Galtarlón í Kverkfjöllum horfið

Myndin er tekin fyrir nánst sléttu ári síðan. Þá var ...
Myndin er tekin fyrir nánst sléttu ári síðan. Þá var það blágrænt og fullt af ísjökum. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason

„Eitt fallegasta jökullón á Íslandi er Galtárlón í Efri Hveradal Kverkfjalla. Það liggur í 1700 m hæð inn af einu stærsta háhitasvæði landsins og er eins og greypt í norðurrönd Vatnajökuls. Þarna hef ég komið margsinnis og ávallt komið að lóninu með blágrænu vatni skreytt ísjökum. Þannig var það í fyrra - en um sl. helgi var það galtómt og hvorki vatn né ísjakar til staðar,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir í færslu á Facebook.

Síbreytileg náttúra í Kverkfjöllum

Ljóst er að hlaupið hefur úr lóninu einhvern tímann í vetur eða vor því það var tómt þegar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur var í ferð með Jöklarannsóknarfélaginu fyrir um mánuði síðan, segir einnig í færslunni sem fylgja magnaðar myndir til samanburðar.

„Náttúran í Kverkfjöllum er svo ofboðslega dýnamísk, þetta er eitt stærsta háhitasvæði landsins og allt fullt af fjöllum og lónum,“ segir Tómas Guðbjartsson í samtali við mbl.is.

Nú er lónið galtómt. Botninn á lóninu er fullt af ...
Nú er lónið galtómt. Botninn á lóninu er fullt af hverum sem kraumar í. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Leið eins og landkönnuði

Tómas hefur stundað það að ganga á Kverkfjöll síðan hann var tvítugur að aldri og hefur jafnvel farið nokkrum sinnum á einu sumri. Hann hefur aldrei séð lónið tómt áður.

„Í fyrra var lónið óvenjufallegt, blágrænn litur á vatninu og ísjakar í því. Ég lék mér að því að hoppa milli jakanna. Nú var það galtómt. Þegar ég stóð þarna upp á fjallinu og horfi þarna yfir hélt ég að mér væri að missjást,“ segir Tómas.

Á síðasta ári lék Tómas sér að því að hoppa ...
Á síðasta ári lék Tómas sér að því að hoppa milli ísjaka. Þeir eru nú horfnir. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason

„Tilfinning sem ég hef ekki fundið fyrir áður“

„Þess vegna löbbuðum við niður á botninn og þetta var svona smá eins og að labba á tunglinu. Þarna voru litlir hverir í botninum sem voru að krauma og manni leið svona eins og landkönnuði því það voru engin spor eða neitt og enginn hafði verið þarna áður. Þetta var tilfinning sem ég hef ekki fundið fyrir áður,“ bætir hann við.

Hann segir að dýnamíkin í Kverkfjöllum sé einmitt ástæðan fyrir því að hann hafi tekið ástfóstri við þeim. Náttúran sé sífellt að breytast og alltaf eitthvað nýtt að sjá og upplifa.

Að ganga á botni lónsins var eins og að ganga ...
Að ganga á botni lónsins var eins og að ganga á tunglinu, því enginn hafði verið þar áður, segir Tómas Guðbjartsson. Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson

Tæmdist árið 1998

„Fyrstu upplýsingar um Galtalón eru frá um það bil 1940. Það hefur gerst áður að lónið hefur tæmst og það var til dæmis tómt á árunum 1998 til 2005,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við mbl.is.

Magnús var í Kverkfjöllum um það bil mánuði á undan Tómasi og sá það að lónið hafði tæmst. „Þetta lón hegðar sér svona. Þarna er mikill jarðhiti og þetta er jarðhitavatn og leysingavatn sem safnast þarna fyrir úr jöklinum. Það safnast fyrir í suður enda dalsins og að sunnan er lónið stíflað af jökli,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni.

Lónið var fullt af ís í fyrra.
Lónið var fullt af ís í fyrra. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrason

Ómögulegt að segja til um hvenær það fyllist á ný

„Svo gerist það að það fer að leka úr lóninu og stundum verður lekinn mikill og þá fer lónið að tæmast. Við vitum ekki af jökulhlaupi sem tengist þessu,“ segir hann og bætir því við að þetta sé öðruvísi en lónið Gengissig sem er aðeins austar en Galtarlón.

Hann segir enga leið að segja til um hvenær lónið kemur til með að fyllast af vatni aftur. „Síðast þegar það tæmdist þá var það tómt í sjö ár. Hvort það verður þannig núna er ómögulegt að segja.“

Lónið var einstaklega fallegt á þessum tíma á síðasta ári.
Lónið var einstaklega fallegt á þessum tíma á síðasta ári. Ljósmynd/Hermann Þór Snorrasonmbl.is

Innlent »

Grunaðir um smygl á metamfetamíni

18:44 Þrír karlmenn eru í gæsluvarðhaldi en þeir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Mennirnir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli 28. júní. Meira »

Kynnti innleiðingu heimsmarkmiða

18:16 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti stöðu innleiðingar Íslands á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin í höfuðstöðvum SÞ í dag. Meira »

Ekki bjartsýn á að smitleiðin finnist

17:44 Ábending barst Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að opið hafi verið að kálfastíu með þremur kálfum á laugardeginum 6. júlí sem greindust með E.coli í Efstadal II þrátt fyrir tilmæli Heilbrigðiseftirlitsins um að loka fyrir umgengni að kálfunum á fimmtudeginum 4. júlí. Meira »

Ekkert barn á spítala vegna E. coli

16:15 Enginn greindist með E. coli í dag að því er fram kemur á vef landlæknis. Þar segir að sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu hafi verið rannsökuð og greindist enginn með sýkinguna. Því er heildarfjöldi barna sem greinst hafa frá því E. coli faraldurinn hófst, enn 19. Meira »

Nýtur ekki almenns trausts innan flokksins

16:08 Birgitta Jónsdóttir var tilnefnd til að sitja í trúnaðarráði Pírata en hlaut ekki nægan stuðning á félagsfundi Pírata í gær. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata segir þá sem sitja í trúnaðarráði þurfi að njóta almenns trausts innan flokksins og það sé ekki hægt að segja um Birgittu. Meira »

Met slegið hjá HB Granda

15:40 „Við vorum með alls rúmlega 1.500 tonna afla upp úr sjó í túrnum og þar af voru um 1.400 tonn í rússnesku landhelginni. Við kláruðum kvótann þar og eftir siglinguna heim til Íslands vorum við að veiðum djúpt úti af Vestfjörðum,“ segir Ævar Jóhannsson, skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE. Meira »

Fleiri EES-tilskipanir í bið en áður

15:36 Guðlaugur Þór utanríkisráðherra segir að ef til vill hafi aldrei verið mikilvægara en nú að auka möguleika Íslands á að hafa áhrif á lagasetningu á fyrri stigum innan EES. Innleiðingarhallinn er 0,7%. Meira »

Afmynduð hlíð „svolítið alvarlegt mál“

15:15 Fyrir tveimur vikum uppgötvaði vísindamaður hjá Landmælingum Íslands verulegt skrið í fjallshlíð sem gengur út af vestanverðum Mýrdalsjökli. Áhyggjuefni, segir jarðfræðingur. Meira »

Starfshópur skipaður en ekki dýralæknir

14:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Hópurinn á að skila tillögum í október næstkomandi. Meira »

Tekjur af göngunum undir áætlun

14:03 Það sem af er sumri hafa tekjur af Vaðlaheiðargöngum verið um 35%-40% lægri en áætlanir gera ráð fyrir. Búist var við því að 90% umferðarinnar myndi fara í gegnum göngin en það hlutfall er einungis um 70%, sem þýðir að þrír af hverjum tíu bílum kjósa frekar að fara Víkurskarðið. Meira »

Mislingasmit greinist í Reykjavík

13:50 Fullorðinn einstaklingur, sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu, greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum, en hann hafði verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Meira »

„Typpið er farið úr fjallinu“

13:35 Tveir vel mannaðir og vaskir hópar gengu fylktu liði upp á Helgafell í morgun áður en þeir skiptu sér upp og fóru að pússa mannakrot úr móberginu. Reðurtáknið tröllaukna er horfið á vit feðra sinna. Meira »

Hrækt og hvæst á múslimafjölskyldu

13:32 Þórunn Ólafsdóttir hringdi á lögreglu vegna árásar á múslima í Breiðholti í gærkvöldi og segir konu hafa veist að þeim, hrækt á og reynt að rífa í klæði þeirra. „Árásarmanneskjan hvæsti ítrekað á fólkið að það skyldi koma sér heim og það væri ekki velkomið hér á Íslandi,“ segir Þórunn. Meira »

Dyngjufjallaleið lokuð vegna vatnavaxta

13:14 Dyngjufallaleið hefur verið lokað um óákveðinn tíma vegna vatnavaxta, að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meira »

Fólk sér CE og heldur að allt sé í lagi

11:58 Sérfræðingur í öryggi barna segir tilefni til að vera „mjög á varðbergi“ gagnvart sumum öryggisbúnaði fyrir börn í sundlaugum. Álíka vesti og það sem sást í sláandi myndbandi frá Noregi eru til á Íslandi. Meira »

Nýjum smitum fari vonandi fækkandi

11:30 „Ég bind allavega enn vonir við að það hylli undir að þetta fari dvínandi,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, inntur um stöðu mála vegna e.coli-sýkingar sem greinst í nítján börnum hér á landi. Þá er uppi grunur um að bandarískt barn sé einnig smitað, en það var á sömu slóðum og þar sem nær öll börnin voru. Meira »

Leki í báti úti fyrir Hornströndum

11:08 Björgunarskip á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á áttunda tímanum í morgun vegna báts sem var í vanda þremur sjómílum norður af Kögri á Hornströndum. Leki hafði komið að bátnum í morgun vegna bilunar og þurfti að koma dælum um borð í hann. Meira »

Kallaði fúkyrði að konunum þremur

10:55 Atvikið þar sem veist var að þremur múslimakonum í gærkvöldi átti sér stað fyrir utan Bónus-verslunina í Lóuhólum um kl. 18. Málið er rannsakað sem hatursglæpur í miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

10:35 Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum. Meira »
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
TUNIKA
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi TUNIKA - 3900 ST.36-52 Sími 588 8050. -...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...