Kaup og rekstur sjúkrabifreiða tryggð

Tafarlaust verður ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum.
Tafarlaust verður ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum. mbl.is/Eggert

Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn hafa náð samkomulagi um framlengingu samnings um kaup og rekstur sjúkrabifreiða og staðfesti heilbrigðisráðherra samkomulagið við undirritun þess í dag.

Samkvæmt samkomulaginu mun Rauði krossinn áfram annast rekstur sjúkrabifreiða, viðhald og innkaup gegn árlegu fjárframlagi ríkisins. Samkomulag þetta gildir til loka árs 2022, en fyrirliggjandi samningur rann út í lok árs 2015 og hefur endurnýjun sjúkrabifreiðaflotans tafist frá þeim tíma.

Samkvæmt tilkynningu frá SÍ verður tafarlaust ráðist í kaup á 25 nýjum sjúkrabifreiðum og er þess vænt að þær fyrstu verði teknar í notkun árið 2020.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að löngum viðræðum við Rauða krossinn hafi lokið með farsælum hætti. „Öllum ágreiningi hefur verið ýtt til hliðar og hagsmunir almennings og heilbrigðiskerfisins settir í forgang.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert