Fylgjast áfram vel með vatninu

Tvö leitarsvæði í Þingvallavatni voru könnuð í gær með kafbáti …
Tvö leitarsvæði í Þingvallavatni voru könnuð í gær með kafbáti frá Teledyne Gavia. Hann er búinn sónartækjum og öflugri myndavél mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum.

Áfram verður fylgst með vatninu, en leitað var þar í gær. Kafbátur í eigu Teledyne Gavia var settur út við Miðfell til að skanna botninn með sónar og taka um 50 þúsund ljósmyndir af dýpstu hlutum vatnsins.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, hefur verið í samstarfi við belgísku lögregluna. Hann sagði vitað að Debecker hefði verið á báti sínum á Norðurlandi áður en hann fór á Þingvallavatn. „Við höfum upplýsingar um að hann hafi róið frá Siglufirði yfir í Héðinsfjörð en farið þar að landi og þaðan fór hann suður,“ sagði Oddur. Hann sagði að gögnin frá kafbátnum sæjust ekki í rauntíma. „Það er heilmikil yfirferð á því efni sem þeir eru að taka upp núna 40 til 50 þúsund ljósmyndir og svo sónargögn. Það er einhverra daga vinna að fara í gegnum það,“ sagði Oddur í umfjöllun m mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »