyfið fæst ekki þá getum við ekkert gert, því miður.“

mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Umferðarlagabrotum og kynferðisbrotum fjölgar

15:03 Umferðarlagabrotum og skráðum kynferðisafbrotum fjölgaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í júní. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir júní 2019. Meira »

Næstu skref Isavia ráðast á morgun

14:48 Næstu skref Isavia vegna dóms héraðsdóms í forræðisdeilu ríkisfyrirtækisins og bandaríska fyrirtækisins ALC verða ákveðin á morgun. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið óínáanlegur síðustu daga. Meira »

Hefur hliðstæða reynslu af Birgittu

13:59 Þingflokkur Pírata var sammála um að rétt væri að upplýsa fundarmenn á félagsfundi flokksins á þriðjudaginn á hreinskilinn hátt um reynsluna af samstarfi þingmanna hans við Birgittu Jónsdóttur áður en greidd væru atkvæði um það hvort hún tæki sæti í trúnaðarráði flokksins. Meira »

Dómi yfir Vigfúsi áfrýjað til Landsréttar

13:26 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Suðurlands í máli ákæruvaldsins gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi og brennu 9. júlí. Vigfús var ákærður eftir að tveir létust í bruna að Kirkjuvegi 18 á Selfossi í október. Meira »

Leita eiganda „slagsmálahamsturs“

12:59 Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá slagsmálum í bakgarði við heimahús í Keflavík í færslu á Facebook-síðu sinni. Óvenjulegt hafi hins vegar verið að sigurvegarinn hafi borið þann sem undir varð í kjaftinum heim til sín. Meira »

Fjögurra bíla árekstur við Grensásveg

12:51 Fjögurra bíla árekstur varð við Grensásveg og Hæðargarð. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var einn var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hann missti stjórn á bíl sínum. Meira »

Pétur G. Markan til Biskupsstofu

12:50 Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Hann hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst. Meira »

Áforma að friðlýsa Goðafoss

12:19 Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Goðafoss í Þingeyjarsveit. Greint er frá áformunum á vef Stjórnarráðs og Umhverfisstofnunnar, Goðafoss er er einn af vatnsmestu fossum landsins og vinsæll ferðamannastaður. Meira »

Skúta strand í Skerjafirði

12:08 Björgunarsveitir í Hafnarfirði og Kópavogi voru kallaðar út um ellefu í morgun vegna skútu sem siglt hafði í strand utarlega í Skerjarfirði. Meira »

Mega eiga von á 150 milljóna kröfu

11:08 Flugvél í eigu ALC, sem Isavia hefur haldið á Keflavíkurflugvelli, er nú laus úr haldi. Stefnt er að því að fljúga henni úr landi sem fyrst, helst á morgun. Lögmaður ALC segir Isavia eiga yfir höfði sér skaðabótamál upp á um 150 milljónir króna. Meira »

„Alltaf gleðistund“

10:40 Nýr togari Síldarvinnslunnar hf., Vestmannaey VE, kom til heimahafnar í gær og var haldin athöfn af því tilefni laust eftir hádegi þegar skipið sigldi inn til Eyja í fyrsta sinn. Meira »

Sveigjanlegt kerfi skýrir brottfall

10:34 Mikið brottfall íslenskra námsmanna úr framhaldsskóla- og háskólanámi má að hluta skýra af sveigjanlegu námskerfi. Nemendur geta hætt námi þegar þeim sýnist vitandi að þeir hafi alltaf möguleikann á að byrja aftur síðar, þótt þeir geri það ekki endilega. Meira »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000 km. Góður snattari sem þarf að laga aðei...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...