Sumarfrí með stjúpfjölskyldum valda kvíða

Erlend fjölskylda í fríi á íslandi. Fjölskylduráðgjafi segir æskilegt að ...
Erlend fjölskylda í fríi á íslandi. Fjölskylduráðgjafi segir æskilegt að skipta stórum hópum upp í smærri einingar í fríum. Það losi um streituna sem fylgi því að vera alltaf öll saman. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er háannatími, flestir á leið í frí, sumir í stórum hópum, þar sem öllu ægir saman, foreldrum, stjúpforeldrum, ömmu og afa, stjúpömmu- og afa, bræðrum, stjúpbræðrum, systrum og stjúpsystrum. Allir saman á hóteli og allir glaðir í tvær til þrjár vikur. En þannig er það ekki alltaf. Og stundum kemur fólk heim úr fríum síður úthvílt en áður en farið var út.

Að sögn Valgerðar Halldórsdóttur, fjölskyldu og félagsráðgjafa hjá Stjúptengslum, getur sumarfríið reynt á marga, sérstaklega ef óraunhæfar væntingar og skortur á skipulagi stýra ferðinni. Það hljómar kannski vel að skella öllum saman upp í vél og ætla sér að eiga frábært fjölskyldufrí saman. Það er auðvitað gaman þegar það tekst en í sumum fjölskyldum eru ekki einu sinni allir sammála um hver tilheyrir henni. Í stjúpfjölskyldum er tengsl ólík og sumir þekkjast kannski mjög lítið. Sumarfríið getur verið kvíðavekjandi tími fyrir börn og fullorðna í slíkum fjölskyldum.

Valgerður Halldórsdóttir er fjölskyldu- og félagsráðgjafi og starfar á vettvangi ...
Valgerður Halldórsdóttir er fjölskyldu- og félagsráðgjafi og starfar á vettvangi Félags stjúpfjölskyldna á Íslandi.

„Ólíkt því sem margir halda, þá þarf stjúpfjölskylda að geta skipt sér reglulega upp, bæði eftir stjúptengslum og svo líffræðilegum línum. Þetta er æskilegra en að vera öllum stundum saman. Jafnvel þó börnin séu góð saman þurfa þau sum hver líka hvíld hvert frá öðru. Stundum eru systkini sem eru alltaf saman í reglulegri umgengi orðin hundleið hvort á öðru og þrá ekkert heitara en að fá eitt tíma með foreldri sínu,“ segir Valgerður en það segir hún að sé algengasta umkvörtunarefni barna, að fá engan tíma ein með foreldrum sínum.

Hafi samskiptin verið stirð fyrir má eiga von á sprengingum

Hið sama getur gilt um foreldrana sjálfa. „Þó að það sé erfitt fyrir suma foreldra að orða það við stjúpforeldrið langar marga að vera einir með börnum sínum einhverja daga eða dagsparta í sumarfríi. Parið þarf að ákveða saman hvaða dagar eða dagspartar séu hentugir,“ segir Valgerður.

Þegar stjúpfjölskyldur ætla að fara í frí saman, segir Valgerður að þurfi að viðurkenna þessi ólíku tengsl á milli fólks, leggja rækt við að viðhalda þeim og sömuleiðis að rækta ný. „Því hafi samskiptin verið stirð fyrir og við tökum ekki mið af fyrrgreindum þörfum og skipuleggjum okkur út frá þeim, getum við átt von á reglulegum sprengingum og förum jafnvel að þrá ekkert heitar en að komast sem fyrst heim í vinnuna,“ segir hún.

„Stjúpfjölskyldur sem og aðrar fjölskyldur geta notað tækifærin til að kynnast betur í svona fríum en við þurfum að vera raunsæ. Annars er hætta á að fríið valdi miklum vonbrigðum og streitu,“ segir hún og lýsir því að stundum komi fólk heim úr fríum útkeyrt og vonsvikið.

Fólk leitar ráðgjafar áður en það fer í frí

Valgerður segir að algengt sé að fólk leiti ráðgjafar áður en það fer í frí. Margir séu meðvitaðir um spennuna sem kann að koma upp en eru ekki vissir hvernig á að leysa málin og eiga erfitt með að ræða þau við maka sinn. Stjúptengsl geta valdið ágreiningi í samböndum, sama hve ástfangið fólk er.

„Vanti skipulag og undirbúning getur fólk lent í þeim aðstæðum að það sé að reyna þóknast maka og börnum á sama tíma, sem gengur sjaldnast upp,“ segir Valgerður. Oft sé þó það eina sem þarf bara lágmarksskipulag. „Börn og fullorðnir vilja bara vita hvernig lífið lítur út. Sérstaklega börn sem eiga tvö heimili. Kvíði þeirra er oft túlkaður sem frekja en börnin vita kannski ekkert um hvað næstu dagar bera í skauti sér og þá birtist þessi óvissa í endurteknum spurningum“ segir Valgerður.

Stundum auka fyrrverandi makar á álagið. „Sumir gera kröfu að um daglegt „rapport“ úr fríinu á meðan aðrir láta ekki heyra í sér allan tímann. Einhver samskipti við foreldra heima geta verið gagnleg en börnin verða líka að fá að vera í fríi og aðlagast þar,“ segir Valgerður.

mbl.is

Innlent »

Ferðamenn reknir í burtu af svæðinu

18:02 Um þrjátíu ferðamenn sem höfðu virt að vettugi borða sem girðir af austasta hluta Reynisfjöru voru reknir þaðan í burtu í dag. Þau voru í stórhættu,” segir Sigurður Sigurbjörnsson lögreglumaður. Meira »

Í nálgunarbann vegna ofbeldis og áreitni

17:32 Nálgunarbann karlmanns gagnvart konu og barnungri dóttur hennar var staðfest með úrskurði Landsréttar í gær, en maðurinn liggur undir rökstuddum grun um kynferðis- og ofbeldisbrot, hótanir, áreiti og ónæði gagnvart konunni, dótturinni og nátengdum fjölskyldumeðlimum þeirra. Meira »

„Höfum elt makrílinn í allar áttir“

17:24 „Það hefur allt gengið að óskum. Aflinn er yfirleitt mjög góður en það kemur fyrir að hann detti niður í nokkra klukkutíma inn á milli. Það er mikil ferð á makrílnum en það er engu líkara en að hann gangi í hringi þegar hann er kominn þarna út,“ segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK. Meira »

Kalla eftir nýjum virkjanahugmyndum

16:25 Orkustofnun kallar eftir nýjum hugmyndum að virkjunum vegna fjórða áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu orkuauðlinda. Er það í samræmi við ákvæði rammaáætlunar um að beiðnir um að verkefnisstjórn fjalli um virkjanahugmyndir, skuli sendar Orkustofnun. Meira »

Keppa í nákvæmnisakstri

16:15 Kvartmíluklúbburinn heldur svokallað eRally á föstudag og laugardag. Um er að ræða eina umferð í alþjóðlegri mótaröð FIA, alþjóðlega aksturssambandsins, undir heitinu Electric and New Energy Championship. Meira »

Solberg fór snemma heim vegna vegtolla

16:01 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, var ekki viðstödd kvöldverð leiðtoga Norðurlandanna í gærkvöldi. Skundaði hún heim til þess að miðla málum í deilu innan ríkisstjórnar Noregs um vegtolla og lenti á Gardermoen-flugvelli um klukkan níu í gærkvöldi að staðartíma. Meira »

Fleiri kynferðisbrot tilkynnt

15:52 Í júlímánuði voru skráð 725 hegningarlagabrot hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og voru þau svipuð að fjölda og í júní. Brotin voru hinsvegar 3% færri en miðað við sex mánaða meðaltal og 5% fleiri miðað við tólf mánaða meðaltal, að því er fram kemur í afbrotatölfræði embættisins. Meira »

„Mín kona bara sátt“

15:33 „Ég held að árangurinn hafi verið góður og mín kona bara sátt, sátt við að fá íbúðina sem hún átti að fá fyrir löngu síðan,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður 87 ára gamallar konu sem hefur samið við FEB um afhendingu íbúðar sinnar í Árskógum í Mjóddinni. Meira »

Ragnar hlýtur Ars Fennica-verðlaunin

15:32 Ragnar Kjartansson myndlistarmaður hlaut í dag hin virtu Ars Fennica-verðlaun við hátíðlega athöfn í safninu Amos Rex í Helsinki. Meira »

Starri nýr formaður Ungra Evrópusinna

15:01 Formannsskipti urðu nýverið hjá Ungum Evrópusinnum þegar Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir steig til hliðar og Starri Reynisson tók við. Meira »

Ásteytingarsteinninn kominn í farveg

14:52 Samninganefndir Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Sambands íslenskra komu til saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag. Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri SGS segir hægt hafi verið að byrja að ræða málin, nú þegar stóra deilumálið á milli stéttarfélaganna og sveitarfélaganna, jöfnun lífeyrisréttinda, er komið í hendur Félagsdóms. Meira »

Tekin með mikið magn lyfja

14:18 Ökumaður og farþegi í bifreið hans, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af aðfaranótt sunnudags, reyndust vera með mikið magn af lyfseðilsskyldum lyfjum bæði í bifreiðinni og á sér. Meira »

Matarmarkaður á Miðbakka á Menningarnótt

14:15 Það verður matarmarkaður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn á Menningarnótt. Hann verður með sama móti og var á Götubitahátíðinni í júlí, þar sem fyrirtæki kepptust um besta götubitann. Meira »

Ekkert nýtt á fundi með Orkunni okkar

14:11 „Þetta er kannski fyrst og fremst að menn gefa sér þær forsendur að sæstrengur muni koma og umræðan byggist á því að hann sé kominn og hverjar afleiðingar þess verða,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í samtali við mbl.is. Meira »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Gagnvirkir UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144...