Íslenskt verðlag helsta umkvörtunarefnið

Ferðamenn líta á kort. Ferðamálastofa hefur birt niðurstöður könnunar um ...
Ferðamenn líta á kort. Ferðamálastofa hefur birt niðurstöður könnunar um lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf ferðamanna sem sóttu Ísland heim árið 2018. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæpur helmingur ferðamanna, sem komu hingað til lands á síðasta ári og tóku þátt í könnun Ferðamálastofu um upplifun sína hér á landi, telur að verðlag sé á meðal þess sem helst megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Þeir ferðamenn sem gáfu veitingastöðum og gististöðum hér á landi slæma einkunn, gerðu það flestir á grundvelli verðlagningar.

Ferðamenn voru beðnir um að gefa veitingahúsum á Íslandi einkunn á skalanum 1-10 og var meðaleinkunnin út úr því 7,5, en um fjórðungur svarenda gaf veitingahúsum á Íslandi lægri einkunn. 90% nefndu verðlagningu sem ástæðu fyrir því að lág einkunn væri gefin. Einungis 12% nefndu að gæðum matar væri ábótavant.

Þá voru ferðamenn almennt ánægðir með gististaði sína hér á landi, en yfir helmingur þeirra sem gáfu gististöðum sínum lága einkunn, á bilinu 0-6, nefndu það að gistingin hefði ekki verið peninganna virði.

Þetta er á meðal fjölmargra atriða sem má lesa út úr nýbirtum niðurstöðum Ferðamálastofu um lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf erlendra ferðamanna á Íslandi árið 2018, en yfir 22.000 manns tóku þátt í könnuninni.

84% ferðamanna segjast með háskólapróf

Athygli vekur, þegar rýnt er í niðurstöðurnar, að 84% þeirra ferðamanna sem tóku þátt í könnuninni sögðust vera með háskólapróf, 45% með grunnmenntun á háskólastigi og 39% með framhaldsmenntun á háskólastigi.

Ferðamennirnir voru einnig spurðir um tekjur sínar í samanburði við aðra í þeirra búsetulandi. 11% ferðamannanna sögðu eigin tekjur vera háar, 42% sögðu þær yfir meðallagi en 39% sögðust vera með meðaltekjur í sínu búsetulandi.

Einungis 14% svarenda sögðu að Íslandsferð þeirra hefði verið skipulögð meira en sex mánuðum fyrir brottför, en flestir, eða 18,2%, sögðu að þeir hefðu skipulagt ferð sína með 1-2 mánaða fyrirvara.

Nokkuð stór hluti ferðamanna skipuleggur Íslandsferð sína með skömmum fyrirvara.
Nokkuð stór hluti ferðamanna skipuleggur Íslandsferð sína með skömmum fyrirvara. Mynd/Ferðamálastofa


61% tóku bílaleigubíl

Bílaleigubílar voru algengasti ferðamáti þeirra sem svöruðu könnuninni, en 61% ferðamannanna sögðust hafa haft slíkan til umráða á meðan þeir dvöldu hér á landi. 30,6% sögðust hafa ferðast um í skipulögðum rútuferðum og 14,8% sögðust hafa ferðast með áætlunarbifreið.

Athygli vekur að fáir Bretar virðast leigja sér bílaleigubíl er þeir ferðast um landið, en einungis 41% breskra ferðamanna fóru um á bílaleigubíl, á meðan 56% þeirra sögðust hafa ferðast um með skipulögðum rútuferðum.

Íslandsferð kostar yfir 200 þúsund að meðaltali

Meðalferðamaðurinn sem tók þátt í könnuninni eyddi tæplega 209.000 krónum í ferð sína til Íslands, en inni í þeirri tölu er flug hingað til lands og svo öll sú þjónusta sem ferðamaðurinn nýtti sér á meðan á dvöl hans stóð.

Dvalarlengd ferðamanna hér á landi var að meðaltali 6,3 nætur og var hún lengst hjá Mið-Evrópubúum, sem gistu 8,5 nætur hér að jafnaði. Bretar stöldruðu styst við og gistu að meðaltali 4,6 nætur á Íslandi.

Gistinætur eru fleiri að sumri en að vetri, nema reyndar ...
Gistinætur eru fleiri að sumri en að vetri, nema reyndar hjá Kínverjum. Mynd/Ferðamálastofa

Ferðamenn fara í lengri ferðir til Íslands á sumrin en á veturna, meðallengd dvalar í ágúst var 8 nætur en einungis 4,9 nætur í desember, þegar hún er styst.

Einungis 10% fóru á Vestfirði

Ferðamennirnir voru spurðir að því hvert þeir fóru á ferð sinni um landið. Langfæstir fara á Vestfirði, eða einungis 10% þeirra ferðamanna sem tóku þátt í könnuninni.

Þá sótti einungis tæpur fjórðungur ferðamanna Austurland heim og þeir sem það gerðu gistu einungis 1,4 nætur að meðaltali í fjórðungnum. Rúm 28% sögðust hafa heimsótt Norðurland og þar dvaldi fólk að meðaltali í 2,5 nætur.

Ferðamennirnir halda sig að miklu leyti á SV-horni landsins.
Ferðamennirnir halda sig að miklu leyti á SV-horni landsins. Mynd/Ferðamálastofa

92% sögðust hafa heimsótt höfuðborgarsvæðið og þar gisti fólk að meðaltali 2,9 nætur, en 73,8% sögðust hafa sótt Suðurland heim og 45,4% fóru á Vesturland.

mbl.is

Innlent »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

11:53 Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir. Meira »

Engar „reglur“ heimili launaþjófnað

11:48 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar það og segir það af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði. Engar reglur heimili launaþjófnað. Meira »

Með fíkniefni og vopn í bílnum

11:32 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hvítt efni og kannabis fannst í bílnum sem og tveir hnífar og haglabyssuskot. Meira »

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

11:23 „Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær. Meira »

Björgunarskip kallað út að Langanesi

11:00 Björgunarskip hefur verið kallað út að Langanesi á Austfjörðum eftir að tveir bátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er annar báturinn vélarvana en hinn lekur. Meira »

Var með kannabis í tösku í bílnum

10:43 Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Meira »

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

10:22 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun. Meira »

Ferðafrelsi óskert til 31. október

10:13 Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Meira »

Reyna áfram að semja við FEB

09:21 Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Meira »

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

08:57 Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Meira »

Nauthólsvegur malbikaður

08:46 Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kantsteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar. Meira »

Innkaupalistar heyra sögunni til

08:18 Grunnskólanemar setjast í hrönnum á skólabekk í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er árgangur þeirra sem verða sex ára á þessu ári um 4.500 börn samkvæmt tölum frá 1. janúar í ár. Meira »

Engu barni á að líða svona

08:00 „Ekkert barn á að þurfa að búa við þá vanlíðan sem drengurinn minn býr við. Upplifa það að enginn skilur hann eða veit hvernig á að hjálpa honum í gegnum ofsaköstin af þeirri einu ástæðu að það vantar greiningu,“ segir móðir drengs sem beðið hefur eftir greiningu í tvö ár. Meira »

Ekki taldar líkur á að margir laxar hafi sloppið í Tálknafjörð

07:57 Ekki eru taldar líkur á að margir laxar hafi sloppið út um gat sem kom á nótapoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði. Gatið var lítið og enginn fiskur veiddist við kvína eftir að skemmdin uppgötvaðist. Meira »
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...