Unnið að viðgerðum á Hrafnseyri

Hrafnseyri. Svona var um að litast á þessum sögufræga stað …
Hrafnseyri. Svona var um að litast á þessum sögufræga stað í fyrradag. mbl.is/Sigurður Böðvarsson

Framkvæmdir hófust fyrir viku á húsnæði Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð á Vestfjörðum.

Verið er að skipta út hluta af gamalli múrhúð á framhlið hússins og mála það, en húsið er bæði nýtt sem íbúðarhús og undir Safn Jóns Sigurðssonar.

Að sögn Valdimars Halldórssonar, staðarhaldara á Hrafnseyri, koma milli 5.000 og 6.000 ferðamenn yfir sumartímann á Hrafnseyri. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann fleiri á ferðinni í ár en í fyrra og eru gestir skemmtiferðaskipa sem sækja Ísafjörð heim áberandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert