Galtarlón í Kverkfjöllum horfið

Myndin er tekin fyrir nánst sléttu ári síðan. Þá var ...
Myndin er tekin fyrir nánst sléttu ári síðan. Þá var það blágrænt og fullt af ísjökum. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason

„Eitt fallegasta jökullón á Íslandi er Galtárlón í Efri Hveradal Kverkfjalla. Það liggur í 1700 m hæð inn af einu stærsta háhitasvæði landsins og er eins og greypt í norðurrönd Vatnajökuls. Þarna hef ég komið margsinnis og ávallt komið að lóninu með blágrænu vatni skreytt ísjökum. Þannig var það í fyrra - en um sl. helgi var það galtómt og hvorki vatn né ísjakar til staðar,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir í færslu á Facebook.

Síbreytileg náttúra í Kverkfjöllum

Ljóst er að hlaupið hefur úr lóninu einhvern tímann í vetur eða vor því það var tómt þegar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur var í ferð með Jöklarannsóknarfélaginu fyrir um mánuði síðan, segir einnig í færslunni sem fylgja magnaðar myndir til samanburðar.

„Náttúran í Kverkfjöllum er svo ofboðslega dýnamísk, þetta er eitt stærsta háhitasvæði landsins og allt fullt af fjöllum og lónum,“ segir Tómas Guðbjartsson í samtali við mbl.is.

Nú er lónið galtómt. Botninn á lóninu er fullt af ...
Nú er lónið galtómt. Botninn á lóninu er fullt af hverum sem kraumar í. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Leið eins og landkönnuði

Tómas hefur stundað það að ganga á Kverkfjöll síðan hann var tvítugur að aldri og hefur jafnvel farið nokkrum sinnum á einu sumri. Hann hefur aldrei séð lónið tómt áður.

„Í fyrra var lónið óvenjufallegt, blágrænn litur á vatninu og ísjakar í því. Ég lék mér að því að hoppa milli jakanna. Nú var það galtómt. Þegar ég stóð þarna upp á fjallinu og horfi þarna yfir hélt ég að mér væri að missjást,“ segir Tómas.

Á síðasta ári lék Tómas sér að því að hoppa ...
Á síðasta ári lék Tómas sér að því að hoppa milli ísjaka. Þeir eru nú horfnir. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason

„Tilfinning sem ég hef ekki fundið fyrir áður“

„Þess vegna löbbuðum við niður á botninn og þetta var svona smá eins og að labba á tunglinu. Þarna voru litlir hverir í botninum sem voru að krauma og manni leið svona eins og landkönnuði því það voru engin spor eða neitt og enginn hafði verið þarna áður. Þetta var tilfinning sem ég hef ekki fundið fyrir áður,“ bætir hann við.

Hann segir að dýnamíkin í Kverkfjöllum sé einmitt ástæðan fyrir því að hann hafi tekið ástfóstri við þeim. Náttúran sé sífellt að breytast og alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa.

Að ganga á botni lónsins var eins og að ganga ...
Að ganga á botni lónsins var eins og að ganga á tunglinu, því enginn hafði verið þar áður, segir Tómas Guðbjartsson. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Tæmdist árið 1998

„Fyrstu upplýsingar um Galtalón eru frá um það bil 1940. Það hefur gerst áður að lónið hefur tæmst og það var til dæmis tómt á árunum 1998 til 2005,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is.

Magnús var í Kverkfjöllum um það bil mánuði á undan Tómasi og sá það að lónið hafði tæmst. „Þetta lón hegðar sér svona. Þarna er mikill jarðhiti og þetta er jarðhitavatn og leysingavatn sem safnast þarna fyrir úr jöklinum. Það safnast fyrir í suður enda dalsins og að sunnan er lónið stíflað af jökli,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni.

Lónið var fullt af ís í fyrra.
Lónið var fullt af ís í fyrra. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason

Ómögulegt að segja til um hvenær það fyllist á ný

„Svo gerist það að það fer að leka úr lóninu og stundum verður lekinn mikill og þá fer lónið að tæmast. Við vitum ekki af jökulhlaupi sem tengist þessu,“ segir hann og bætir því við að þetta sé öðruvísi en lónið Gengissig sem er aðeins austar en Galtarlón.

Hann segir enga leið að segja til um hvenær lónið kemur til með að fyllast af vatni aftur. „Síðast þegar það tæmdist þá var það tómt í sjö ár. Hvort það verður þannig núna er ómögulegt að segja.“

Lónið var einstaklega fallegt á þessum tíma á síðasta ári.
Lónið var einstaklega fallegt á þessum tíma á síðasta ári. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrasonmbl.is

Innlent »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Gunnar í varðhaldi til 11. september

14:30 Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

14:25 Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn. Meira »

Stofna nýjan umhverfisflokk

14:00 Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir eitthvað,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn. Meira »

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

13:53 Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði. Meira »

Slasaður göngumaður við Hrafntinnusker

13:15 Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

13:10 Hvítt efni, amfetamín og kókaín, fannst í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra vinnur nú að því að vigta efnin og ganga frá þeim. Piparúða af einhverju tagi var beitt gegn lögreglu við handtökuna. Meira »

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

13:01 Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

12:14 „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

11:27 Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins. Isavia telur „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað. Meira »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...