Útlit fyrir „aðra gusu“ á morgun

Votveður er í kortunum.
Votveður er í kortunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta verður svolítið bara svona áfram. Vikan er voðalega einsleit,“ sagði Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gærkvöldi og spurðist fyrir um veðurhorfur í vikunni.

Eftir góða byrjun á sumrinu, þ. á m. júnímánuð sem klóraði í Íslandsmet í sólskinsstundum á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið nokkuð þungbúið um helgina og er útlit fyrir að slíkt haldi áfram. „Það voru þessi skil núna, sem fóru yfir í [gær] og endast út bróðurpart [dagsins í dag]. Svo fáum við aðeins aðra gusu á þriðjudag og miðvikudag, sem snertir eiginlega mest allt landið,“ sagði Páll Ágúst.

Sagði hann að síðar í vikunni, á fimmtudag og föstudag, væri útlit fyrir rigningarveður á Suðausturlandi og Austurlandi, „og gengur svo yfir Norðurlandið. Suðvestur- og Vesturlandið sleppur örugglega. Svo það sést örugglega í eitthvað blátt á milli þar.“

Aðspurður sagði hann að áfram yrði hiti þó tiltölulega mildur. „Það munu áfram sjást ágætis hitatölur. Svona tíu til fimmtán gráður hérna suðvestanmegin og svona fimmtán til tuttugu gráður norðaustanlands.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »