Kafbátur við leit í Þingvallavatni

Kafbáturinn fer tvo fimm klukkustunda leiðangra um botn Þingvallavatns í …
Kafbáturinn fer tvo fimm klukkustunda leiðangra um botn Þingvallavatns í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga.

Sérsveit lögreglunnar stýrir aðgerðum en fulltrúar Gavia, eigenda kafbátsins, sjá um að stýra honum. Kafbáturinn skannar botn vatnsins með sónartæki og tekur um 50 þúsund ljósmyndir.

Talsverðan tíma tekur að vinna úr gögnunum sem kafbáturinn safnar og gæti það tekið einhverja daga.

Síðast var manns­ins leitað um helg­ina í Þing­valla­vatni. Á föstu­dag­inn síðasta fór sami kaf­bát­ur frá Gavia ofan í vatnið í leit að mann­in­um.  

mbl.is