Talið að tveir fullorðnir hafi smitast

Enn er beðið er eftir frekari staðfestingu á greiningu hjá …
Enn er beðið er eftir frekari staðfestingu á greiningu hjá barninu í Bandaríkjunum sem grunað er um alvarlega E. coli sýkingu. mbl.is/Hari

Grunur leikur á að tveir fullorðnir hafi smitast af E. coli en í dag voru rannsökuð sýni frá 14 manns sem talið er að gætu verið með sýkinguna. Beðið er staðfestingar á því hvort um er að ræða sömu bakteríu og hjá börnum sem áður hafa greinst.

Frá þessu er greint á vef Landlæknis.

Þar segir að niðurstaða úr staðfestingarprófum geti tekið tvo til þrjá daga. Sömuleiðis má vænta niðurstaðna úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal á næstu dögum.

Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins af völdum STEC E. coli. Enn er beðið er eftir frekari staðfestingu á greiningu hjá barninu í Bandaríkjunum sem grunað er um alvarlega E. coli sýkingu. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni er það barn þó á batavegi.

Búist er við að E. coli faraldurinn sé að renna sitt skeið en þessi vika mun að líkindum skera úr um það.

mbl.is
Loka