Bílaleigubílar 5% færri en í fyrra

Ferðamenn njóta sín við Hafnarhólma í Borgarfirði eystra. Bílaleigubílum í …
Ferðamenn njóta sín við Hafnarhólma í Borgarfirði eystra. Bílaleigubílum í umferð hefur fækkað frá fyrra ári. mbl.is/Eggert

Þær bílaleigur sem starfa hér á landi eru með 24.943 ökutæki í umferð, en á sama tíma í fyrra voru bílaleigubílar í umferð 26.211 talsins. Þetta má lesa á vef Hagstofu Íslands úr nýbirtum skammtímahagvísum ferðaþjónustu.

Um er að ræða fækkun um 1.268 bíla á milli ára, eða sem nemur um það bil 5% fækkun þeirra bifreiða sem íslenskar bílaleigur hafa yfir að ráða.

Í nýbirtum niðurstöðum könnunar Ferðamálastofu um ferðamenn á Íslandi árið 2018 kemur fram að 61,1% þátttakenda í könnuninni sögðust hafa ferðast um landið á bílaleigubíl.

mbl.is