Oddviti læsir útidyrum

Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti í Árneshreppi á Ströndum segir að sakleysið ...
Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti í Árneshreppi á Ströndum segir að sakleysið sé horfið úr sveitinni, svo hatrammar séu deilurnar vegna virkjunar fyrirhugaðrar. mbl.is/Sigurður Bogi

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum, segir sakleysi sveitar sinnar horfið eftir langvarandi deilur um virkjunarframkvæmdir í Ófeigsfirði á Ströndum. Hún setur dyrnar í lás að kvöldi, segir hún.

Í samtali við Morgunblaðið í dag furðar Eva sig á að þeir sem hafi mestar meiningar um virkjunarframkvæmdirnar í Ófeigsfirði sé „fólk suður í Reykjavík og svo brottfluttir Strandamenn; fólk sem bjó hér fyrir mörgum áratugum.“

Evu segist hafa sárnað að í deilunum um virkjanaframkvæmdirnar, sem fela í sér virkjun Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár með byggingu 55 MW orkuvers, hafi verið beitt skítkasti. Starfsemi hótels hennar og fjölskyldu hennar, Hótels Djúpavíkur, hafi verið svert í þeim tilgangi að koma illu orði á hana. 

Þau hafi verið kölluð umhverfishryðjuverkamenn, þjóðníðingar og fleira slíkt. „Fullyrt er að fólki hér hafi verið mútað með peningum í brúnum bréfpokum sem mér finnst grátbroslegt ef einhver trúir. Svo vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar lögmaður að sunnan kom norður og spurði hvort hótelið í Djúpavík væri falt fyrir rétt verð. Þegar að var spurt voru meintir kaupendur fólk sem væri andstæðingar virkjunar og við spurð hvort að það skipti okkur einhverju máli. Kjarni málsins er sá að sakleysi þessarar sveitar er horfið. Við setjum dyrnar alltaf í lás að kvöldi, sem áður þurfti svo sannarlega ekki,“ segir hún.

Árið 1985 opnuðu Eva og maður hennar Ásbjörn Þorgilsson Hótel Djúpavík þar sem þau hafa starfað og búið síðan. Eva tók sæti í hreppsnefnd Árneshrepps eftir kosningar 2002 og hefur setið þar síðan, oddviti frá 2014.

Hvalá á Ófeigsfjarðarheiði verður stífluð og virkjuð ef áform ganga ...
Hvalá á Ófeigsfjarðarheiði verður stífluð og virkjuð ef áform ganga eftir. mbl.is/Sigurður Bogi

Lítt gróið og hrjóstugt svæði

„Vissulega fylgir virkjun Hvalár að fórna þarf ósnortnu landi; reyndar lítt grónu og hrjóstugu svæði sem fáir höfðu farið um og séð til skamms tíma,“ segir Eva. „Styrkja þarf orkubúskap á Vestfjörðum, bæði auka framleiðsluna og koma á hringtengingu rafmagnsflutninga. Því segi ég að virkjun sé nauðsynleg og þá þarf líka nokkru að kosta til, enda þó reynt verði að halda umhverfisraski í lágmarki.“

„Auðvitað er öllum frjálst að hafa og láta í ljós skoðun sína á þessu verkefni, en mér finnst verra þegar því fylgja gífuryrði og læti. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að af virkjun Hvalár verði, enda hefur undirbúningurinn verið vandaður og hvert skref stigið eftir lögformlegum leiðum,“ segir Eva.

Til þess að koma orkuverinu á koppinn þarf að gera stíflur, mynda þrenn lón og grafa göng að stöðvarhúsi sem verður neðanjarðar ásamt rennslisröri sem kemur út nærri ósum Hvalár. Athugasemdir vegna þessa hafa komið fram, nýlega sjö kærur vegna endurbóta á veginum frá Ingólfsfirði á virkjunarstað og vegna rannsókna sem eiga að fara fram á þessu ári. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrir skemmstu stöðvun vegabótanna og hófust þá framkvæmdir aftur. Landeigendur á jörðinni Seljanesi hafa boðað mótmæli og aðgerðir á næstu dögum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...