Galtarlón í Kverkfjöllum horfið

Myndin er tekin fyrir nánst sléttu ári síðan. Þá var ...
Myndin er tekin fyrir nánst sléttu ári síðan. Þá var það blágrænt og fullt af ísjökum. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason

„Eitt fallegasta jökullón á Íslandi er Galtárlón í Efri Hveradal Kverkfjalla. Það liggur í 1700 m hæð inn af einu stærsta háhitasvæði landsins og er eins og greypt í norðurrönd Vatnajökuls. Þarna hef ég komið margsinnis og ávallt komið að lóninu með blágrænu vatni skreytt ísjökum. Þannig var það í fyrra - en um sl. helgi var það galtómt og hvorki vatn né ísjakar til staðar,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir í færslu á Facebook.

Síbreytileg náttúra í Kverkfjöllum

Ljóst er að hlaupið hefur úr lóninu einhvern tímann í vetur eða vor því það var tómt þegar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur var í ferð með Jöklarannsóknarfélaginu fyrir um mánuði síðan, segir einnig í færslunni sem fylgja magnaðar myndir til samanburðar.

„Náttúran í Kverkfjöllum er svo ofboðslega dýnamísk, þetta er eitt stærsta háhitasvæði landsins og allt fullt af fjöllum og lónum,“ segir Tómas Guðbjartsson í samtali við mbl.is.

Nú er lónið galtómt. Botninn á lóninu er fullt af ...
Nú er lónið galtómt. Botninn á lóninu er fullt af hverum sem kraumar í. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Leið eins og landkönnuði

Tómas hefur stundað það að ganga á Kverkfjöll síðan hann var tvítugur að aldri og hefur jafnvel farið nokkrum sinnum á einu sumri. Hann hefur aldrei séð lónið tómt áður.

„Í fyrra var lónið óvenjufallegt, blágrænn litur á vatninu og ísjakar í því. Ég lék mér að því að hoppa milli jakanna. Nú var það galtómt. Þegar ég stóð þarna upp á fjallinu og horfi þarna yfir hélt ég að mér væri að missjást,“ segir Tómas.

Á síðasta ári lék Tómas sér að því að hoppa ...
Á síðasta ári lék Tómas sér að því að hoppa milli ísjaka. Þeir eru nú horfnir. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason

„Tilfinning sem ég hef ekki fundið fyrir áður“

„Þess vegna löbbuðum við niður á botninn og þetta var svona smá eins og að labba á tunglinu. Þarna voru litlir hverir í botninum sem voru að krauma og manni leið svona eins og landkönnuði því það voru engin spor eða neitt og enginn hafði verið þarna áður. Þetta var tilfinning sem ég hef ekki fundið fyrir áður,“ bætir hann við.

Hann segir að dýnamíkin í Kverkfjöllum sé einmitt ástæðan fyrir því að hann hafi tekið ástfóstri við þeim. Náttúran sé sífellt að breytast og alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa.

Að ganga á botni lónsins var eins og að ganga ...
Að ganga á botni lónsins var eins og að ganga á tunglinu, því enginn hafði verið þar áður, segir Tómas Guðbjartsson. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Tæmdist árið 1998

„Fyrstu upplýsingar um Galtalón eru frá um það bil 1940. Það hefur gerst áður að lónið hefur tæmst og það var til dæmis tómt á árunum 1998 til 2005,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is.

Magnús var í Kverkfjöllum um það bil mánuði á undan Tómasi og sá það að lónið hafði tæmst. „Þetta lón hegðar sér svona. Þarna er mikill jarðhiti og þetta er jarðhitavatn og leysingavatn sem safnast þarna fyrir úr jöklinum. Það safnast fyrir í suður enda dalsins og að sunnan er lónið stíflað af jökli,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni.

Lónið var fullt af ís í fyrra.
Lónið var fullt af ís í fyrra. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason

Ómögulegt að segja til um hvenær það fyllist á ný

„Svo gerist það að það fer að leka úr lóninu og stundum verður lekinn mikill og þá fer lónið að tæmast. Við vitum ekki af jökulhlaupi sem tengist þessu,“ segir hann og bætir því við að þetta sé öðruvísi en lónið Gengissig sem er aðeins austar en Galtarlón.

Hann segir enga leið að segja til um hvenær lónið kemur til með að fyllast af vatni aftur. „Síðast þegar það tæmdist þá var það tómt í sjö ár. Hvort það verður þannig núna er ómögulegt að segja.“

Lónið var einstaklega fallegt á þessum tíma á síðasta ári.
Lónið var einstaklega fallegt á þessum tíma á síðasta ári. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrasonmbl.is

Innlent »

Þyrftu þyrlu til að komast á staðinn

11:59 Það þyrfti þyrlu til að koma vísindamönnum á þann stað í Löngufjörum þar sem tugi grindhvala rak á land og því horfir ekki vel með sýnatöku. Þetta segir Gísli Arnór Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Er þetta mesti fjöldi grindhvala sem hefur drepist hér við land frá 1986. Meira »

Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki

11:50 Miðflokkurinn er hástökkvari nýrrar skoðanakönnunar sem MMR birti í dag. Flokkurinn mælist með 14,4% fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn ef boðað yrði til kosninga í dag. Að sama skapi lækkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um rúm 3 prósentustig og mælist hann nú með 19,0% fylgi. Meira »

„Léttir að sjá vélina fara í loftið“

11:22 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir að hann sé ofsalega ánægður með að þessum kafla sé nú lokið, en í morgun hélt flugvélin TF GPA af landi brott eftir þriggja og hálfs mánaða kyrrsetningu. Lögmenn félagsins voru í viðbragðsstöðu síðasta sólarhringinn ef eitthvað kæmi upp á síðustu stundu. Meira »

Byrjar betur en á síðasta ári

10:54 „Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem kom til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 790 tonn af makríl. Meira »

Vilja fyrst og fremst nýtingarskyldu

10:47 „Við höfum aðallega viljað að jarðeigendur hafi einhverjar skyldur þannig að jarðirnar séu ekki keyptar og séu síðan bara eins og stórar sumarhúsalóðir eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, í samtali við mbl.is vegna umræðunnar um jarðakaup erlendra ríkisborgara hér á landi. Meira »

Útlit fyrir ágætishelgarveður

10:17 Það verður norðaustanátt á landinu í dag og hvassast vestan og norðvestan til. Helgarveðrið lítur hins vegar ágætlega út á Suður- og Vesturlandi. Bjart veður og hiti á bilinu 13-18 stig. Fyrir austan er hins vegar útlit fyrir að áfram verði skýjað og lítils háttar úrkoma. Meira »

Lærði að gera raftónlist í Bandaríkjaher

10:00 Vestmannaeyjar eru fyrir löngu þekktar fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og hæfileika. Nýjasta hljómsveitin þaðan er hljómsveitin Daystar sem býður upp á skemmtilegan bræðing af rokki og raftónlist, sem mætti kalla Cyber Punk. Meira »

Greiðsla til starfsmanna Reykjavíkur í ágúst

09:59 Reykjavíkurborg greiðir starfsfólki með lausa kjarasamninga eingreiðslu 1. ágúst, en þetta var samþykkt í borgarráði í gær sem viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019. Greiðslan er til komin vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Hinsta WOW-vélin flogin á brott

09:30 Síðasta flugvélin undir merkjum fallna flugfélagsins WOW air flaug á brott af Keflavíkurflugvelli klukkan 9.15 í dag. Hún er á leiðinni í viðhaldsmiðstöð ALC í Ljubljana í Slóveníu. Meira »

Umhverfisvænt efni úr móbergi

07:57 Bandaríska fyrirtækið Greencraft hefur hug á að vinna íblöndunarefni fyrir steinsteypu úr móbergi á Reykjanesi. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hátæknisteinsteypu á umhverfisvænan hátt. Meira »

Ekkert tilboð kom í nýja Kvíárbrú

07:37 Vegagerðin auglýsti hinn 24. júní sl. eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Kvíá í Öræfum. Til stóð að opna tilboðin á þriðjudaginn en skemmst er frá því að segja að ekkert tilboð barst. Meira »

Drottningin kemur til Reykjavíkur

07:24 Farþegaskipið Qu­een Mary 2 er nú að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn. Koma skipsins er sögu­leg­ur viðburður, en þetta er lengsta farþega­skip sem hingað hef­ur komið. Meira »

Festi bílinn í undirgöngunum

06:57 Um 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og voru þrír vistaðir í fangageymslu. Einnig þurfti aðstoð lögreglu við þegar ökumaður sendibíls festi bíl sinn í undirgöngum. Meira »

Andlát: Gunnar B. Eydal

05:30 Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldursári. Meira »

Segist ekki vera á leið úr formannsstól

05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir engan fót vera fyrir því sem hann segir vera endurteknar sögusagnir um að hann hyggist láta af formennsku flokksins innan skamms. Meira »

Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

05:30 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Meira »

Á að tryggja öryggi íbúanna

05:30 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vilja nýta vikurinn

05:30 Erlent námafyrirtæki rannsakar nú möguleika á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir „álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni“. Meira »

Útiloka ekki sameiningu bankanna

05:30 Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Meira »
Toyota Yaris 2005 sjálfskiptur kr290.000
Til sölu (for sale) skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150.000...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...