Sofa á dýnu í herbergi barnabarnanna

„Þetta er alveg út í hött að ætla bara einhliða ...
„Þetta er alveg út í hött að ætla bara einhliða að velta þessu á kaupendurna sem eru bara að kaupa sér griðastað fyrir elliárin sín,“ segir dóttir hjóna sem keyptu sér íbúð í blokk Félags eldri borgara við Árskóga 1-3 í Mjódd. mbl.is/Árni Sæberg

Foreldrar Hrefnu Lindar Ásgeirsdóttur hefðu að öllum líkindum samþykkt skilmálabreytingar á kaupsamningi sínum við Félag eldri borgara í síðustu viku, ef Hrefna og maður hennar hefðu ekki náð að sannfæra þau um að staldra við. Þau eru í mikilli óvissu um framhaldið.

Nú sofa foreldrar hennar á dýnu í herbergi barnabarna sinna, í stað þess að vera komin inn í nýja íbúð í Mjóddinni sem þau hafa þó sannarlega gildan kaupsamning fyrir. Hrefna segir að þau séu að skoða sína stöðu og ætli að funda með lögfræðingi fasteignasölunnar sem sá um viðskiptin. Þar ætla þau að fara fram á að greiða afhendingargreiðsluna og fá lyklana. Hún segir þó nokkuð útséð með að það gangi ekki eftir, þar sem verktakarnir, MótX, eru með lyklana að íbúðunum.

Vonast eftir sáttaleið

Hrefna Lind Ásgeirsdóttir
Hrefna Lind Ásgeirsdóttir

„Ég vona að það verði farin einhver sáttaleið. Hvorki foreldrar mínir né aðrir nenna að vera í einhverjum dómsmálum um það sem augljóst er, þeirra réttur. Ég vonast til þess að aðilar að málinu verði kallaðir saman og það verði farin einhver sáttaleið,“ segir Hrefna og nefnir þar Landsbankann, sem fjármagnar verkið, MótX sem að byggði húsin, FEB og svo kaupendur.

„Þetta er alveg út í hött að ætla bara einhliða að velta þessu á kaupendurna sem eru bara að kaupa sér griðastað fyrir elliárin sín,“ segir Hrefna, sem kallar eftir því að FEB sýni kaupendum gögn sem sýni fram á það hvernig þessar rúmu 400 milljónir, sem upp á vantar, séu til komnar.

Hún undrar sig á því að þessi vanáætlun hafi ekki verið komin fram þegar kaupsamningar um íbúðirnar voru gerðir snemma á þessu ári.

Mun ekki fallast á þá kosti sem FEB býður upp á

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður 87 ára konu sem hafði fest kaup á íbúð í öðru húsanna, segir í samtali við mbl.is að hann telji mikið af því fólki sem skrifaði undir skilmálabreytingu á kaupsamningi sínum við félagið hafi gert það eftir að hafa verið setti afarkostir í strembinni stöðu, en samkvæmt því sem Ellert B. Schram formaður FEB segir höfðu 10 kaupendur samþykkt að greiða hærra verð fyrir íbúðir sínar.

„Þarna er bara verið að stilla gamlingjum upp við vegg,“ segir Sigurður Kári, sem fundaði með FEB á föstudag og sendi félaginu í kjölfarið bréf þar sem hann gerði grein fyrir því að skjólstæðingur hans myndi ekki fallast á það að falla frá kaupunum eins og fólki var boðið að gera og það yrði heldur ekki fallist á það að greiða viðbótargreiðslu umfram skyldu.

Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður.
Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þeir hafa til dagsins á morgun til þess að bregðast við bréfinu,“ segir Sigurður Kári og bætir við að ef svar berist ekki frá FEB muni hann skoða það með skjólstæðingi sínum að fara með beiðni niður í héraðsdóm og óska eftir því að fram fari innsetningargerð.

„Það er alveg ljóst að félagið er ekki í neinum rétti. Það er algjörlega réttlaust til þess að krefjast viðbótargreiðslna og réttindin eru öll kaupendanna.“

Stjórnin fundar um stöðuna síðdegis

Félag eldri borgara hefur viðurkennt að það hafi engan lagalegan rétt til þess að krefjast viðbótargreiðslu fyrir íbúðirnar, en Gísli Jafetsson framkvæmdastjóri félagsins (og reyndar líka kaupandi íbúðar í húsinu) fundar í dag með fleiri kaupendum um stöðuna, ásamt ráðgjafa félagsins.

Félagið er þannig á hnjánum að biðla til kaupenda og félagsmanna í félaginu um að greiða meira og sækja ekki rétt sinn, því ella sér félagið fram á að fara í gjaldþrot. Stjórn félagsins kemur saman til fundar kl. 17 í dag til þess að ræða málið.

Félaga eldri borgara hefur í gegnum árin staðið fyrir íbúðauppbyggingu fyrir félagsmenn sína á fleiri stöðum í borginni og auk Árskógaverkefnisins hefur félagið fengið vilyrði um lóð á hinum svokallaða Sjómannaskólareit í Austurbæ, til að byggja íbúðir fyrir félaga sína.

mbl.is

Innlent »

„Jarðarför“ Okjökuls vekur athygli

10:01 Formleg kveðjuathöfn á jöklinum Ok í Kaldadal í Borgarfirði í gær hefur vakið heimsathygli. Sumir fjölmiðlar, svo sem AP og BuzzFeed, tala jafnvel um jarðarför jökulsins á meðan aðrir segja sorgarástand ríkja á Íslandi. Meira »

Tapaði 8 milljörðum á falli WOW

09:28 Skúli Mogensen segir fráleitt að halda því fram að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum í einu og öllu við uppbyggingu og við að reyna að verja WOW air falli. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrrverandi forstjóri WOW hefur sent frá sér. Hann segist hafa tapað 8 milljörðum á falli WOW. Meira »

Setja upp rafræn biðskýli

08:33 Vinna er hafin við að skipta út biðskýlum borgarinnar og eru fyrstu tvö komin upp við Kringlumýrarbraut og Faxafen.  Meira »

Farvegur Dragár þornaði upp

08:18 Dragá í Skorradal, milli Litlu- og Stóru Drageyrar hefur þornað upp í sumar en á svæðinu hefur varla rignt síðan um miðjan maí að sögn Péturs Davíðssonar á Grund 2 í Skorradal. Meira »

Vilja stækka kjúklingabú til muna

07:57 Matfugl áformar að reisa fjögur 100 metra löng hús á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit þar sem fyrirtækið rekur kjúklingabú, til viðbótar við tvö hús sem fyrir eru. Meira »

Mest ávöxtun á Vestfjörðum

07:37 Mest ávöxtun af útleigu þriggja herbergja íbúðarhúsnæðis þar sem leigusali er einstaklingur er á Vestfjörðum, þar sem hún er 11,1% og næstmest er hún á Austurlandi þar sem hún er 10,5%. Meira »

Óráðið veður tekur við

07:02 Afar erfitt er að ráða í veðurhorfur fyrir næstu daga en nú þegar norðanáttin er að leggja upp laupana tekur við fremur óráðið veður. Meira »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikla blæðingu úr höfði. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...