„Ekkert sem stoppar“ WAB air núna

Tímabundnar höfuðstöðvar WAB verða við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, þar sem ...
Tímabundnar höfuðstöðvar WAB verða við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, þar sem Actavis var áður til húsa. Skjáskot/ja.is

„Ég er alveg grjótharður á þessu. Það er ekkert sem stoppar okkur þessa stundina,“ segir Sveinn Ingi Steinþórsson, forstjóri og stofnandi nýs flugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. Hann og hans fólk hófu störf í morgun á nýrri skrifstofu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, þar sem Actavis hafði áður aðstöðu.

„Það er ágætt að vera komin með heimili,“ segir Sveinn. Vinnan að félaginu hefur staðið yfir síðan í apríl en hefur hingað til farið fram með „hvern í sínu horni,“ segir Sveinn. Nú er markmiðið að afla flugrekstrarleyfis, svo að vonandi megi fljúga jómfrúarflugið með haustinu. Nánari tímasetning á þau áform fæst ekki upp gefin, enda of snemmt, að sögn Sveins.

Hann gerir ráð fyrir að í september verði starfsmenn allt að 30 og í því tilfelli verður unnt að bæta álmu í húsinu við starfsemina, en húsnæðið sem nú er í notkun eru 300 fermetrar. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að félagið hefði komið sér fyrir í nýju húsnæði.

Sveinn Ingi Steinþórsson er forstjóri nýja félagsins. Hann segir gott ...
Sveinn Ingi Steinþórsson er forstjóri nýja félagsins. Hann segir gott að vera kominn með heimili. Ljósmynd/LinkedIn

„Hætt að pæla“ í eignum WOW

Sveinn segir að hann og fólkið sem stendur að stofnun félagsins með honum hafi „hætt að pæla“ í að festa kaup á eignum úr þrotabúi WOW air í júní, þegar ljóst var að ekki yrði af þeim kaupum. „Nú erum við að gera þetta alveg á okkar eigin forsendum,“ segir hann. „Við erum hvorki að fara að kaupa vörumerki né annað.“

WAB air, skammstöfun fyrir We Are Back, var nafn sem haft var í gríni um félagið við stofnun þess og er nú vinnutitill. Það verður vitaskuld ekki nafn félagsins, segir Sveinn. „Ásamt því sem við erum að vinna að því að uppfylla skilyrðin fyrir flugrekstrarleyfi erum við að ræða við markaðsskrifstofur um hvernig er best að hátta næstu skrefum,“ segir hann. Þannig eigi eftir að koma í ljós hvaða nafn verði fyrir valinu. 

WAB sótti um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu í júní. Sveinn Ingi er er fyrrverandi yfirmaður hagdeildar WOW air og sat í framkvæmdastjórn félagsins. Auk Sveins Inga er Neo, félagið sem stendur að stofnun WAB, í eigu Arn­ars Más Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra flugrekstr­ar­sviðs WOW air, Boga Guðmunds­son­ar, lög­manns hjá Atlantik Legal Serv­ic­es og stjórn­ar­for­manns BusTrav­el, og Þórodds Ara Þórodds­son­ar, ráðgjafa í flug­vélaviðskipt­um í Lund­ún­um.

mbl.is

Innlent »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »

Merkel fylgdi Katrínu í Almannagjá

Í gær, 19:31 Vel fór á með Angelu Merkel og Katrínu Jakobsdóttur þar sem forsætisráðherra tók á móti kanslaranum við Hakið á Þingvöllum í kvöld. Leiðtoginn íslenski lýsti staðháttum fyrir þeim þýska þar sem þær gengu niður Almannagjá og áleiðis í ráðherrabústaðinn þar sem fram fer blaðamannafundur. Meira »

Tafir vegna opinberra heimsókna

Í gær, 18:53 Búast má við tímabundnum umferðartöfum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og allan daginn á morgun vegna opinberra heimsókna sem nú standa yfir. Meira »

Merkel spókar sig í miðbænum

Í gær, 18:45 Til Angelu Merkel Þýskalandskanslara sást í miðbæ Reykjavíkur í eftirmiðdaginn. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, náði sjálfu með Merkel og föruneyti. Meira »

FEB leysir til sín íbúðirnar

Í gær, 18:43 Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja sérstakt kaupréttarákvæði í lóðaleigusamningi sem kveðið er á um í kaupsamningum vegna íbúðanna sem félagið reisir í Árskógum. Meira »
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...