Oddviti læsir útidyrum

Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti í Árneshreppi á Ströndum segir að sakleysið ...
Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti í Árneshreppi á Ströndum segir að sakleysið sé horfið úr sveitinni, svo hatrammar séu deilurnar vegna virkjunar fyrirhugaðrar. mbl.is/Sigurður Bogi

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum, segir sakleysi sveitar sinnar horfið eftir langvarandi deilur um virkjunarframkvæmdir í Ófeigsfirði á Ströndum. Hún setur dyrnar í lás að kvöldi, segir hún.

Í samtali við Morgunblaðið í dag furðar Eva sig á að þeir sem hafi mestar meiningar um virkjunarframkvæmdirnar í Ófeigsfirði sé „fólk suður í Reykjavík og svo brottfluttir Strandamenn; fólk sem bjó hér fyrir mörgum áratugum.“

Evu segist hafa sárnað að í deilunum um virkjanaframkvæmdirnar, sem fela í sér virkjun Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár með byggingu 55 MW orkuvers, hafi verið beitt skítkasti. Starfsemi hótels hennar og fjölskyldu hennar, Hótels Djúpavíkur, hafi verið svert í þeim tilgangi að koma illu orði á hana. 

Þau hafi verið kölluð umhverfishryðjuverkamenn, þjóðníðingar og fleira slíkt. „Fullyrt er að fólki hér hafi verið mútað með peningum í brúnum bréfpokum sem mér finnst grátbroslegt ef einhver trúir. Svo vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar lögmaður að sunnan kom norður og spurði hvort hótelið í Djúpavík væri falt fyrir rétt verð. Þegar að var spurt voru meintir kaupendur fólk sem væri andstæðingar virkjunar og við spurð hvort að það skipti okkur einhverju máli. Kjarni málsins er sá að sakleysi þessarar sveitar er horfið. Við setjum dyrnar alltaf í lás að kvöldi, sem áður þurfti svo sannarlega ekki,“ segir hún.

Árið 1985 opnuðu Eva og maður hennar Ásbjörn Þorgilsson Hótel Djúpavík þar sem þau hafa starfað og búið síðan. Eva tók sæti í hreppsnefnd Árneshrepps eftir kosningar 2002 og hefur setið þar síðan, oddviti frá 2014.

Hvalá á Ófeigsfjarðarheiði verður stífluð og virkjuð ef áform ganga ...
Hvalá á Ófeigsfjarðarheiði verður stífluð og virkjuð ef áform ganga eftir. mbl.is/Sigurður Bogi

Lítt gróið og hrjóstugt svæði

„Vissulega fylgir virkjun Hvalár að fórna þarf ósnortnu landi; reyndar lítt grónu og hrjóstugu svæði sem fáir höfðu farið um og séð til skamms tíma,“ segir Eva. „Styrkja þarf orkubúskap á Vestfjörðum, bæði auka framleiðsluna og koma á hringtengingu rafmagnsflutninga. Því segi ég að virkjun sé nauðsynleg og þá þarf líka nokkru að kosta til, enda þó reynt verði að halda umhverfisraski í lágmarki.“

„Auðvitað er öllum frjálst að hafa og láta í ljós skoðun sína á þessu verkefni, en mér finnst verra þegar því fylgja gífuryrði og læti. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að af virkjun Hvalár verði, enda hefur undirbúningurinn verið vandaður og hvert skref stigið eftir lögformlegum leiðum,“ segir Eva.

Til þess að koma orkuverinu á koppinn þarf að gera stíflur, mynda þrenn lón og grafa göng að stöðvarhúsi sem verður neðanjarðar ásamt rennslisröri sem kemur út nærri ósum Hvalár. Athugasemdir vegna þessa hafa komið fram, nýlega sjö kærur vegna endurbóta á veginum frá Ingólfsfirði á virkjunarstað og vegna rannsókna sem eiga að fara fram á þessu ári. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrir skemmstu stöðvun vegabótanna og hófust þá framkvæmdir aftur. Landeigendur á jörðinni Seljanesi hafa boðað mótmæli og aðgerðir á næstu dögum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »

Merkel fylgdi Katrínu í Almannagjá

Í gær, 19:31 Vel fór á með Angelu Merkel og Katrínu Jakobsdóttur þar sem forsætisráðherra tók á móti kanslaranum við Hakið á Þingvöllum í kvöld. Leiðtoginn íslenski lýsti staðháttum fyrir þeim þýska þar sem þær gengu niður Almannagjá og áleiðis í ráðherrabústaðinn þar sem fram fer blaðamannafundur. Meira »

Tafir vegna opinberra heimsókna

Í gær, 18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

Í gær, 18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

Í gær, 18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...