„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

Bragi Björnsson lögmaður
Bragi Björnsson lögmaður Ljósmynd/Aðsend

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Hins vegar eru vonbrigði að dómstóllinn hafi ekki fallist á að dæma ríkið til greiða bætur í málinu. Þetta segir Bragi Björnsson, lögmaður Júlíusar, í samtali við mbl.is, en dómur MDE féll í morgun.

„Auðvitað fögnum við þessari niðurstöðu,“ segir  Bragi spurður um sín fyrstu viðbrögð. Hann var sjálfur að renna yfir dóminn þegar mbl.is náði tali af honum og sagðist eiga eftir að gaumgæfa hann í þaula sem og að kynna umbjóðanda sínum niðurstöðuna. Segir hann að í ljósi niðurstöðunnar verði framhaldið skoðað, meðal annars hvort farið verði fram á endurupptöku málsins fyrir íslenskum dómstólum, en Hæstiréttur dæmdi Júlíus í níu mánaða fangelsi árið 2015 fyrir hlutdeild sína í refsiverðu verðsamráði Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins. Auk hans voru fimm aðrir starfsmenn fyrirtækjanna dæmdir í Hæstarétti, en aðeins einn hafði verið sakfelldur í héraðsdómi

Niðurstaða MDE var að brotið hefði verið gegn rétti sakborninga til sanngjarnrar málsmeðferðar þar sem Júlíus hafi ekki fengið að koma fyrir Hæstarétt sem vitni, þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi byggt á munnlegum vitnisburði hans fyrir héraði.

Íhuga þurfi breytingar á sakamálalögum

„Þessi niðurstaða kallar á endurskoðun á málmeðferð fyrir Hæstarétti,“ segir Bragi og bætir við að þetta snúist um að Hæstiréttur hafi ekki gefið sakborningum tækifæri á að tjá sig um sakarefnið.

Dómur Hæstaréttar féll áður en breytingar voru gerðar á íslenska réttarkerfinu með tilkomu Landsréttar. Kom þar til sögunnar áfrýjunarréttur þar sem skýrslur voru meðal annars teknar aftur af sakborningum. Bragi segir að þrátt fyrir nýtt dómstig telji hann eðlilegt að löggjafinn íhugi enn frekar hvort nauðsynlegt sé að skerpa enn frekar á ákvæðum laga um milliliðalausa sönnunarfærslu þannig að sakborningar geti komið fyrir Hæstarétt líka.

Engir reikningar þar sem ríkið hafði ekki rukkað

Bragi segir dóm MDE ekki vera fullnaðarsigur í málinu. Þannig hafi MDE ekki dæmt ríkið til greiðslu bóta, en Júlíus fór fram á um 10 milljónir vegna málskostnaðar fyrir íslenskum dómstólum. „Það er sérstakt í þessu máli að honum er ekki dæmt að hann eigi rétt á bótum því hann hafi ekki lagt fram kvittanir vegna málskostnaðar. En skýringin á því er að hið opinbera var ekki búið að rukka hann um málskostnað,“ segir Bragi. Upphæðin lá hins vegar alla tíð fyrir samkvæmt dómi Hæstaréttar.

Situr uppi með 10 milljóna kostnað

Eftir að málið var lagt fyrir MDE er hið opinbera hins vegar búið að senda rukkun út. „Hann situr uppi með að þótt brotið hafi verið á honum muni hann þurfa að greiða um 10 milljónir í málskostnað fyrir íslenskum dómstólum,“ segir Bragi. Næstu skref séu að finna leiðir til að hið opinbera felli þann kostnað niður, enda hafi þeim verið ómögulegt að sýna fram á kvittanir þegar ekki var búið að rukka hann í málinu. „Ég er undrandi á þessari niðurstöðu Mannréttindadómstólsins,“ segir Bragi og bendir á að lögmennirnir hafi útskýrt rækilega fyrir MDE af hverju reikningar væru ekki til staðar.

Júlíus var einn af sjö sakborningum í verðsamráðsmálinu sem kærðu niðurstöðu Hæstaréttar til MDE. Bragi segir að þeir hafi sett málin upp á mjög svipaðan hátt til að auðvelda MDE að taka málin fyrir í einum pakka og því hafi það komið nokkuð á óvart að mál Júlíusar hafi verið tekið fyrir eitt og sér og dæmt fyrst í því. „Ég hefði búist við að dómur í máli allra yrði kveðinn upp á sama tíma.“

Gæti haft áhrif á önnur mál

Spurður hvort hann telji að niðurstaða þessa máls muni hafa áhrif á önnur mál sem Hæstiréttur hefur dæmt í og breytt niðurstöðu héraðsdóms segir Bragi að svo kunni að vera.

MDE komst í dag einnig að þeirri niðurstöðu að ríkið hefði brotið gegn Styrmi Þór Braga­syni, fyrr­ver­andi for­stjóra MP banka, á sambærilegan hátt, þ.e. ekki látið hann njóta réttlátrar málsmeðferðar fyrir Hæstarétti þegar dómstóllinn sneri við dómi héraðsdóms.

mbl.is

Innlent »

Standi við skattalækkanir lágtekjufólks

14:07 Miðstjórn Alþýðusambandsins segir þolinmæði sína eftir tillögum ríkisstjórnarinnar í skattamálum vera á þrotum, og krefst þess að ríkisstjórnin greini frá áformum sínum í þeim efnum. Fimm mánuðir eru liðnir frá undirritun „lífskjarasamninga“. Meira »

Óskar eftir fundi með lögreglustjóra

13:51 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað komu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra Reykjavíkur, á fund ráðsins á fimmtudag. Meira »

Þú ert tíu þúsundasti viðskiptavinurinn!

13:20 Fyrir sex árum komu 2.000 í Gömlu bókabúðina á Flateyri hvert sumar. Nú var 10.000-asti viðskiptavinur sumarsins að koma í hús. Eigandi búðarinnar er fullur eldmóðs, af fjórðu kynslóð bóksala á staðnum. Meira »

Samkomulag náðst við einn kaupanda

13:09 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur aðilum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna Árskóga. Sá aðili hefur fengið íbúð sína afhenta og aðfararbeiðnin sem hann hafði lagt fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verið felld niður. Meira »

Fær ekki að áfrýja málinu

13:08 Karlmaður á fimmtugsaldri sem sakfelldur var fyrir að leggjast nakinn upp í rúm til 18 ára gamallar konu sem starfaði hjá honum á gistiheimili fær mál sitt ekki til meðferðar hjá Hæstarétti Íslands. Málskotsbeiðni hans var hafnað á mánudag. Meira »

Myndar botn vatnsins í 10 tíma

11:53 Kafbátur verður settur út við Miðfell við Þingvallavatn um klukkan níu í fyrramálið til leitar að líki belg­íska ferðamanns­ins á þeim slóðum þar sem hann er tal­inn hafa fallið í Þing­valla­vatn fyr­ir rúmri viku. Kafbáturinn myndar botninn í alls um 10 klukkustundir. Meira »

Engar „reglur“ heimili launaþjófnað

11:48 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áréttar það og segir það af gefnu tilefni, að laun samkvæmt kjarasamningum hér á landi eru lágmarkslaun á íslenskum vinnumarkaði. Engar reglur heimili launaþjófnað. Meira »

Með fíkniefni og vopn í bílnum

11:32 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hvítt efni og kannabis fannst í bílnum sem og tveir hnífar og haglabyssuskot. Meira »

„Auðvitað er þetta hundleiðinlegt“

11:23 „Þetta kemur engum á óvart en auðvitað er þetta mikið sjokk því það eru ekki mörg fordæmi í ríkisfyrirtækjum að þetta hafi verið gert,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, um hópuppsögn 43 starfsmanna sem tilkynnt var í gær. Meira »

Björgunarskip kallað út að Langanesi

11:00 Björgunarskip hefur verið kallað út að Langanesi á Austfjörðum eftir að tveir bátar rákust saman. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er annar báturinn vélarvana en hinn lekur. Meira »

Var með kannabis í tösku í bílnum

10:43 Lögreglan á Suðurnesjum segir að hún hafi undanfarna daga haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem gerst höfðu brotlegir í umferðinni. Í bifreið eins þeirra, sem grunaður var um fíkniefnaakstur, fannst taska með kannabisefnum í. Meira »

SVG þakkar Gildi fyrir söluna

10:22 Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörðun stjórnar Gildis lífeyrissjóðs að selja hlutabréf lífeyrissjóðsins í Brimi hf., sem áður hét HB Grandi, og þakkar Gildi fyrir að taka þessa ákvörðun. Meira »

Ferðafrelsi óskert til 31. október

10:13 Breskir miðlar hafa greint frá því í vikunni að frjáls för fólks kunni að stöðvast strax í kjölfar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í tilefni þessara frétta vill sendiráð Íslands í London árétta að það á ekki við um EES- ríkisborgara sem flytja til Bretlands fyrir 31. október nk. Meira »

Reyna áfram að semja við FEB

09:21 Fyrirtöku í málum kaupenda tveggja íbúða í Árskógum 1-3 í Mjódd hefur verið frestað, þar sem lögmenn kaupendanna reyna að semja við Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) um málalok. Meira »

Háþrýstiþvottur ein skýringin á smiti

08:57 Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Meira »

Nauthólsvegur malbikaður

08:46 Nauthólsvegur verður malbikaður á mánudag í næstu viku, kantsteinn lagður á þriðjudag og síðan opnað fyrir umferð á miðvikudag. Vegurinn var í sumar hækkaður á 400 metra kafla milli Flugvallarvegar og Hringbrautar, auk þess sem lagnir voru endurnýjaðar. Meira »

Innkaupalistar heyra sögunni til

08:18 Grunnskólanemar setjast í hrönnum á skólabekk í þessari viku. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er árgangur þeirra sem verða sex ára á þessu ári um 4.500 börn samkvæmt tölum frá 1. janúar í ár. Meira »

Engu barni á að líða svona

08:00 „Ekkert barn á að þurfa að búa við þá vanlíðan sem drengurinn minn býr við. Upplifa það að enginn skilur hann eða veit hvernig á að hjálpa honum í gegnum ofsaköstin af þeirri einu ástæðu að það vantar greiningu,“ segir móðir drengs sem beðið hefur eftir greiningu í tvö ár. Meira »

Ekki taldar líkur á að margir laxar hafi sloppið í Tálknafjörð

07:57 Ekki eru taldar líkur á að margir laxar hafi sloppið út um gat sem kom á nótapoka einnar sjókvíar Arnarlax við Laugardal í Tálknafirði. Gatið var lítið og enginn fiskur veiddist við kvína eftir að skemmdin uppgötvaðist. Meira »
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...