Grindhvalur strand við Voga

„Nú er bara komin alveg fjara og það verður bara …
„Nú er bara komin alveg fjara og það verður bara að bíða eftir að það komi flóð aftur svo að það sé einhver séns á að koma honum út,“ segir Berglind. Ljósmynd/Berglind Drífa

Maður í morgungöngu í Vogum á Vatnsleysuströnd kom auga á grindhval í fjörunni þar á níunda tímanum í morgun. Íbúar á staðnum hafa tekið sig saman um að halda honum rökum í von um að hægt verði að koma honum á flot er flæðir að í kvöld.

Berglind Drífa Pétursdóttir, íbúi í Vogum, segir í samtali við mbl.is að getgátur séu uppi um að mögulega sé þessi hvalur úr vöðunni sem hljóp á land við Garð í gærkvöldi.

„Nú er bara komin alveg fjara og það verður bara að bíða eftir að það komi flóð aftur svo að það sé einhver séns á að koma honum út,“ segir Berglind.

Hún segir lögreglu hafa komið á staðinn í morgun og að björgunarsveitarfólk sé núna einnig mætt á svæðið.

Berglind segir að íbúar í Vogum hafi séð til grindhvalavöðu „of nærri landi“ fyrr í dag, en hún hafði ekki orðið vör við hvalina sjálf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert