Leit hafin á Þingvallavatni

Frá vettvangi við Þingvallavatn.
Frá vettvangi við Þingvallavatn.

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu, sem reyndist við nánari könnun þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar vera mannlaus bátur.

Í kringum fimmtíu manns eru við leit á svæðinu núna, frá björgunarsveitum í Árnessýslu, Brunavörnum Árnessýslu og sjúkraflutningum, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en sveitirnar voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag.

Óskað hefur verið eftir stærri bátum úr Reykjavík og einnig er leitarhundur að störfum við vatnið.

mbl.is